Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 arfélögin eða einhver kaupmaður vildi ■ ganga á undan í að koma þeim ósið af, svo að menn sæju aldrei skeinkingar við búðarborð, vér ímyndum oss að þar myndu fleiri eftir breyta, ef einn tæki sig fram um það, og þar með yrði mikilli þjóðarhneysu af oss létt. Til eru enn þeir staðir á íslandi, og það ef til vill víðar en á út- kjálkunum, að þegar tekin er farmur upp úr kaupskipunum þá eru goldin daglaun að nokkru leyti með brauðköku og miklum fjölda af brennivínsstaupum; þetta eru kallaðar „góðgjörðir", og þar sem þær eru vel úti látnar eru innbú- arnir næstum eins og innstæðu- kúgildi kaupmannsins eða verzlun- arinnar; þeir hafa misst alla til- finning fyrir sóma sínum í þessari grein. Leiðin til frjálsra viðskipta. Það sem næst mætti liggja til að spara er brennivín, kaffi, sykur og tóbak; það sem næst liggur að afla, til þess að drýgja búið, er rófur, næpur, kartöflur, fjallagrös og þesskonar, auk þess sem mest á ríður, sem er að auka mjólk, smjör, kjöt og allan búmat, með því að auka og bæta skepnuhöldin, bæði til búbætis og til sælgætis, og einkum til atvinnu sinnar, til að bæta hana og auka. Tvenns konar skuldir. Vér skulum að síðustu enda ræðu vora um skuldirnar með því, að taka það fram, að þær skuldir sem vér tölum hér um, og viljum að allir kappkosti að fría sig við sem fyrst og forðast síðan, það eru þær, sem maður kemst í eða sökkur sér í til að útvega sér þá hluti, sem engan ávöxt gefa, út- lendar munaðarvörur, sem bæði eru útdragssamar og óhollar, í staðinn fyrir innlendar, sem menn geta tekið undir sjálfum sér og bætt og aukið, og eru því bæði hollar og hagkvæmar. Þar á móti tölum vér öldungis ekki um það, þó menn taki lán til nytsamlegra fyrirtækja, eða verulegra umbóta, hvort heldur á heimili sínu eða utan heimilis, sem líkindi eru til að gefi góðan ávöxt; vér ætlum einmitt, að því meira sem væri af slíkum lánum, hyggilega stofnuð- um, því betri vottur væri það um framför landsins og þjóðarinnar í ýmsum greinum. Verzlunarsamtök almennings. Til þess að komast á rétta stefnu í verzlun og búskaparlagi og allri atvinnu, þá eru samtök og félags- skapur ómissandi, og af því að verzlunin er í þessu efni ef ekki aðalatriði, þá þó það mikilsvert atriði,, að hún getur haft hin mestu áhrif á allt hitt, sem að búskap og atvinnu lýtur, þá viljum við kalla þessi samtök verzlunar- félög. Verzlunarfélag er þjóðlegt nafn á þessum tíma, og er það með öllum rétti, því hvert mannsbarn svo að segja á meiri eða minni hlutdeild í verzluninni. Að búa til vöndinn á sjálfan sig. Menn höfðu enn engan hug eða dug til að hafa samtök, og leggja fram fé sitt og voga því, undir forstöðu duglegs manns, sem þeir kysi sjálfir, og eiga svo von á gróða, sem félli af verzlun félags- ins. Það kvað svo ramt að þessu, að þegar Vestfirðingum bauðst einu sinni duglegur og séður mað- ur, til að standa fyrir félagsverzl- un, þá fékk hann engan með sér nema svo aðeins að hann bæri all- an vandann sjálfur, en þeir hefði ábatann, án þess að leggja neitt til, nema að verzla við hann ef hann gæfi betri prísa en aðrir. Þetta er, eins og gefur að skilja, sama eins og að afneita öllum fé- lagsskap og gefa sig á vald þess kaupmanns, sem slungnastur er að nota sér hin fornu einokunarbrögð. Með þess konar aðferð búa lands- menn til vöndinn á sjálfa sig. Skarpleiki landa vorra. Vér þykjumst sjá, að landar vorir muni fljótt taka á skarpleika sínum og finna töluverða agnúa á þessum vfélagasamtökum. Vér vit- um með vissu að oss er ekki sú gáfa gefin að finna þá alla, en vér þykjumst geta fundið tvo, sem eru íhugunarverðir; fleiri sjáum vér ekki að sinni, sem oss þykja hættulegir. Menn geta sagt að þessi félög séu til þess að eyðileggja alla kaupmenn, og .. . að gjöna alla bændur að kaupmönnum, eða með öðrum orðum að gjöra alla verzlun landsins að vitleysu. . . . Það er nú fyrst, að ekki er að gjöra ráð fyrir að allir menn gangi í þessi verzl- unarfélög. Þar munu ævinlega nógu margir handa kaupmönnun- um. En það sem er aðalatriðið hér er þó, að bændur geta haldið áfram að vera bændur þó þeir séu í verzl- unarfélögum, og það jafnvel betri bændur en áður, þegar þeir geta haft not af félögunum, ekki ein- ungis til þess að útvega sér betri og hagkvæmari nauðsynjaáhöld en fyrr, heldur og til að útvega sér meiri ágóða af atvinnu sinni. Það eina, sem bóndinn þarf að hugsa um, það er hvernig reikningar hans falla við félagið og hvernig hon- um virðist um stjórn þess og að- farir, en þetta leggur sig sjálft, ef bóndinn gætir nokkuð að hag sín- um á annað borð. Þar undir er komin öll framför þeirra. Kaupmanni væri annað hvort nauðugur einn kostur, að halda til jafns við félögin í öllum kaupum og sölum, eða að verða af allri verzlun; eða að öðrum kosti hefði hann þá líklega von að geta sligað MJÓLKÁR í Arnarfirði. félagið, með því að yfirbjóða það, — eins og Höpfner gjörði ráð fyrir að fara með Gránufélagið í fyrra — og hugsaði sér svo að vinna upp á eftir það sem hann yrði að leggja í sölurnar i bráð. Sá hagn- aður, sem félagsmenn hafa á þessu, og ekki einungis félags- menn, heldur öll alþýða, hann er því félögunum að þakka. En þá er ekki þar með búið, heldur . . . það sem mest er vert — kunnátta landsmanna meiri bæði í verzlunar- efnum og í öllu því, sem snertir þeirra efnahag og atvinnu, en þar undir er komin öll framför þeirra í verklegum efnum, og vér getum bætt við — enda í andlegum efn- um, því sá, sem ekki hefur nein úrræði fyrir vanefnasakir að leita sér neinnar menningar, hann getur ekki átt von á mikilli menntun. Félög almennings verða aldrei einokunarfélög. Vér verðum enn að fara nokkr- um orðum um þann ótta, sem sum- ir þykjast hafa, að ef verzlunarfé- lögin yrðu drottnandi, þá myndu þau einoka verzlunina miklu verr en nokkur kaupmaður nú. . . . Þeg- ar félögin væru í fullu fjöri og nálega hver maður í héraðinu ætti þátt í þeim, meiri eða minni, þá gætu slík félög aldrei orðið einok- unarfélög, vegna þess beinlínis, að þau gætu engan einokað nema sjálf sig. Ný félagsrit 1872. Ef þær tilvitnanir, sem hér hafa verið birtar, yrðu einhverj- um livöt til að kynna sér rit og sögu Jóns Sigurðssonar, þá er vel farið. En stefna hans, sú, að hyggja rétt þjóðarinnar og sjálf- stæði á verklegri menningu, at- orku og ráðdeild er enn í fullu gidi. Enn þá reynir líka á þroska almennings til að nota verzlun- arfrelsið svo að gróðinn af verzl- uninni verði almenningseign. Um þetta allt og margt fleira mætti langt mál skrifa. Hér verður svo birtur að lok- um lítil kafli úr greininni: Um málefni Islands, í Nýjum félags- ritum 1800. (Ljósm. Jón Páll IJalldórsson.) Að gjöra fyrstur það sem gjöra þarf. Til þess að vinna í félagsskap þarf bæði lag og vana, en ein hin mesta upphvatning og bezti vísir þar til er uppfræðing og kennsla, helzt sameiginleg eða í skólum. Það er þess vegna mjög mikils vert til framfara landsins í líkam- legum efnum, sem alþing hefur farið fram á að fá stofnaðan bændaskóla, bæði til þess að út- vega bændastétt vorri, sem er stólpi landsins, fjölhæfari og meiri þekkingu en nú, og eins til að koma á betri háttum í jarðyrkju og í öllum greinum búskaparins. Á þessu efni hafa landsmenn um tíma haft ekki lítinn áhuga, og það komst svo langt, iað fyrir vestan og austan var á mannfund- um rætt um að stofna slíka skóla af eigin rammleik, en af því lagið vantaði þá varð lítið eða ekkert úr, og var þá snúið sér til alþing- is. Nú síðan þá er eins og allir bíði eftir málalokum frá stjórn- inni, og hugsi ekki til að fara lengra fram í málið nema stjórnin gangi á undan, en stjórnin aftur að sínu leyti tímir ekki að leggja sig í framkróka, meðan hún sér ekki meiri vott um fjör og áhuga landsmanna 1 þessu máli, en hing- að til hefur sýnt sig. Hefði menn viljað fylgja vorum ráðum, þegar menn fóru að hugsa um þetta mál fyrir nokkrum árum síðan, og far- ið þá að safna sér sjóði til þessa fyrirtækis, þá hefði menn haft nú álitlegan stofn til að byrja með, og hefðu allir staðið jafni’étt- ir þó þeir hefðu á hverju ári lagt í sjóð þennan eitthvað tiltekið eftir efnahag sínum. En þar kemur ein- mitt fram það sem vér sögðum Framhald á 14. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.