Ísfirðingur - 17.06.1961, Blaðsíða 9
ISFIRÐINGUR
9
Sigurður Nordal, prófessor:
Afbnrðamaflur
„ .. . Um stórmenni sögunnar og áhrif þeirra gfirleitt eru
skoðanir mjög skiptar. Oft og einatt hefur sagan verið skráð
nær einvörðungu sem saga „mikilmenna“, sem öllu hafi ráðið
og allt verði að miða við. Nú á dögum hallast margir fremur
að hinu, að jafnvel mestu leiðtogar og skörungar séu varla
annað en glitrandi faldur á öldum, sem þeir hafi valdið næsta
litlu um, hvort né hvernig risu. Vitanlega verður aldrei fundið
eitt og algilt lögmál fgrir þá margbregtni, sem hér er um að
ræða, enda þurfa þessar skoðanir ekki alltaf að stangast, heldur
geta bætt hvor aðra upp. Svo er um starf og feril Jóns Sigurðs-
sonar. Hvað hefði orðið úr honum, ef hann hefði t.d. verið uppi
á 16. eða 17. öld, á tímum vaxandi konungsvalds, sem enginn
fékk rönd við reist? En mætti ekki líka spgrja, livað Islend-
ingum hefði orðið úr aðstæðum og tækifærum 19. aldarinnar,
ef þeir hefðu ekki einmitt þái eignast slíkan leiðtoga? Hann
stóð að vísu í fglkingarbrjósti, og vér komumst ekki gfir að
minnast að verðleikum allra hinna óbregttu liðsmanna, sem
áttu hver sinn hlut í sókninni. Að því legti er hann tákn. En
hver hefði fglkingin orðið og hvernig hefði henni verið skipað,
ef hann hefði ekki safnað liði og sett því takmark? Svo framar-
lega sem réttmætt er að nefna nokkurn mann mikilmenni og
skörung þjóðar sinnar, er óhætt að hafa þau orð um Jón. Hann
var þeim kostum búinn, að í hvaða landi og á hverjum tíma
sem hann hefði komið við stjórnmál, hefði hann hlotið að skara
fram úr. Þó að játað sé, að ekki liafi verið eins vonlaust að
gerast leiðtogi Islendinga og koma einhverju áleiðis um hans
daga og löngum áður og talsvert hafi verið búið í hendur hon-
um með baráttu og hugsjónum undanfarinna kgnslóða, var
sannarlega ekki miklu undir hann hlaðið. Hann var ekki annað
en embættislaus fræðimaður að atvinnu, þegar hann hófst
handa, og jafnan síðan, átti hvorld bakhjall auðs né ættarfglgis,
tók við forgstu smáþjóðar, sem var hnípin og illa leikin, sífellt
þurfti að tala kjark í, lwetja og brgna. Einmilt með hinum
smæstu þjóðum er afburðamönnum að })ví skapi torvelt að njóta
sín sem það virðist auðvelt að vaða þar uppi fgrir miðlungs-
menn.
Látum oss viðurkenna hvort tveggja, að Jón Iiafi verið uppi
á réttum tíma og rétti maðurinn á þeim tíma. Eitt er víst að
þar eignuðust Islendingar MANN SEM LÁNAÐIST, — varð
bæði gæfumaður sjálfur og gæfa þjóð sinni. Vér getum ekki
skilið, hvers virði þetta var fgrir hugsunarhátt þeirra og viðhorf,
ef aðeins er horft á samtíð hans og sgnileg afrek. Til þess verður
að liafa alla sögu Islands í hálfa sjöundu öld í huga. Það er
varla ofmælt, að allt frá því, er Jón Loftsson í Odda leið, hafi
engum íslenzkum þjóðskörungi orðið svipaðs gengis auðið.
Þetta mætti rekja öld eftir öld og með þvi að telja hina nafn-
kunnustu menn, hvern af öðrum. Alls staðar ber skugga Islands
óhamingju á ævi þeirra, sem máttu þgkja kjörnastir forvígis-
menn. Sumir þekktu ekki vitjunartíma sinn, misskildu köllun
sína og hlutverk. Sumir lutu í lægra haldi fgrir ofurefli, að-
stæðum og lífskjörum, voru beggðir eða brotnir. Sumum var
svipt burt af dutlungum örlaganna, áður en þeir voru full-
þroskaðir eða fullregndir. En Jón fékk að lifa, þroskast, starfa,
beita sér af alefli vinna ótvíræða sigra. Engir örðugleikar bug-
uðu kjark hans, liann örvænti aldrei, smækkaði lworki sjálfur
né slakaði á kröfum sínum til þjóðarinnar og fgrir þjóðina,
þótt hann kæmi ekki öllu fram. Hann skildi löndum sínum
eftir ófölskvaðar framtíðarhugsjónir, þar sem liina raunveru-
legu framsókn þraut. Það var orðið annað og meira að vera
Kristján A. Kristj ánsson:
Háliðlegl augnablik
Það var árla morguns hinn 18. júní 1911. Við Súgfirðingar
vorum á tveim bátum á heimleið frá 100 ára afmælishátíð Jóns
Sigurðssonar á Rafnsegri við Arnarfjörð. Við höfðum lifað einn
glóandi góðviðrisdag til enda. Við lwfðum hlustað á söng og
ræðuhöld, horft á íþróttir, mannagrúa, hestahópa og bátafjölda,
etið, drukkið og verið glaðir með glöðu fólki og efnir megni
hjálpað til að trampa grassvörðinn af túninu, svo það hefir víst
ekki sprottið neitt sérstaklega vel það sumarið.
Og svo höfðum við lagt af stað um það legti sem hafgolan
lagðist til lwíldar og skildi við fjörðinn, blikandi eins og „bráð-
ið stál“, við bjarma hnígandi sólar í faðmi íslenzkrar vornætur.
Flestir höfðu lagt sig til svefns, skömmu eftir að af stað var
farið, og á þiljum voru ekki aðrir en stgrimenn og vélstjórar.
Eg vissi ekki lwe lengi'ég hafði sofið, er ég vaknaði, án þess
ég vissi af hverju. Eg reis á fætur og gekk upp á þiljur. ■— Við
vorum þá nádega út af miðjum Dgrafirði. Eg renndi augum
fram um stafn, inn gfir land og vestur gfir fjöllin og aftur um
skut, gekk síðan niður aftur og lagðist til svefns. Þetta var bara
örstutt stund, en það er eitt hið hátíðlegasta augnablik, sem
ég hefi lifað.
Eg get vitanlega ekki Igst með orðum sólaruppkomu úti
fgrir Vestfjörðum á glófögrum vormorgni. Eg get ekki gert gð-
ur Ijós litbrigðin á austurloftinu alsettu háttsvífandi dúnléttum
smáskgjum, heldur ekki hátíðleik vesturf jallanna, sem rjóð í
kinnum og með útbreiddum örmum meðtóku glþrungna kossa
hinnar „rósfingruðu morgunggðju ‘ eða Ijósleita bjarmann,
sem vegna útrænunnar verpur á gáraðan liafflötinn um það legti
sem Skinfaxi dregur hina gullnu kerru dagsins upp og fram um
Ijósbládjúpan loftsins veg. Og þarna stóð Barðinn með hngkla
í brúnum og lirukkur í kinnum, hánef jaður, með skuggadimma
öldungs ásjónu. En bátarnir okkar, báðir hvítir, með öllum segl-
um uppi, svífandi lwor í annars kjölfar. — Þeir líktust liægt
fljúgandi svönum — frjálsir á svifi og léttir í öllum hregfing-
um. - En nei, ég get ekki Igst slíkum júnímorgni sem þessum.
Það getur enginn, hvorki með orðum, litum eða Ijóðum. Sú
dgrð verður einungis skilin augliti til auglitis — og hún varir
lengur en bura augnablikið. Sálin varðveitir áhrifin — það veit
ég af eigin regiul, því með sannindum get ég sagt það að í þau
ellefu og hálft ár sem liðin eru síðan hefi ég ekki svo augum
litið einn einasta fagran vormorgun um sólarupprás, að ekki
hafi mér komið í hug þessi stutta slund þarna út af Dgrafirði
árið 1911.
Og við umhugsun þessarar dgrmætu minningar, hefi ég
stundum pskað þess ,að þessi Ijómandi árdagsröðull mætti
lxafa verið liinn fgrsli er skein gfir vöggu einhvers þess svein-
barns á Vestf jörðum, sem grði eins innilega elskað og dáð af
íslenzkri þjóð árið 2011 og Jón Sigurðsson sgnilega var árið
1911. Sá morgun þætti mér slíkum sveini samboðinn.
Skrifað í desember 1922.
tllllllllllllll'lllllilllllllllllllUlllllllllllllllllllllKllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Islendingur, þegar Iiann hafði runnið skeið sitt ii enda, en það
var, þegar hann kom til sögunnar..
Ofanskráð er stuttur kafli úr hinni snjöllu ræðu sem prófessor
Sigurður Nortlal flutti á lýðveldishátíðinni að Rafnseyri 17. júní
1944.