Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Fundið erað því aðíslenska
stjórnarskráin
sé ekki nægj-
anlega skýr um
ýmis efni. Samt
er það svo að margorð
stjórnarskrá er ekki endi-
lega trygging fyrir traustu
stjórnarfari. Alþekkt að
hvergi voru lýðréttindin
betur tryggð á pappírnum
en samkvæmt þeirri
stjórnarskrá sem gilti í
gamla Sovétinu og vel má
vera að stjórnarskráin í
Norður-Kóreu og á Kúbu
séu greinargóðar og í
fögru snitti. En það hefur
ekki haft neitt með vel-
sæld almennings að gera í
þeim löndum né frelsi hans
til orðs og æðis. Það þarf
nefnilega meira til. Þeir
sem með völdin fara þurfa
að hafa það efst á for-
gangslistanum að virða
stjórnarskrá landsins,
vafninga- og útúrsnún-
ingalaust, og auðvitað
fyrst þeir sem hafa unnið
eið að stjórnarskránni í
þjóðar viðurvist. Og ef út
af er brugðið þyrftu að
vera til úrræði. Eins og nú
stendur eru engin raun-
veruleg úrræði fyrir
hendi, og síst þar sem
ábyrgðin er þó hvað
þyngst. Á Íslandi er eng-
inn stjórnskipunardóm-
stóll og Hæstiréttur lands-
ins hefur engin tök á að
veita snögga úrlausn erf-
iðra álitamála. Slík úrræði
hefur til að mynda Hæsti-
réttur Bandaríkjanna, sem
getur með undraskjótum
hætti komið veigamiklum
stjórnskipunarlegum
álitaefnum á hreint, ef þau
snerta túlkun á stjórnar-
skrá landsins.
Vafalítið er að forseta
Íslands ber að afgreiða án
ástæðulausrar tafar ósk
ráðherra um staðfestingu
lagafrumvarps. Það skýr-
ist af þeim réttaráhrifum
sem fylgja áritun forset-
ans, hvort sem hún er já-
kvæð eða neikvæð. Rétt-
aráhrifin eru hin sömu í
bráð hvort sem við stað-
festingarbeiðni er orðið
eða henni er hafnað. Það
að þannig sé í pottinn búið
sýnir að alls ekki er til
þess ætlast af
stjórnarskrár-
gjafanum að af-
staða forsetans
trufli framgang
frumvarpsins,
nema í þeim til-
vikum sem þjóðin myndi
ekki ógilda synjun hans.
Það leiðir ótvírætt til
þeirrar niðurstöðu að hon-
um beri að bregðast við
beiðni ráðherra án
ástæðulausrar tafar. Gild
töf gæti verið fáeinir
klukkutímar eða hugs-
anlega sólarhringur sem
forseti hefði til að undir-
búa bókun sem fylgdi af-
stöðu hans.
Nú vill raunar þannig til
í því máli sem nú er uppi
að synji forsetinn staðfest-
ingu þess breytast réttar-
áhrifin í raun, einnig til
skamms tíma. Það er
vegna þess að lögin fela í
sér heimild en ekki skyldu
fyrir fjármálaráðherra til
að skrifa undir ábyrgðar-
yfirlýsingu á óþekktri
upphæð skulda. Fráleitt er
að ætla að ráðherra, sem
vissi að slík lög yrðu borin
undir þjóðina, myndi í
millitíðinni skrifa undir
ríkisábyrgð samkvæmt
heimildinni. Slíkt myndi
flokkast undir stórfellt
ábyrgðarleysi, ef ekki al-
varlegt brot í starfi.
Sérstaða þessa máls
breytir þó engu um þá
ályktun sem að framan er
dregin af þeirri staðreynd
að sömu réttaráhrif eru af
samþykktum og synjuðum
lögum til skemmri tíma.
Forsetanum ber að stað-
festa þau án ástæðulausr-
ar tafar. Sú staðreynd að
óhægt er um vik að beita
forsetann viðurlögum, þótt
hegðun hans stangist á við
stjórnarskrá landsins, ætti
heldur ekki að breyta
neinu fyrir hann. Það get-
ur ekki verið næg réttlæt-
ing fyrir forsetann til að
brjóta sjálfa stjórnar-
skrána að hann muni
sennilega komast upp með
það. Þjóðin ætlast auðvit-
að til þess að þeir einir
gegni forsetaembættinu
sem gangi um helgasta
lagabókstaf hennar í senn
af gætni, hófsemd og virð-
ingu.
Nauðsynlegt er að
forðast ábyrgðar-
lausa túlkun á
stjórnarskrá lands-
ins}
Hvenær brýtur maður
stjórnarskrá …?
Þ
að hefur verið ýkja athyglisvert að
fylgjast með Icesave-málinu öllu,
undirskriftasöfnunum því tengdu
og biðinni löngu eftir ákvörðun
forseta um undirritun laga um
ríkisábyrgð eður ei. Sumu mætti jafnvel
draga nokkurn lærdóm af. Sjaldan hefur þörf
þjóðarinnar fyrir að skipa sér í fylkingar ver-
ið jafn skýr en á sama tíma hefur aldrei verið
jafn æpandi hversu skaðlegt það er fyrir
hana sjálfa.
Mér virðist á bloggsíðum og fésbókar-
færslum fólk skiptast mjög einarðlega í af-
stöðu sinni til Icasave-málsins hvort sem
þeir hallast til vinstri eða hægri í pólítík.
Annað hvort vilja menn samþykkt Icesave-
frumvarpsins og undirritun forsetans sem allra fyrst eða
þá að þeir eru frumvarpinu heilshugar andsnúnir. Og
flestir eru ákaflega ástríðufullir í afstöðu sinni, hverjar
svo sem röksemdirnar eru sem liggja þar að baki.
Röksemdirnar vega raunar misþungt – menn nefna að
þeir vilji betri samninga, eða finnst einfaldlega ekki
koma til greina að borga, á meðan aðrir sjá ekki skárra
samkomulag í farvatninu og vilja fá málið út af borðinu
svo hægt sé að snúa sér að öðrum brýnum verkefnum.
Allar eru þessar röksemdir góðar og gildar.
Sú tilfinning hefur hins vegar farið vaxandi að menn
freisti þess að fella málið í þeim tilgangi helstum að
koma vinstri stjórninni frá á meðan aðrir vilja allt til
þess vinna að það verði samþykkt svo að vinstri stjórnin
lifi. Virðist þá skipta litlu um afleiðingar
málsins fyrir þjóðina í framhaldinu. Slík af-
staða getur varla verið til heilla.
Menn hafa nú beðið í tæpa viku eftir
ákvörðun forseta Íslands um hvort hann und-
irriti Icesave-lögin eða ekki. Hann mun
væntanlega kunngera niðurstöðu sína á
blaðamannafundi sem hann hefur boðað til í
dag. Þar verður forvitnilegt að sjá hvaða
vægi undirskriftalistar Indefence hópsins
gegn undirritun laganna fá í ákvörðun hans.
Listarnir hafa að geyma yfir 60 þúsund nöfn
og kennitölur sem bárust í gegnum netið en
engin leið er að fullreyna hvort eigandi við-
komandi nafns og kennitölu hafi í raun sjálf-
ur látið það í té. Í fjölmiðlum hefur stigið
fram fólk sem finnur nafn sitt á listanum en kannast ekki
við að hafa látið það þangað sjálft og fréttir hafa borist af
fjölda undirskrifta að næturlagi og öðrum ólíklegum tím-
um, s.s. meðan á áramótaskaupinu stóð. Þannig hafa
kenningar um kerfisbundna innritun nafna og kennitala
náð að blómstra í netheimum.
Ég ætla ekki að dæma um hvort nokkur stoð sé í þeim
kenningum. Hins vegar virðist full þörf á að endurbæta
aðferðafræðina að baki slíkum undirskriftarsöfnunum,
eigi stjórnvald á borð við forseta að geta treyst því að
þær séu fyllilega marktækur vitnisburður um þjóðar-
vilja. Leiki minnsti efi á að svo sé getur forsetinn ekki
skýlt sér á bak við nokkuð annað en eigin skynsemi og
skoðanir við ákvarðanatöku sem þessa. ben@mbl.is
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir
Pistill
Ákvörðunin er forsetans
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sparnaður vegna lyfja
um 1,6 milljarðar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
S
amkvæmt fjárlögum 2009
bar heilbrigðisráðuneyt-
inu að lækka lyfjakostnað
sjúkratrygginga. 1. mars
sl. var m.a. gerð sú breyt-
ing á greiðsluþátttöku Sjúkratrygg-
inga Íslands í tveimur flokkum
maga- og blóðfitulækkandi lyfja að
henni var beint að ódýrustu lyfjunum
en greiðsluþátttöku vegna dýrustu
lyfjanna var takmörkuð við lyfja-
skírteini, sem eru ekki gefin út nema
fyrir liggi rökstudd umsókn læknis.
Einar Magnússon, lyfjamálastjóri
hjá heilbrigðisráðuneytinu, segir að
lækkun lyfjaútgjalda Sjúkratrygg-
inga vegna þessara breytinga hafi
numið um 410 milljónum króna
vegna magalyfja (prótónpumpu-
hemla, PPI-lyfja) og um 270 milljóna
kr. vegna blóðfitulækkandi lyfja frá
mars til nóvember 2009.
Gengið dregur úr sparnaði
1. október sl. var svipuð breyting
gerð á greiðsluþátttöku ákveðinna
flokka blóðþrýstingslyfja. Gert var
ráð fyrir að lækkunin yrði um 50
milljónir út árið en hún var um 45
milljónir fyrstu tvo mánuðina.
Þriðja breytingin var gerð 1. nóv-
ember og þá vegna lyfja sem hafa
áhrif á beinbyggingu og beinmynd-
un, en reiknað var með að breytingin
myndi leiða til um 14 milljóna kr.
lækkunar á lyfjaútgjöldum til árs-
loka. Vegna tilkomu samheitalyfja í
apríl og júní og breytinga á greiðslu-
þátttökunni lækkaði lyfjakostnaður-
inn um 28 milljónir frá apríl til nóv-
ember.
Lyfjagreiðslunefnd endurskoðaði
lyfjaverð 1. júlí, 1. ágúst og 1. sept-
ember og leiddi endurskoðunin til
um 200 milljóna kr. lækkunar lyfja-
útgjalda Sjúkratrygginga. Breyting
var gerð á smásöluálagningu lyfja 1.
janúar 2009 og var áætlað að breyt-
ingin lækkaði lyfjakostnaðinn um
210 milljónir (um 150 milljónir hjá
Sjúkratryggingum og um 60 millj-
ónir hjá sjúklingum).
Einar bendir á að frá mars fram í
október 2008 hafi meðalgengi evru
verið 116 krónur en 168 krónur frá
mars til október 2009. Veiking krón-
unnar hafi því dregið töluvert úr
sparnaðinum.
Áfram sparað
Gert er ráð fyrir að sparnaðurinn
verði svipaður í ár og á nýliðnu ári,
en á móti komi kostnaðarhækkun
vegna nýrra lyfja, meðhöndlunar
fleiri sjúklinga og gengisbreytinga.
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga
vegna tiltekinna öndunarfæralyfja
breyttist 1. janúar sl. og er áætlað að
sparnaðurinn verði 200 til 300 millj-
ónir kr. á árinu. Um 28 þúsund
manns fengu innúðalyf á liðnu ári.
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna
þessa nam um 840 milljónum kr.
2008 og um einum milljarði 2009.
Sjúkratryggingarnar miða endur-
greiðslur við ódýrustu dagskammta
astma- og ofnæmislyfja í samræmi
við fyrrnefndar breytingar á nýliðnu
ári. Hagkvæmustu pakkningarnar
eru metnar út frá verði á ráðlögðum
dagskammti í pakkningu og pakkn-
ingar, sem innihalda dagskammta
sem víkja ekki meira en 290% frá
ódýrasta dagskammti, eru niður-
greiddar sem fyrr.
Morgunblaðið/Friðrik
Afsláttarkort 1. janúar sl. byrjuðu Sjúkratryggingar Íslands að gefa út raf-
ræna útgáfu á afsláttarkortum og greiðsluskjölum til einstaklinga.
Lyfjakostnaður sjúkratrygginga
lækkaði um 1,6 milljarða á ný-
liðnu ári vegna aðgerða sem
gripið var til í heilbrigðisráðu-
neytinu og fylgt eftir undir stjórn
þriggja ráðherra árið 2009.
LYFJAKOSTNAÐUR Sjúkra-
trygginga Íslands nam um 9,3
milljörðum 2008 og gert er ráð
fyrir að hann hafi verið um 10
milljarðar á nýliðnu ári eða um
tvöfalt meiri en árið 2002, en þá
var hann liðlega 5,4 milljarðar.
Sjúkratryggingar endurgreiddu
atvinnulausu fólki um 16,7 millj-
ónir króna vegna lyfjakaupa frá
mars til nóvember 2009. Lyfja-
kostnaður vegna barna jókst um
130 milljónir kr. á sama tíma,
fyrst og fremst vegna gengisfalls
krónunnar, en frá og með 1. mars
á liðnu ári greiða börn undir 18
ára aldri og atvinnulausir sama
gjald fyrir lyf sín og lífeyrisþegar.
Gróflega skiptast lyf í fjóra
flokka eftir greiðsluskiptingu
milli sjúkratrygginga og sjúk-
linga. Greiðsla sjúkratrygginga
reiknast út frá viðmiðunarverði
lyfsins, lægsta verði sambærilegs
lyfs.
KOSTAR 10
MILLJARÐA
››