Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Árið 2009 var Þingeyingum um margt hag- stætt. Dilkar voru vænir, kýr mjólkuðu vel og það var gróska í hestamennsku sem er vaxandi búgrein. Nautakjötsframleiðsla er í sókn og Þingeyingar framleiddu hlutfallslega mest allra af úrvalsmjólk. Þá blómstraði ferðaþjón- usta á sveitabæjum og enn er verið að auka umsvifin því í Aðaldal verður hægt að kaupa gistingu á nær tíu bæjum næsta sumar.    Umhverfisverðlaun voru nýlega til umfjöll- unar hjá framkvæmda- og þjónustunefnd sveitarfélagsins Norðurþings og var þar sam- þykkt að bærinn Reykjavellir í Reykjahverfi fengi viðurkenningu fyrir snyrtimennsku. Þetta hefur mælst vel fyrir en segja má að þetta sé mjög góð hvatning til þeirra sem ganga alltaf vel um og eru öðrum til góðrar eft- irbreytni. Umgengni á sveitabæjum í sýslunni hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og til þess að svo haldi áfram er nauð- synlegt að hvetja menn til dáða í þeim efnum.    Íbúafjöldi í Þingeyjarsveit fer heldur niður á við, en í sveitarfélaginu fækkaði um fjóra mið- að við 1. desember 2009 og eru íbúarnir nú 941 í stað 945 árið 2008. Í byggðakjarnanum á Laugum í Reykjadal fækkaði nokkuð og í Reykjahlíðarþorpi í Mývatnssveit varð einnig fækkun. Íbúaþróunin á sveitabæjunum er ekki upp á við, enda fáir að hefja búskap í því ár- ferði sem nú er. Bændafólk í héraðinu ræðir þessa stöðu, en ljóst er að meðalaldur þeirra sem stunda hefðbundinn búskap fer mjög hækkandi.    Samgöngur skipta alla máli en viðhald vega er undir niðurskurðarhnífnum við misjafnar und- irtektir. Þá stendur til að fækka áætl- unarferðum til Akureyrar um 36% árið 2010 og mun sú skerðing koma verst niður á ferða- fólki, námsmönnum og eldri borgurum. Búið er að skora á viðkomandi yfirvöld að taka þessa ákvörðun til baka en ólíklegt er að þess- um fyrirætlunum verði breytt.    Skólamál í Þingeyjarsveit verða væntanlega í brennidepli í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna sem fram fara í vor, en vart er að bú- ast við því að hægt sé að reka þrjá grunnskóla eftir þá fólksfækkun sem orðin er í héraðinu. Lítið er talað um nýjar sameiningar og enn er Tjörneshreppur einn á báti. Sameining sveit- arfélaganna var að mörg leyti erfið fæðing og ekki allir á einu máli um hverju hún hefur skil- að.    Veturinn hefur verið kaldur undanfarið og það marrar í hurðum útihúsa sem sumar hverjar hafa hélað vel að innan í frostakaflanum. Fugl- ar eru fáir á ferli og það hefur verið kuldalegt krunkið í hrafninum. Engin hlýindaspá í þeim hljóðum enda langt til vors. Þingeyingar þekkja vel kalda vetrardaga og mörgum líkar vel að hafa snjó og frost. Bóndi í Aðaldal orðaði þetta svo: Velkominn sértu, vetur kær, vald þitt nú máttu kynna. Á mig ei framar ótta slær ágengni rosa þinna. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Líflegt Jón Helgi Jóhannsson og Unnur S. Káradóttir með tvo nautkálfa sem fæddust um jólin. LAXAMÝRI Atli Vigfússon fréttaritari Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Fullt var út úr dyr- um á áramótatónleikum Tónlistar- félags Reykjanesbæjar, Álfar og tröll, en flytjendur voru allt lista- menn á Suðurnesjum. Fluttar voru sögur og söngvar um jól og áramót af sönghópnum Orfeus og hljómsveit- inni Talentunum í útsetningum Arn- órs Vilbergssonar kantórs. Handrit unnu hjónin Bylgja Dís Gunn- arsdóttir og Henning Emil Magn- ússon. Áramótatónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar eru orðnir fastur liður í menningardagskrá bæj- arfélagsins. Sú nýjung varð þó í ár að flytjendur, höfundar og stjórnendur voru allt bæjarbúar og nær- sveitamenn. Bylgja Dís Gunn- arsdóttir sópransöngkona og stofn- andi sönghópsins Orfeusar hafði í félagi við eiginmann sinn, Henning Emil Magnússon, sett saman ára- mótadagskrá byggða á þekktum heimildum, svo sem Þjóðsögum Jóns Árnasonar, jólavísum Jóhannesar úr Kötlum og þjóðlegum fróðleik þjóð- háttafræðinganna Árna Björnssonar og Ólínu Þorvarðardóttur. Þau komu að máli við hljómsveitina Talent- urnar, sem skipuð er hljóðfæraleik- urum úr Kór Keflavíkurkirkju, og stjórnandi kórsins, Arnór Vilbergs- son, útsetti þekktar þjóðvísur, jóla- og áramótavísur. Úr urðu skemmti- legir og líflegir tónleikar með sögum og söngvum í bland. Tónleikarnir verða endurteknir í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 6. janúar kl. 20.00. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kötturinn Jólaköttur Jóhannesar úr Kötlum var flottur í meðförum Orefeusar og Talentanna. Hér hafa söngkon- urnar Dagný Jónsdóttir og Birna Rúnarsdóttir brugðið sér í hlutverk kattarins. Álfar og tröll á áramótatónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar Heimamenn sáu um flutning í ár og fullt var út úr dyrum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjölhæfar Talenturnar eru jafnvígar á söng og hljóðfæraleik. Hér sjást Hanna Björg Konráðsdóttir, Bjarni Benediktsson og Kristján Jóhannsson. DANÍEL Þorsteinsson tónlistar- maður býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit. Haustið 2006 réðst hann til starfa sem organisti og stjórnandi kirkjukórs Laugalandsprestakalls og hefur fjögur undanfarin haust samið nýjan jólasálm fyrir kórinn. Daníel byrjaði mjög ungur að skrifa niður það sem flaug gegn- um hugann þegar hann settist við hljóðfærið. „En þegar samstarf mitt og kirkjukórs Laugalands- prestakalls hófst árið 2006 og ég skynjaði hvað þetta var góður og öflugur kór með hreinan hljóm ákvað ég að semja þessi jólalög.“ Daníel segist ekki líta á sig sem tónskáld og hann sitji ekki dag- langt við tónsmíðar þó hann geti samið brúkstónlist eins og hann orðar það svo hæversklega. „Ég vinn mikið við að útsetja bæði fyrir kóra, einsöngvara og hljóðfæri og það tekur sinn tíma. En þegar ég er að semja þessi lög þá byrja ég á því að finna fallegt kvæði eða ljóð og læt það tala til mín, reyni að finna músíkina í því. Mjög oft kviknar laglínan út frá ljóðinu.“ Daníel segist ekki líta svo á að hann sé að semja fyrir eilífðina. „Ef fólk vill nota þetta núna, sem ég er að gera eins og kirkjukórinn til dæmis og líkar tónlistin vel þá er það fullkomlega nóg. Að fá svo að flytja þetta annað hvort á að- ventukvöldum eða um jól, það eru forréttindi.“ Aðspurður hvort hann ætli að halda þessu áfram segir Daníel að hann sé algjörlega orðinn háður þessu og hann hlakki til að takast á við það á hverju hausti. Við orgelið Daníel Þorsteinsson leik- ur á orgel Grundarkirkju við aftan- söng síðastliðið aðfangadagskvöld. Nýr jólasálmur fyrir hver jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.