Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Önnur jólateiknimyndin íár, Prinsessan og frosk-urinn, er klassískt amer-ískt ævintýri með söng-
leikjaívafi sem gerist í New
Orleans á hinum rómaða þriðja
áratugi síðustu aldar (e. Jazz Age).
Prins frá fjarlægu landi er hneppt-
ur í álög og breytt í frosk af illum
vúdú-bragðaref. Froskaprinsinn
hittir stúlku og fær hana til að
kyssa sig í von um að hann geti
losnað úr viðjunum en þar sem
stúlkan er ekki sönn prinsessa,
heldur þerna, breytist hún einnig í
frosk. Saman halda þau á inn á
fenjasvæðið á vit góðrar vúdú-
seiðkonu í leit að lausn en á leið-
inni kynnast þau djössuðum krókó-
díl sem spilar á trompet og afar
rómantískri eldflugu.
Myndin er fyrsta klassíska Disn-
ey-myndin sem gerð er í gam-
aldags tvívíðri teiknimyndagrafík
síðan árið 2004. Persónur eru
handteiknaðar en tölvugrafík er
notuð til að auka á sjónræn áhrif
og við mótun bakgrunns. Myndin
er í anda Broadway-söngleikja og
vinsælla teiknimynda kvikmynda-
versins frá síðasta hluta tutt-
ugustu aldar en leikstjórarnir
komu að gerð mynda á borð við
Litlu hafmeyjuna, Aladdín og
Herkúles. Sjónræna hliðin er vel
útfærð með litadýrð og listilega út-
settum dans- og söngatriðum.
Fortíðarþráin er ánægjuleg og
hrífandi hvað sjónræna þáttinn
varðar en skýtur skökku við og
stuðar ögn er við kemur sögu-
þræði. Söguþráðurinn er þéttur og
persónur hafa dýpt en hugmynda-
fræðin er hugsanlega einum of
gamaldags og á henni svolítið of
timbraður feðraveldisbragur. Á
svið stíga til dæmis svartar þern-
ur, ríkur hvítur faðir, fordekruð
hvít prinsessa, öskubuska sem þarf
á froskaprinsi að halda til að láta
drauma sína rætast og svo skákar
svört náttúrumamman, sem vísar
hetjunum í átt að hamingju óháðri
framakapphlaupi stórborgarinnar,
fégráðugum og illgjörnum hvítum
vúdú-bragðaref. Sagan á vissulega
að gerast á fyrri hluta síðustu ald-
ar en það getur reynst nútíma-
áhorfendum örðugt að samsama
sig svo úreltum ímyndum og þær
senda ef til vill ekki rétt skilaboð
til yngstu kynslóðarinnar sem er
markhópur myndarinnar.
Hvað sem því líður er myndin
litríkt, seiðandi ævintýri, listilega
vel gerð og í heildina séð ágætis
afþreying. Hún er einnig eftirtekt-
arverð fyrir þær sakir að ösku-
busku-prinsessan er svört í fyrsta
sinn í sögu Disney-teiknimynda en
myndin trompar seint klassískustu
verk kvikmyndaversins.
Súrsæt fortíðarþrá
Sambíóin
Prinsessan og froskurinn
bbbnn
Leikstjórn og handrit: Ron Clements og
John Musker. Leikraddir: Anika Noni
Rose, Bruno Campos, Keith David, John
Goodman, Oprah Winfrey o.fl. Íslenskar
leikraddir: Selma Björnsdóttir, Rúnar
Freyr Gíslason, Magnús Jónsson, Laddi,
Egill Ólafsson. 97 mín. Bandaríkin, Walt
Disney, 2009.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Prinsessan „[...] myndin er litríkt, seiðandi ævintýri, listilega vel gerð og í heildina séð ágætis afþreying.“
Frásögnin er lauslega byggð á skáldsögunni Froskaprinsinn eftir E. D.
Baker en samnefnt ævintýri Grimms-bræðra var að sama skapi kveikjan
að henni. Endurómað frásagnarminnið segir af dekraðri prinsessu er
vingast við frosk sem þar með breytist í draumaprins. Þetta minni er orð-
ið goðsagnakennt í hinum vestræna heimi og jafnvel mundað í daglegu
tali. Það hefur þó breyst með tímanum. Upprunalega, í ævintýri Grimms-
bræðra, er álögunum aflétt þegar prinsessan fleygir frosknum frá sér í
viðbjóðs-ofboði og hann skellur utan í vegg. Í öðrum eldri frásögnum
nægði það frosknum að hvíla næturlangt á kodda prinsessunnar en í
seinni tíð ummyndast hann iðulega þegar prinsessan smellir á hann
kossi.
Froskaprinsar
Mubla er titillinn á fyrstuplötu Kristínar Bergs-dóttur, ungrar söng-konu sem hefur getið
sér gott orð sem tónlistarmaður
upp á síðkastið. Hún útskrifaðist frá
tónlistarskóla
FÍH sl. vor og
hefur að und-
anförnu numið
tónsmíðar við
Listháskóla Ís-
lands. Öll lög
plötunnar eru
eftir Kristínu sjálfa, en að hennar
eigin sögn voru þau samin á löngu
tímabili og því mörg hver ólík inn-
byrðis. Sungið er á íslensku og
ensku á víxl og er jafnharðan farið
úr frambærilegu R&B grúvi á borð
við innganginn og „Green Light“ yf-
ir í hefðbundnari rómantískar ball-
öður eins og „Með þér“ og „Incon-
venient Love“.
Hljómsveitin á plötunni er skipuð
framvarðasveit ungra hljóðfæraleik-
ara á landinu og er flutningur allur
því mjög góður. Brass og strengir
koma víða við og er greinilegt að
mikið hefur verið lagt í útsetningar.
Rödd Kristínar er björt, þokkafull
og blátt áfram. Enga skopstælingu
er að heyra, sem verður að teljast
mikill kostur, og er yfirleitt sungið
af sannfæringu, þó að óöryggis virð-
ist stundum gæta í hendingamótun.
Fáein lög plötunnar smita hrein-
lega út frá sér þeirri gleði sem býr
bæði í formi og flutningi, t.a.m. „Þú
og ég“ og „Hali“. Bera þau e.t.v.
vitni um nýfundinn áhuga söngkon-
unnar á brasilískri tropikalíutónlist,
eins og fram hefur komið í nýlegum
blaðagreinum. Önnur lög eins og
t.d. No more“ eru öllu formfrjálsari
og óhefðbundnari, einskonar end-
urspeglun af ringulreiðinni í text-
anum, en þar á þráðurinn til að tap-
ast.
Þessi fyrsta plata Kristínar er
nokkurskonar uppgjör við fyrri tón-
listarsköpun í bland við þá nýju, og
þótt óheildstæð sé er platan sem
slík ágæt vísbending um hvers
megnug Kristín er sem söngvari,
laga- og textasmiður. Stefnir nú
eðlilega upp á við og verður sann-
arlega forvitnilegt að heyra í fram-
tíðarverkefnum tónlistarmannsins
frambærilega.
Geisladiskur
Kristín – Mublabbmnn
ALEXANDRA KJELD
TÓNLIST
Mubla „Rödd Kristínar er björt,
þokkafull og blátt áfram.“
Hitt og þetta
GEORG Bjarnfreðarson gerir það að
verkum að hin stórmerkilega og mik-
ið auglýsta Avatar fékk ekki að vera
nema eina viku á toppi Bíólistans.
Kvikmyndin Bjarnfreðarson er nú
sína aðra viku mest sótta myndin í ís-
lenskum bíóhúsum. Ekki að undra,
Georg, Daníel og Ólafur Ragnar hafa
verið bestu vinir þjóðarinnar í gegn-
um þrjár sjónvarpsseríur og því vilja
margir sjá hvernig örlögum þeirra er
háttað eftir fangelsisvistina.
Avatar kemur önnur og Alvin og
íkornarnir 2 eru í þriðja sæti. Ný ís-
lensk mynd, Mamma GóGó, er í
fjórða sæti. Myndin þykir mjög góð
og fékk fjórar og hálfa stjörnu í dómi
hér í blaðinu í gær.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
!"
# $"
% &'
'" " ('
")
*
+
,
-
.
/
0
1
2
*3
Bjarnfreðarson og Mamma GóGó
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k.
Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00
Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00
Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas
Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00
Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00
Forsala er hafin
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00
Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Oliver! (Stóra sviðið)
Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 15:00
Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. Lau 6/2 kl. 15:00
Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00
Fim 14/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Tryggið ykkur sæti - miðarnir rjúka út!
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 9/1 kl. 15:00 Sun 10/1 kl. 15:00
Miðaverð aðeins 1500 kr.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Faust – forsalan hefst í dag kl. 10
Faust (Stóra svið)
Fös 15/1 kl. 20:00 frums Lau 23/1 kl. 20:00 aukas Fös 5/2 kl. 20:00 7.K
Lau 16/1 kl. 20:00 2.K Fim 28/1 kl. 20:00 4.K Fös 12/2 kl. 20:00 8.K
Mið 20/1 kl. 20:00 aukas Fös 29/1 kl. 20:00 5.K Fös 19/2 kl. 20:00 9.K
Fös 22/1 kl. 20:00 3.K Sun 31/1 kl. 21:00 6.K Lau 20/2 kl. 20:00 10.K
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Fös 8/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00
Lau 9/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00
Sun 17/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Sun 31/1 kl. 14:00
Sun 17/1 kl. 14:00 Lau 30/1 kl. 14:00 aukas
Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í janúar
Jesús litli (Litla svið)
Lau 9/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 síðasta
sýn
Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar.
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00
Fös 8/1 kl. 22:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 22:00
Lau 16/1 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Sun 31/1 kl. 20:00
Djúpið (Nýja svið)
Fös 8/1 kl. 21:00 Aukas
Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
Bláa gullið (Litla svið)
Sun 17/1 kl. 14:00 aukas Sun 24/1 kl. 14:00 aukas
Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið.