Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-- *.),.- ))/,0- *+,.10 *),-12 )3,+0) )*.,// ),2+33 )1-,)2 )31,2+  456  4 +" 7 8 5 *.). )*+,/- *.),-+ ))1 *+,)00 *),0-3 )3,-)* )*),** ),2-)0 )1-,3) )31,/+ *2*,3+0+ %  9: )*-,)- *.*,.2 ))1,2- *+,*20 *),3*) )3,-02 )*),-0 ),2--- )10,*1 )/.,2+ Heitast 0 °C | Kaldast 12 °C Léttskýjað að mestu, frost 0 til 12 stig, mild- ast við sjóinn. Víða hægt og bjart veður í dag og herðir frost. Heimildarmyndin Árásin á Goðafoss er með þeim „bestu og minnisstæðustu“, segir Sæbjörn Valdi- marsson. »33 SJÓNVARP» Glæstur Goðafoss TÓNLIST» Söngkonan Lhasa er lát- in, 38 ára að aldri. »31 Bergþóra Jónsdóttir veltir fyrir sér hlut- verki tónlistarhúss- ins við Austurhöfn sem nýverið fékk nafnið Harpa. »30 TÓNLIST» Hlutverk Hörpu KVIKMYNDIR» Prinsessan og froskurinn gagnrýnd. »29 TÓNLIST» Högni í Hjaltalín horfir fram á veginn. »28 Menning VEÐUR» 1. G - bletturinn finnst ekki 2. Icesave-samkomulag mikilvægt 3. Ólafur hitti Jóhönnu og Steingrím 4. „Mikill missir ef ég hefði farið“ Íslenska krónan veiktist um 0,10% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Skíðakappinn knái, Björgvin Björgvinsson, hefur verið valinn Íþróttamaður Dal- víkur árið 2009. Það telst til tíðinda í sambandi við val- ið, að þetta er tíunda árið í röð sem Björgvin hlýtur sæmdarheitið. Björgvin æfir íþrótt sína allt árið. Hann tekst á við mörg stór verkefni á hverju ári, svo sem Evrópubikar, Heimsbikar og nú stefnir hann á þátttöku í Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Vancouver í Kanada í febrúar á þessu ári. SKÍÐAÍÞRÓTTIN Björgvin valinn Íþróttamað- ur Dalvíkur tíunda árið í röð  Kvikmynda- tónskáldið Atli Örvarsson er bú- inn að koma sér vel fyrir í draumaverk- smiðjunni Holly- wood og sífellt hleypur á snærið hjá honum. Nýjasta verkefni hans fólst í að semja fyrir myndina The Fourth Kind sem skartar stórleik- konunni Millu Jovovich í aðalhlut- verki. Tónlistin er komin út á plötu, merkt Atla, og fær góða dreifingu um heim allan í gegnum amazon, iTunes og fleiri stórar tónlistar- verslanir. TÓNLIST Kvikmyndatónlist Atla Örv- arssonar út um allan heim  Sænska knatt- spyrnufélagið Kristianstad til- kynnti í gær að það hefði samið á ný við íslensku landsliðs- konurnar Mar- gréti Láru Við- arsdóttur, Guðnýju Björk Óðinsdóttur og Erlu Steinu Arnar- dóttur. Þær sömdu allar til tveggja ára við félagið, sem hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni í ár með frábærri frammistöðu í seinni umferðinni. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og samdi að nýju við félagið fyrir nokkrum vikum. KNATTSPYRNA Margrét Lára og félagar áfram í Kristianstad ÞEIR Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri For- lagsins og Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti- Veröld, eru báðir á því að jólavertíðin í bóksölu þetta árið hafi verið góð og jafnframt hafi árið heilt yfir ver- ið gott. Egill tiltekur sérstaklega að sala hafi verið dreifðari en oft áður, bækur margra höfunda hafi náð í gegn og selst vel. Pétur Már er á sama máli en salan hjá honum jókst frá því sem áður var. Pétur segir jafn- framt að hin svokallaða vertíð hafi færst framar, salan fari nú í gang í september og þá sé fólk að kaupa bækur fyrir sjálft sig fremur en til gjafa. Söluhæsti höfundur- inn þetta árið var Arnaldur Indriðason, en bók hans, Svörtuloft, seldist í á þriðja tug þúsunda eintaka. | 27 Bækur seldust vel fyrir jólin Morgunblaðið/RAX Ánægja Bóksala gekk vonum framar í ár. „Mér finnst það til skammar að ég sé ekki búinn að fá svör. Ég hef mikið hugsað um þetta Icesave og verð alltaf reiður þegar ég geri það,“ segir Rúnar Freyr Júlíusson, 10 ára Hafnfirðingur, spekings- legur á svip en hann hefur í þrí- gang ritað mótmælabréf í tölvu- pósti til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra en ekki fengið nein svör enn. Rúnar segist ætla að senda bréfið í fjórða sinn ef engin svör fást. Morgunblaðið fékk ekki svör frá aðstoðarmanni Jóhönnu í gær en aðstoðarmaður Steingríms sagði hann ætla að svara Rúnari Frey við fyrsta tækifæri, en ekki hefði tekist að svara fjölda bréfa sem fjármála- ráðherra hefði fengið persónulega á síðustu vikum. Spurður hvort margir vinir hans eða bekkjarfélagar séu að spá í Ice- save eða skuldir heimilanna segir Rúnar Freyr svo ekki vera. „Aðal- lega eru það ég og einn strákur í bekknum mínum sem erum að hugsa um þetta,“ segir hann. Hefur mótmælt áður Rúnar Freyr hefur áður staðið í mótmælum. Í félagi við vinkonu sína mótmæltu þau miklu rusli í Hafnarfirði og einnig umgengni allra jarðarbúa. Er þau voru í 3. bekk, þá 8 ára, gengu þau á milli fólks og verslana í miðbæ Hafnar- fjarðar með mótmælaspjöld. „Við fengum vaxlitina hennar mömmu til að teikna á spjöld og skrifuðum slagorð og teiknuðum myndir. Við töluðum við 46 manneskjur,“ segir Rúnar en meðal slagorða þeirra voru „Gefum öðru lífi séns“ og „Björgum náttúrunni“. bjb@mbl.is Rúnar Freyr, 10 ára Hafnfirðingur, hefur í þrígang sent ráðherrum bréf Verður reiður vegna Icesave Morgunblaðið/Heiddi Mótmælandi Rúnar Freyr Júlíusson hefur áður staðið í mótmælum og bjó þá ásamt vinkonu sinni til spjaldið í bakgrunni um að bjarga náttúrunni. Steingrímur J. ætlar að svara á næst- unni en ekkert heyrist frá Jóhönnu KARLALANDSLIÐIÐ í hand- knattleik kom saman til æfinga í gær og verður á fullri ferð út þennan mánuð. Eftir nákvæmlega tvær vikur, þriðjudaginn 19. jan- úar, mætir það Serbíu í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Austurríki. Af því tilefni mun Morgun- blaðið kynna einn leikmann liðs- ins á degi hverjum og fyrstur í röðinni er markvörðurinn Hreið- ar Levy Guðmundsson. | Íþróttir Tvær vikur í fyrsta leik Tölvubréf Rúnars Freys til for- sætis- og fjármálaráðherra: „Hjartanlega sæl, kæru Jóhanna og Steingrímur. Rúnar heiti ég og er aðeins 10 ára en hef nú samt góða og gilda ástæðu til að mót- mæla. Fyrsta spurningin sem ég rita hér í þetta bréf er þess eðlis að ég svara henni einnig hér. Hún er að sjálfsögðu: Af hverju hefur aðeins 10 ára drengur vilja til að mótmæla hart og sterkt og svarið er auðvitað að ég: 10 ára drengur skuli skulda margar milljónir. Já, milljónir!!!! bara út af ice-save. Ég spyr einnig af hverju ekki er búið að finna lausn til bjargar heimil- unum fyrst búið er að leita í heilt ár. Já! Við krakkar fylgjumst vel með. Hinir fullorðnu hafa þegar byrjað að mótmæla og þú getur sveiað þér upp á að barnamótmæli eru á döfinni. Ég býst við svari við þessum spurningum mínum á næstu vikum. Þetta er í þriðja skiptið sem ég sendi ykkur þetta og 3 mánuðir síðan ég sendi þetta fyrst. Kv., Rúnar Freyr Júlíusson.“ „Við krakkar fylgjumst vel með“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.