Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson og Guðna Einarsson „ÞAÐ sem hefur ekki verið mikið rætt í þessu samhengi er að forsetinn féllst að sjálfsögðu á að þessi lög yrðu lögð fram á Alþingi, vegna þess að stjórnarfrumvörp þurfa samþingi forseta áður en þau eru lögð fram. Forsetinn fékk lögin í hendur strax og þau komu fram í október og féllst á að þau yrðu lögð fram. Þau komu svo óbreytt út úr þinginu. Þannig að það auðvitað má segja að rík- isstjórnin, stjórnarflokkarnir, væru í þeirri trú að forsetinn væri sáttur við þetta lagfrumvarp,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, um stöðuna. – Þannig að forsetinn myndi ganga gegn þeirri trú með því að synja Icesave-lögunum? „Já, hann myndi gera það [...] Það skynja allir að menn bíða og enginn veit neitt.“ Spurður hvort synjun forsetans myndi ekki setja verkefnalista stjórnarinnar í uppnám segir Árni Þór þá stöðu mundu koma upp en „líka vænt- anlega hjá hvaða ríkisstjórn sem er“. „Þetta er ekki venjulegt innanríkismál heldur mál sem við eigum í samskiptum við önnur ríki um. Við erum ekki einráð um það hver viðbrögðin verða og hvaða staða kemur upp,“ segir Árni Þór. Aðspurð hvað tæki við ef forsetinn synjaði lög- unum staðfestingar kvaðst Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, ekki vilja tjá sig um það á þessari stundu. En skýrt er kveðið á um það í 26. grein stjórnarskrárinnar að lögin öðlast gildi þótt forsetinn synji þeim. Lögin eru svo í gildi þar til þjóðaratkvæðagreiðsla um þau fer fram og þarf meirihluta þjóðarinnar til að fella þau úr gildi. Fundaði með leiðtogum stjórnarinnar Ólafur Ragnar Grímsson átti í fyrradag fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á Bessastöðum. Fundirnir voru hvor í sínu lagi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en ekki hefur verið upplýst um efni fundanna. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa ekki verið boðaðir til slíkra funda. Þegar forseti Íslands staðfesti lög sem Alþingi samþykkti 28. ágúst sl. um ríkisábyrgð vegna láns Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu gaf hann út sér- staka yfirlýsingu sem dagsett var 2. september. Í yfirlýsingunni kvaðst forsetinn hafa ákveðið að staðfesta lögin með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Sem kunnugt er féllust Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvarana og því var þeim breytt í þá veru sem er í ríkisábyrgðarfrum- varpinu sem Alþingi samþykkti 30. desember sl. Í yfirlýsingunni benti forsetinn einnig á and- stöðu við málið meðal almennings, „eins og undir- skriftir um 10.000 Íslendinga, sem forseta hafa borist, eru meðal annars til vitnis um“. Þá sagði forsetinn að fyrirvararnir sem Alþingi samþykkti í ágúst sl. tækju „mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á kom- andi árum og alþjóðlegri samábyrgð“. Darling segir samþykki mikilvægt Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, telur það mjög mikilvægt, að íslensk stjórnvöld staðfesti samkomulagið við Breta og Hollendinga um Icesave-skuldbindingarnar, að því er Dow Jones-fréttastofan greindi frá. Darling sagði að það yki á erfiðleikana yrðu lög- in ekki staðfest. Hann sagði Breta hafa varið mörgum mánuðum á mjög árangursríkum fundum með íslenskum stjórnvöldum til að tryggja endur- greiðslu fjárins. Darling kvaðst gera sér grein fyr- ir því, að íslensk stjórnvöld hefðu mætt andbyr heima fyrir vegna lagasetningarinnar. Darling sagði að Íslendingar yrðu að gera sér ljóst að breska ríkisstjórnin hefði þurft að fást við afar erfitt mál þar eð breskir sparifjáreigendur hefðu átt inneignir á íslenskum bankareikningum. Hann sagði Breta fara fram á að fá bættan skað- ann og að endurgreiðslutíminn væri sanngjarn. Töldu samþykki forseta hafa legið fyrir í haust Þingmaður VG segir synjun forseta myndu koma á óvart Lögin tækju þá gildi Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Þrýstingur Félagar í Indefence-hópnum fylktu liði með neyðarblys til Bessastaða á laugardag til að skora á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Athöfnin vakti athygli erlendis. GILDISTÖKUÁKVÆÐI er í Icesave samningnum við Breta og Hollendinga. Í því segir að ef ekki verði búið að staðfesta samninginn eða sam- þykkja ábyrgðirnar fyrir 29. nóvember 2009 geti Hollendingar og Bretar fallið frá samningnum. Nú er þessi dagsetning löngu liðin. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra sem sat í samninganefndinni um Icesave, sagði aðspurður að Bretar og Hollend- ingar hafi ekki ýjað að því að falla frá samning- num, þrátt fyrir drátt á staðfestingu hans. „Þeir hafa sagt að meðan málið sé í eðlilegum farvegi og virkri meðhöndlun þá muni þeir ekk- ert hreyfa sig,“ sagði Indriði í samtali við Morg- unblaðið. Hann vissi ekki heldur til þess að dráttur á staðfestingu ríkisábyrgðarlaganna hafi beinlínis skaðað Ísland hingað til. Indriði sagði að drátturinn á staðfestingu ríkisábyrgðarlaganna kynni að hafa haft einhver áhrif á matsfyrirtæki, en honum var ekki kunn- ugt um beint fjárhagslegt tjón vegna hans. gudni@mbl.is Bretar og Hollendingar hafa ekki ýjað að samningsslitum VÐSKIPTA- VINUM Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og ís- lenskum krón- um niður í 110% af mark- aðsvirði eign- ar. Það þýðir að skuldir eru lag- aðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar upphaflegs láns, um- fram 110% af markaðsvirði fast- eignar, eru felldar niður, segir í frétt frá bankanum. Íbúðaláni í erlendri mynt verð- ur þó að breyta í verðtryggt eða óverðtryggt langtímalán í krón- um eigi þetta að ganga eftir. Kjör lánanna eru sambærileg þeim sem bjóðast á hefðbundnum íbúðalánum bankans á hverjum tíma, verðtryggðum eða óverð- tryggðum. Löggiltur fasteignasali metur markaðsvirði eignarinnar og skal verðmat aldrei vera lægra en fasteignamat að við- bættu lóðarmati. Verðmat greið- ist af bankanum sem velur fast- eignasalann. Viðskiptavinurinn þarf að uppfylla kröfur um greiðslugetu og nýtingu veðrýmis annarra eigna að undangengu greiðslumati og Landsbankinn þarf að vera aðalviðskiptabanki. Þeir viðskiptavinir bankans sem ekki hafa nýtt sér önnur úr- ræði en greiðslujöfnun og eru í skilum, fá endurgreidd 50% af vöxtum íbúðalána í desember. Hægt að færa íbúðalán í 110% af markaðsvirði „ÉG er alveg í góðu lagi, en það var heppni að ég náði að koma mér ómeiddum út. Það hefði nú verið ljóti missirinn ef ég hefði farið,“ segir Sophus Magnússon í samtali við fréttamiðilinn Bæjarins besta, en Sophus slapp ómeiddur þegar eldur kviknaði í lítilli rútu í Svína- dal í Dölunum í gærmorgun. Rútan var á leið frá Ísafirði til Keflavíkur og var Sophus einn í rútunni er óhappið átti sér stað. Hann var á leið suður að sækja er- lenda starfsmenn Ósafls sf., sem starfa við gerð jarðgangnanna milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað gerðist, allt í einu kom upp reykur og síðan blossaði upp eldur frammi í rútunni. Ég hafði varla við að horfa á hversu hratt þetta gerð- ist og rétt náði að koma mér út,“ segir Sophus. Eldsupptök eru ókunn. „Ljóti missirinn ef ég hefði farið“ Formaður utanríkismálanefndar telur forseta Íslands myndu ganga gegn trú stjórnarliða með því að synja Icesave. Forseti Alþingis tjá- ir sig ekki um þá stöðu sem kæmi upp færi svo að forseti synjaði lögunum staðfestingar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN á Suðurnesjum vinn- ur nú að rannsókn á íkveikjum sem hafa verið tíðar í umdæminu. Grunur leikur á að brennuvargur gangi laus. Enginn hafði verið handtekinn vegna íkveikjanna síðdegis í gær. Það sem af er þessu ári hafa fjórar íkveikjur verið skráðar hjá lögregl- unni á Suðurnesjum. Að kvöldi ný- ársdags var kveikt í gömlum her- bragga á Ásbrú (gamla varnarsvæðinu) í Reykjanesbæ og undir miðnætti sama dags var kveikt í trésmíðaverkstæði við Hafnarbraut í Njarðvík. Missir þykir að herbragg- anum en hann var sá síðasti sinnar tegundar á gamla varn- arsliðssvæðinu og var rætt um að nota hann á herminjasafni. Í fyrrakvöld var kveikt í ruslagámi í Garðinum og í fyrrinótt öðrum ruslagámi við blokk í Heiðarbrún á Ásbrú. Gámarnir stóðu í báðum til- vikum við veggi íbúðarhúsa þar sem fólk var inni, bæði fullorðnir og börn, og gat því stafað mikil hætta af eld- inum, hefði hann borist í íbúðarhúsin. Þá brann Krýsuvíkurkirkja að- faranótt 2. janúar. Rannsókn þess bruna heyrir undir Lögreglu höf- uðborgarsvæðisins. Ekkert rafmagn var í kirkjunni og leikur grunur á að kveikt hafi verið í gömlu kirkjunni. Unnið er að rannsókn málsins. 25 íkveikjur í fyrra Jóhannes Jensson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði að 56 brunatilvik hefðu komið inn á borð lögreglunnar þar syðra í fyrra. Þar af eru 25 talin stafa af íkveikjum og eru til rannsóknar sem slík. Fimm þessara mála snúast um íkveikjur í húsnæði einhvers konar og 5-10 mál vegna íkveikja í bílum, vinnuvélum og öðru slíku. Eignatjón var mismikið í þessum málum. Bíl- arnir voru allt frá því að vera nær ónýt flök upp í að vera í góðu ástandi. Talsvert var um að kveikt væri í ruslagámum. Slíkir eldsvoðar valda ekki miklu fjárhagstjóni, en geta skapað mikla hættu og eignatjóni ef eldurinn breiðist út. Góður frágangur mikilvægur Jóhannes vildi beina því til fólks að ganga tryggilega frá sorpílátum þannig að ekki stafaði hætta af kviknaði í þeim. Glatt gæti logað í ruslagámunum og stæðu þeir við hús væri mikil hætta á að eldurinn læst- ist í húsið. Grunur um að brennuvargur gangi laus á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.