Morgunblaðið - 15.02.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010
einfalt & ódýrt!
Krónu saltk
jöt ódýrt398kr.kg
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Á ÍSLANDI er frjór jarðvegur fyr-
ir áhættufjárfestingar,“ segir
Terry McGuire, áhættufjárfestir
frá Bandaríkjunum. „Hér er mikið
af hæfileikafólki með metnað, sem í
núverandi efnahagsástandi er að
leita leiða til að gera eitthvað nýtt.
Stundum þarf að vera einhver
broddur til að skapa frjóan jarðveg.
Sum af bestu fyrirtækjunum hafa
sprottið upp úr erfiðu ástandi.
Google náði árangri þegar netbólan
sprakk og allir voru að reyna að
forða sér.“
McGuire tók þátt í að stofna fyr-
irtækið Polaris Venture Partners
fyrir 14 árum. Hann fjárfesti á sín-
um tíma í Íslenskri erfðagreiningu
og er nú kominn aftur inn í fyr-
irtækið eftir að það var endurreist
og situr í stjórn þess.
Efnahagsáhrif áhættufjár
„Ég er formaður samtaka banda-
rískra áhættufjárfesta og við höf-
um verið að skoða áhrif fyrirtækja,
sem studd voru með áhættufé.
Staðreyndin er sú að eitt af hverj-
um níu störfum í einkageiranum í
Bandaríkjunum má rekja til fyr-
irtækja, sem fengu áhættufé. 20%
af þjóðarframleiðslu Bandaríkj-
anna eru sprottin af fyrirtækjum,
sem í upphafi fengu áhættufé. Slík
fyrirtæki skapa störf tvöfalt hraðar
en önnur einkafyrirtæki. Áhættu-
fjárfestar hafa því haft talsverð
áhrif í bandarísku efnahagslífi.“
McGuire hefur kynnt sér að-
stæður á Íslandi, sérstaklega frá
sjónarmiði áhættufjárfesta.
„Á Íslandi er allt að finna, sem
þarf til að stofna fyrirtæki. Hér er
mjög hæfileikaríkt vinnuafl, öfl-
ugur frumkvöðlaandi, sem til dæm-
is má sjá hjá Kára Stefánssyni og
samherjum hans hjá Íslenskri
erfðagreiningu, og þær hugmyndir,
sem er verið að vinna í, eru nýstár-
legar og mjög áhugaverðar og það
skiptir mestu máli. Frá mínum
sjónarhóli er hér allt fyrir hendi,
sem þarf til að mynda sterkt sam-
félag frumkvöðla og sprotafyr-
irtækja.“
McGuire kemur nú öðru sinni að
fjárfestingu á Íslandi og hann
kveðst ekki hafa fundið fyrir neinni
andstöðu á Íslandi við fjárfest-
ingum.
„Fjárfestingu okkar var fagnað,“
segir hann. „Það voru engar
skattalegar hindranir á þeim tíma.
En ég held að ríkisstjórnin gæti
hins vegar gert það meira aðlað-
andi að fjárfesta á Íslandi, til dæm-
is í sambandi við skatta.“
McGuire fjárfesti í Íslenskri
erfðagreiningu árið 1997. „Mér
fannst hugmyndin um að rannsaka
erfðamengi mannsins til að finna
nýjan grundvöll til að stunda lækn-
ingar heillandi,“ segir hann. „Ég
var í stjórn fyrirtækisins þar til
fyrir rúmlega ári og var alltaf jafnt
spenntur fyrir þeim möguleikum,
sem hafa orðið til við rannsóknir
þeirra í erfðafræði. Ég tel að Ís-
lensk erfðagreining hafi þurft að
glíma við vandamál, sem blasir við í
mörgum greinum, og það er að
vera á undan sinni samtíð. Ég held
að eftir á að hyggja sé hægt að
segja að Íslensk erfðagreining hafi
verið fimm til sjö árum á undan
samtíð sinni og var ekki ein um
það. Önnur erfðafyrirtæki þurftu
að glíma við sama vandamál, –
miklir möguleikar, en hvernig á
viðskiptalíkanið að líta út?“
Að njóta ávaxtanna
McGuire líkir þessu við leit-
arvélar á netinu. „Fyrir tíu til
fimmtán árum höfðu fyrirtæki á
borð við Netscape og Altavista
leyst vandamálið hvernig ætti að
leita á netinu, en það var ekki fyrr
en áratug síðar, sem Google tókst
að átta sig á því hvernig á að nýta
sér þetta í viðskiptaskyni. Ég held
að sömu möguleikarnir séu í erfða-
fræði. Síðasti áratugur fór í rann-
sóknir og uppgötvanir og að átta
sig á því að eftir því sem tíminn liði
ykist færnin. Nú þarf að lækn-
isfræðin að nýta sér þetta, hvort
sem það verður með nýjum lyfjum
eða læknisþjónustu á persónu-
legum grunni. Þess vegna lít ég svo
á að nú sé góður tími til að koma
aftur inn í Íslenska erfðagrein-
ingu.“
Í leitarvélalíkingunni ruddu hins
vegar ekki sömu fyrirtækin braut-
ina og nú njóta ávinningsins.
McGuire vill að Íslensk erfðagrein-
ing njóti árangursins af erfiðinu:
„Fyrirtækið á þess kost að vera
áfram í fararbroddi.“
Frjór jarðvegur
fyrir áhættufé
Stundum skapar erfitt ástand grundvöll til að ná árangri,
segir formaður félags bandarískra áhættufjárfesta
Terry McGuire áhættufjárfestir telur að Íslensk erfða-
greining eigi að ná því að njóta ávaxtanna af frumkvöðlastarfi
Morgunblaðið/RAX
Bjartsýnn Terry McGuire hefur öðru sinni sett fé í Íslenska erfðagreiningu
og lýsti ákvörðun sinni yfir kaffibolla á Hótel Borg. Úti á gangstétt talar
forstjórinn, Kári Stefánsson í símann.
McGuire segir að það veki ekki furðu þegar hann segist vera að skoða
möguleika á Íslandi: „Ég var að tala við danskan fjárfesti, sem var mjög
spenntur yfir því að við værum komin aftur til Íslands. Ég held að Ísland
sé ekki brennimerkt í augum áhættufjárfesta, Ísland varð harkalega úti í
efnahagshremmingunum, en það urðu aðrir líka og ég held að það sé vilji
til að fara að byggja upp í stað þess að horfa í baksýnisspegilinn.“
Ekki brennimerkt
SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, forseti
bæjarráðs og fyrrverandi bæj-
arstjóri, vann öruggan sigur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
vegna bæjarstjórnarkosninga í vor,
en prófkjörið fór fram á laugardag.
Hlaut hún 762 atkvæði í 1. sæti
listans. Ólafur Jónsson, sitjandi bæj-
arfulltrúi, lenti í 2. sæti og nýliðinn
Njáll Trausti Friðbertsson komst að í
3. sæti. Sigurður Guðmundsson
verslunarmaður, sem stefndi á 1.-2.
sæti, lenti aðeins í því sjötta. Þá vek-
ur athygli að Elín Margrét Hall-
grímsdóttir bæjarfulltrúi, sem sóttist
eftir 2. sætinu, komst ekki inn á
listann.
Sigrún Björk er eini núverandi
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
sem skipar nýja listann. Kristján Þór
Júlíusson hætti í bæjarmálunum þeg-
ar hann settist inn á þing, Hjalti Jón
Sveinsson gaf ekki kost á sér og Elín
Margrét Hallgrímsdóttir náði ekki
kjöri eins og fyrr segir.
Njáll Trausti Friðbertsson kemur
nýr inn í sveitarstjórnarmálin og hef-
ur ekki starfað innan Sjálfstæð-
isflokksins áður. Áherslur hans eru á
atvinnuuppbyggingu og samgöngur
við bæinn enda byggist atvinnulífið á
samgöngum. Honum líst vel á listann.
„Það er mikil breidd i hópnum því þar
er samankomið fólk úr mörgum átt-
um og með mismunandi bakgrunn.“
Nýr leiðtogi á Ísafirði
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á
Ísafirði fór Eiríkur Finnur Greipsson
framkvæmdastjóri með sigur af
hólmi og leiðir listann í vor. Gísli H.
Halldórsson bæjarfulltrúi hreppti 2.
sæti listans en Guðfinna M. Hreið-
arsdóttir, sem stefndi að 1. sæti, lenti
í því þriðja. Hún er eiginkona Hall-
dórs Halldórssonar, núverandi bæj-
arstjóra Ísafjarðar, sem lætur af
embætti í vor. Kjörsókn var með
mesta móti og greiddu alls 820 manns
atkvæði af þeim 992 sem voru á kjör-
skrá, eða 82,6%.
Líkt og á Akureyri varð talsverð
nýliðun á framboðslistanum. Gísli
Halldór Halldórsson náði eins og áð-
ur sagði 2. sæti, en hann hafði stefnt
að 1.-2. sæti. Guðný Stefanía Stef-
ánsdóttir, sitjandi bæjarfulltrúi, náði
aðeins sjötta sæti listans. Sigurveg-
arinn, Eiríkur Finnur Greipsson,
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir í 3. sæti
og þær Kristín Hálfdánsdóttir og
Margrét Halldórsdóttir í 4. og 5. sæti
koma öll ný inn á lista.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir segir
það vissulega vonbrigði að ná ekki því
sæti sem hún sóttist eftir. „Þetta voru
hins vegar allt mjög hæfir ein-
staklingar sem buðu sig fram svo það
var allan tímann ljóst að þetta yrði
mjög tvísýnt.“
Mikil endurnýj-
un á listunum
Fáir sitjandi bæjarfulltrúar komast að
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Eiríkur Finnur
Greipsson
BJÖRGUNARSVEITIN Lífsbjörg í
Snæfellsbæ hefur fengið margar
gjafir frá fyrirtækjum og félaga-
samtökum vegna byggingar nýs
húsnæðis sveitarinnar á Rifi. Davíð
Óli Axelsson, formaður Lífs-
bjargar, segir að húsbyggingin sé
komin á lokastig og vonar að hægt
verði að taka húsið í notkun seinni
hluta sumars. Síðastliðinn föstudag
færði útgerðarfélagið Nesver ehf.
Lífsbjörgu eina milljón króna að
gjöf til minningar um Tryggva Eð-
varðsson, afa Ásbjarnar Óttars-
sonar, eins af eigendum Nesvers.
Lífsbjörg fékk gjafir vegna
byggingar nýs húsnæðis
Gjöf Margrét Scheving afhendir
formanni Lífsbjargar gjöfina.
Morgunblaðið/Alfons