Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 Signý Kolbeinsdóttir hönnuður 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is REGLUR Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu kveða á um að skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsfram- leiðslu og að fjárlagahalli hvers árs megi ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu. Í ljósi þessa velta margir fyrir sér hvernig evruríki á borð við Grikkland hafi komist í þá aðstöðu að skulda meira en 120% af landsframleiðslu í kjölfar þess að hafa rekið viðvar- andi halla á ríkisfjárlögum sínum. Halla sem í fyrra nam 13% af landsframleiðslunni. Svarið við þessari spurningu er margþætt en þó koma afleiðu- viðskipti og skapandi reiknings- skil í bókhaldi ríkisins oftar en ekki við sögu. Sköpunargáfa grískra stjórnvalda í samstarfi við bandaríska bankamenn var þvílík að komið hefur á daginn að þau veðsettu um aldamótin framtíð- artekjustreymi sitt af lottóinu í landinu og af lendingargjöldum á grískum flugvöllum. Með þessum fjármálagerningum fengu þau fjármagn upp í hendurnar en hins- vegar voru þeir ekki færðir til bókar sem skuld í ríkisreikningum heldur sem eignasala. Þetta þýddi að ríkisreikningarnir sýndu ekki hina raunverulega skuldastöðu. Bókhaldsbrella í boði Goldman Sachs Eins og fram kemur í umfjöllun á vefsíðu þýska tímaritsins Der Spiegel hefur grískum stjórnvöld- um aldrei tekist að uppfylla reglur evrusvæðisins um opinbera skuldastöðu og þeim hefur aðeins tekist að halda fjárlagahallanum í skefjum með því að beita bók- haldsbrellum. Eins og fram kemur í umfjöllun vikuritsins hafa þau gengið svo langt að sleppa eitt sinn að færa gríðarleg útgjöld til varnarmála til bókar og öðrum sinnum var litið framhjá millj- arðaskuldum vegna útgjalda til heilbrigðismála. Í umfjöllun í bandaríska blaðinu The New York Times kemur fram að stjórnvöld í Aþenu hafi oftar en ekki leitað til sérfræðinga Gold- man Sachs eftir aðstoð. Þannig út- færðu þeir síðarnefndu rétt eftir að Grikkir tóku upp evruna fjár- málagerning sem fólst í gjaldeyr- isskiptasamningum. Þeir fela í sér að stjórnvöld gefa út skuldabréf í annarri mynt en sinni eigin og skipta svo á því og öðrum skulda- bréfum. Slíkir samningar eru al- gengur hluti af fjármögnun ríkja en samningurinn sem Goldman Sachs sá um var frábrugðinn að því leyti að stuðst var við allt ann- að gengi en markaðsgengi við- komandi gjaldmiðla. Eins og bent er á í Spiegel gátu stjórnvöld með þessu aflað sér 11 milljarða Bandaríkjadala í stað þeirra tíu sem hægt hefði verið að fá hefði verið stuðst við markaðsgengi dalsins og evrunnar á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Aldrei færður til bókar Þessi samningur, ekki frekar en fleiri sambærilegir gjörningar, var aldrei færður til bókar sem skuldbinding í ríkisreikningum þannig að þeir skekktu verulega hina raunverulegu skuldastöðu ríkisins. Reyndar hafa ríki á borð við Ítalíu framkvæmt sambæri- legra gjörninga til þess að fegra skuldastöðu ríkisins. Hægt er að komast upp með þetta þar sem reglur Evrópusambandsins kveða ekki á um nákvæma upplýs- ingagjöf um afleiðuviðskipti í tengslum við fjármögnun stjórn- valda. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times var hart tekist á um upplýsingagjöf vegna afleiðna meðal fjármálaráðherra ESB um aldamótin en hinsvegar var ákveð- ið að gera ekki strangar kröfur. Reglurnar voru að vísu hertar árið 2002 en það leysti ekki vandann. Fram kemur í New York Times að Eurostat, tölfræðistofnun ESB, hafi kvartað yfir því árið 2008 að fjöldi fjármálagerninga virðist hafa verið hannaður til þess eins að fegra ríkisreikninga á kostnað hinna sönnu stöðu hins opinbera. En þrátt fyrir einbeittan vilja hefur mönnum ekki enn þá tekist að láta skuldir hverfa að eilífu og í raun og veru er líklegt að kostn- aður stjórnvalda vegna samninga eins og hér hefur verið lýst verði verulegur á endanum. Reuters Skapandi þjóð Grísk stjórnvöld hafa lagt stund á skapandi reikningsskil en þau hafa gefið skekkta mynd af raunverulegri skuldastöðu ríkisins. Skapandi ríkisfjármál  Grísk stjórnvöld veðsettu lottótekjur og lendingargjöld flugvalla til þess að fegra skuldastöðu ríkissjóðs  Fjárlagahallinn vantalinn frá upptöku evru Handritshöfundar breska sjónvarps- þáttarins Doctor Who á níunda ára- tugnum höfðu það meginmarkmið að velta ríkis- stjórn Margrétar Thatcher úr sessi. Þetta kemur fram í viðtali við Syl- vester McCoy í Sunday Times en hann var ráðinn til þess að leika dokt- orinn í þessari vinsælu vísindaskáld- skaparseríu árið 1987 eða þremur mánuðum eftir að Thatcher vann sinn þriðja kosningasigur. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem störfuðu við þáttinn töldu rétt að nota vinsældir hans til þess að grafa undan stöðu Thathcers í breskum stjórnmálum. Hann segir ennfremur að það hafi verið viðtekin skoðun þáttagerðarmannanna á þessum tíma að Thatcher væri mun ógnvænlegri en þau skrímsli sem doktorinn hafði þurft að glíma við í þáttunum. Hárprúður einræðisherra The Daily Telegraph segir að þætt- irnir Gleðivaktin hafi augljóslega einnig beinst að Thatcher. Sá þáttur fjallar um hárprúða konu sem er ein- ræðisherra á plánetunni Terra Alpha þar sem hún drottnar yfir lánlausum þegnum sem eru neyddir til þess að vinna í verksmiðjum. Doktorinn tek- ur málin í sínar hendur í þættinum og sannfærir verkamennina um að leggja frá sér tól og tæki og efna til uppreisnar gegn hinum hárprúða einræðisherra. Þykir söguþráðurinn vera augljós vísun í verkalýðsátök í valdatíð Thatchers. Sem kunnugt er náðu þeir sem störfuðu að þáttunum ekki markmiði sínum en Thatcher hélt völdum fram til ársins 1990 en þátturinn Doctor Who var tekinn af dagskrá árið 1989. Doctor Who gegn Thatcher Vildu steypa Járnfrúnni af stóli Margaret Thatcher SKEMMTIKRAFTUR heldur á frekar stórum spilum fyrir utan fyrsta spilavítið í Singapúr. Spilavítið var opnað í gær og er opnunin hluti af áætl- un stjórnvalda um að auka tekjur af erlendum ferðamönnum. TEKNIR MEÐ TROMPI Reuters JOE Biden, varaforseti Bandaríkj- anna, segir að stjórnvöldum í Wash- ington hafi orðið verulega ágengt við að mynda þrýsting gegn klerka- stjórninni í Íran þannig að þau láti af kjarnorkuáformum sínum. Hann lét þessi orð falla í sjónvarpsþætt- inum Meet the Press í gær. Hann sagði ennfremur að búast mætti við því að kínversk stjórnvöld sam- þykktu að slást í hóp þeirra ríkja sem þrýstu á klerkastjórnina. Þrýst á Íran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.