Morgunblaðið - 15.02.2010, Page 16

Morgunblaðið - 15.02.2010, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 Engin þörf erá nýjuíbúðar- húsnæði á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári en ætla má að byggingar á nýju húsnæði hefjist á næsta ári. Þetta er niðurstaðan af fróðlegri úttekt Morgunblaðs- ins sem birtist á laugardag og byggist meðal annars á tölum frá VSÓ Ráðgjöf og hag- fræðideild Landsbankans. Í venjulegu árferði má ætla að þörf sé fyrir hátt í fimmtán hundruð nýjar íbúðir á höf- uðborgarsvæðinu en íbúar þar eru um tvö hundruð þúsund. Nú má ætla að hátt í tvö þús- und nýjar íbúðir á svæðinu bíði nánast tilbúnar eftir fyrstu íbúum sínum, sem skýr- ir að þörfin fyrir nýbyggingar er nú engin. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu eiga þessu til við- bótar um fjögur þúsund lóðir sem bíða þess að fram- kvæmdir hefjist, þannig að ætla má að það verði ekki fyrr en undir lok næsta kjör- tímabils sem þörf verður fyrir fleiri lóðir á höfuðborgarsvæð- inu og fjárfestingin sem lagt hefur verið út í liggur ónotuð þangað til. Það frost sem ríkt hefur á byggingamarkaðnum frá bankahruninu og fyrirsjáan- legt er að minnsta kosti út þetta ár hefur alvarlegar af- leiðingar. Byggingargeirinn hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli og afleiðingar þess eru því miður ekki allar komnar fram. Verkefnin sem verktak- ar sjá fram á eru afar rýr og margir sem bítast um fáa litla bita. Ástæðan fyrir þessu ástandi á verktakamark- aðnum er þó ekki aðeins offramboð á íbúðarhúsnæði. Önnur skýring er að ríkisvaldið hef- ur ekki staðið sig í að liðka fyrir þeim stór- framkvæmdum sem hægt væri að ráðast í. Nægir þar að nefna úrskurði umhverf- isráðherra og fyrirstöðu við stækkun Reykjanesvirkjunar sem Morgunblaðið hefur greint frá. HS Orka fær ekki virkjanaleyfi en útboðsgögnin eru nánast tilbúin. Forstjóri fyrirtækisins bendir á að seinagangur hins opinbera sé ástæða þess að enn hafi ekki verið ráðist í stækkunina, sem ætlað er að mæta aukinni eft- irspurn eftir raforku, meðal annars vegna fyrirhugaðs ál- vers Norðuráls í Helguvík. Forystumenn ríkisstjórn- arinnar, sem sjálf hefur staðið í vegi fyrir framkvæmdum, halda því fram að fram- kvæmdir hafi strandað á fjár- mögnun. Þetta er hæpin kenn- ing því að forsenda fjármögnunar er meðal annars að orka sé tryggð og til að hægt sé að tryggja hana verð- ur ríkisstjórnin að liðka fyrir framkvæmdum í stað þess að hindra þær með öllum til- tækum ráðum. Verktakar og aðrir þættir atvinnulífsins þola ekki frek- ari fyrirstöðu ríkisvaldsins. Aðstæður eru nógu erfiðar á byggingamarkaði þó að rík- isstjórnin þvælist ekki fyrir verklegum framkvæmdum á öðrum sviðum. Nauðsynlegt er að virkjanaframkvæmdir fari strax af stað og brúi bilið þar til byggingarmarkaðurinn nær sér á ný. Ríkið þvælist fyrir framkvæmdum þótt byggingageirinn sé frosinn. } Frost og fyrirstaða Leiðtogum ESBmistókst að leysa Grikklands- fárið með inn- antómum yfirlýs- ingum um að þeir stæðu með stjórnvöldum í Aþenu. Mark- aðir önduðu léttar eftir yfirlýs- ingarnar, en það stóð stutt. Þeir stóðu verr eftir en fyrir þegar í ljós kom að tilkynn- ingin reyndist fagurgali og hjal. Nú reynir á hvort fjár- málaráðherrar evrulandanna reynist trúverðugri. Hvort þeir upplýsi að samstaða hafi náðst um trúverðuga aðstoð við Grikkland. Það mun þó ekki slökkva þær efasemdir sem kviknað hafa um evruna. Nú muldra menn ekki lengur efa- semdir sínar um forsendur hennar og þá einkum þekktir efasemd- armenn. Stuðn- ingsmenn hennar eru hver af öðrum að viðra opinberlega sínar áhyggjur. Niðurstaða þeirra flestra er að annaðhvort verði að samhæfa og miðstýra mun fastar en nú er gert fjár- lögum einstakra ríkja eða horf- ast í augu við að tilveru hinnar sameiginlegu myntar verði ógnað fyrr en nokkurn hefði ór- að fyrir. Þýskur almenningur hefur vaxandi efasemdir um að suðurevrópsku ríkin búi yfir þeim aga sem þurfi til sam- starfs um eina mynt margra ríkja. Og Merkel kanslari deili þeim áhyggjum. Grikklandsfárið veldur vaxandi ugg. }Það sem áður var óhugsandi K vikmyndin Persepolis, sem sýnd var í Sjónvarpinu í liðinni viku, situr enn í mér. Það má draga margvíslegan lærdóm af þeirri mynd. Þetta er þroskasaga höfundarins, Marjane Satrapi, sem ólst upp í Íran, varð landflótta og bjó við innri togstreitu æ síðan og rótleysi, eins og gjarnan verður hlutskipti þeirra, sem hrekj- ast frá föðurlandi sínu, fjölskyldu og vinum. Satrapi upplifði byltinguna gegn oki keis- arastjórnarinnar í Íran árið 1979, drauminn um betra samfélag og martröðina sem fylgdi í kjöl- farið, þegar íslamskir bókstafstrúarmenn náðu völdum og brutu lýðræðisöflin á bak aftur. Það segir sína sögu, að þegar upphafsdags byltingarinnar var minnst í Íran, 11. febrúar á þessu ári, þá greip lögregla landsins til þess að skjóta ítrekað táragasi að mótmælendum, auk þess sem hún skaut fólk með kúlum fylltum málningu til þess að eiga auðveldara með að handtaka það síðar. Ekki er öf- undsvert hlutskipti að vera í stjórnarandstöðu í alræð- isríki. Og auðvitað var fjölmiðlum þar í landi bannað að gera mótmælunum skil. Allt eru þetta kunnugleg stef úr mannkynssögunni, sem endurtaka sig aftur og aftur, og eiga sér ýmsar birting- armyndir. Þegar innviðir samfélaga hrynja, hvort sem það gerist með byltingum eða annarskonar áföllum, þá skap- ast tómarúm. Og þá stíga oft fram á sjónarsviðið leiðtogar með ein- hliða og öfgafull sjónarmið, fara fram með offorsi til að breyta samfélaginu í samræmi við hreintrúarstefnu sína, og nýta sér að viðnámið er lítið sem ekkert. Íbúarnir fá ekki rönd við reist, því þeir eiga fullt í fangi með að ná fótfestu á ný í samfélagi, þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Fyrir vikið verða heilu samfélögin tilraunastofa fyrir útópískar stjórnmálastefnur fólks, sem annars ætti aldrei upp á pallborðið. Fjölmiðlarnir eru eina viðnámið og þess vegna er það jafnan fyrsta verk slíkra afla að ná tangarhaldi á þeim. Naomi Klein fjallar um þessa tilhneigingu í bók sinni The Shock Doctrine, en þar tekur hún fyrir hvernig „hamfarakapítalisma“ er kerfisbundið troðið upp á samfélög sem orðið hafa fyrir áföllum. Hún varar við því að nota endurreisnina eftir hrunið til að gera slíkar til- raunir á fólki. Auðvitað er það þannig, að í samfélögum sem gengið hafa í gegnum hrun eða hamfarir, þar sem fólk býr enn við óvissu, þá er jarðvegurinn frjór fyrir róttækar breytingar, sem byggjast ýmist á öfgastefnum til hægri eða vinstri. En varasamt er fyrir stjórnmálahreyfingar að ganga á lagið og nýta sér slíkt upplausnarástand. Teiknimyndin Persepolis er byggð á myndskreyttum æviminningum Satrapis, svarthvítum teiknimyndasögum þar sem frásagnarstíllinn minnir nokkuð á Pulitzer- verðlaunahafann Art Spiegelman, sem færði í letur og myndir lífshlaup föður síns, en hann lifði af helförina, þrátt fyrir að vera handtekinn af Gestapo og fluttur til Ausch- witz. Það er dæmi um öfgastefnu sem náði rótfestu eftir hrun samfélags. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Tilraunir með samfélög FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S amanlagðar útflutnings- tekjur álveranna þriggja á seinasta ári jafngilda nálægt 177 milljörðum króna. Útlitið er að flestra mati ennþá betra á þessu ári og gera spár ráð fyrir að áliðnaðurinn á Ís- landi muni skila fyrirtækjunum jafn- virði um 200 milljarða kr. í útflutn- ingstekjum á yfirstandandi ári. Þetta slagar upp í þær fjárhæðir sem sjáv- arútvegurinn skilar í þjóðarbúið en tekjur af útflutningi sjávarafurða í fyrra voru tæplega 210 milljarðar. Iðnaðarvörur voru rúm 48% í út- flutningi landsmanna í fyrra og var það annað árið í röð sem hlutdeild iðnaðarvara er meiri en sjávarafurða. Þessar gjaldeyristekjur skila sér þó alls ekki allar inn í þjóðarbúið. Áætlað hefur verið að nálægt 40% út- flutningsteknanna fari úr landi í kaup á aðföngum og rekstrarvörum auk arðgreiðslna en stór hluti situr hér eftir í greiðslum fyrir raforkuna, vinnulaun og skattgreiðslur auk þjónustuviðskipta við fjölmarga aðila og til viðhalds og endurbóta. Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins á sein- asta ári um áhrif stóriðjufram- kvæmda á íslenskt efnahagslíf kom fram að kaup álfyrirtækjanna þriggja á innlendri vöru og þjónustu árið 2008 hafi numið um 25 millj- örðum svo dæmi séu nefnd. Álver Rio Tinto Alcan í Straums- vík flutti í fyrra út 195.065 tonn af áli. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Teits Guðnasonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs álversins, er það heldur meira en framleitt var í ker- skálum sem var um það bil 188 þús- und tonn. Mismunurinn felst einkum í því að álverið keypti ál m.a. af Norð- uráli til að anna eftirspurn. Steypu- skálinn í álverinu framleiðir fjöl- margar mismunandi málmblöndur úr hrááli eftir nákvæmri forskrift er- lendra viðskiptavina. Sölutekjur af útflutningnum í fyrra voru 355,8 milljónir dollara. Ef mið er tekið af miðgengi Seðlabankans yfir árið jafngilda sölutekjur álversins í Straumsvík 43,98 milljörðum króna. Spá hærra álverði í ár Útflutningur Norðuráls á Grund- artanga á seinasta ári skilaði sem svarar til 58-59 milljarða króna í út- flutningstekjum, samkvæmt upplýs- ingum Ragnars Guðmundssonar for- stjóra. Fram kom í nýliðinni viku að útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síð- asta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku. Fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 banda- ríkjadalir. Miklar sveiflur hafa verið á heims- markaðsverði á áli á umliðnum miss- erum. Viðmiðunarverð fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs 2009 en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali. Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að áætlað er að álverð verði um 27% hærra á þessu ári en á liðnu ári. Fréttir úr áliðnaðinum benda í sömu átt. Spáð er um 10% aukningu á spurn eftir áli 2010. Morgunblaðið/Golli Afkastameiri Framleiðslugeta álveranna er nú um 800 þúsund tonn á ári. Spáð 200 milljarða sölutekjum á árinu Útflutningstekjur álveranna þriggja hér á landi á seinasta ári jafngilda nálægt 177 milljörðum króna. Spár gera ráð fyrir um- talsverðri hækkun á álverði á heimsmarkaði á þessu ári. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 349 þúsund tonn sam- kvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Að meðaltali voru framleidd tæp þrjú tonn af áli í hverju keri á dag. Morgunblaðið/ÞÖK Rio Tinto birti í vikunni uppgjör fyrir 2009. Þar kom fram það mat yfirstjórnenda að eftirspurn eftir áli væri að aukast og lang- tímahorfur væru góðar, ekki síst með hliðsjón af spám um áfram- haldandi vöxt í Kína, en verð- sveiflur gætu þó haldið áfram til skemmri tíma litið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.