Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 15.02.2010, Síða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 GRINDAVÍK er eitt mesta sjáv- arútvegspláss lands- ins og hefur verið í gegnum alla útgerð- arsögu landsins. Ekki er minnsti vafi í mín- um huga að kvótakerf- ið er meingallað. Framsal og brask hafa kastað rýrð á kerfið og skapað mikl- ar deilur. Framsalið og veðsetning kvótans hafa allt frá upphafi verið þær einstöku ákvarð- anir sem mestum deilum hafa valdið. Vissulega á að vera hægt að skipta veiðiheimildum milli tegunda, en að sama skapi verður að svipta þá kvóta sem ekki nýta hann og úthluta honum til þeirra sem engan kvóta hafa. Margt óréttlætið Margir okkar félaga eru í skipsrúmum þar sem atvinna er nokkuð trygg og umræða um fyrningarleið skapar óöryggi. Því miður finn- ast meðal útgerð- armanna menn sem nýta sér stöðu sína, menn sem hafa drjúgan kvóta. Til eru útgerðir sem ganga svo langt að þær breyta kjarasamn- ingum og það er erfitt fyrir sjómennina að setja sig upp á móti kröfum þannig útgerðarmanna. Við hjá Sjómannafélagi Íslands erum ekki innan Sjómanna- sambands Íslands og þar með ekki innan Alþýðusambands Íslands. Sjó- mannasamband Íslands hefur sýnt að það ber ekki hag allra sjómanna fyrir brjósti, einkum félaga innan Sjómannafélags Íslands. Greiðslu- miðlun sjávarútvegsins virkar þann- ig að tvö prósent af óskiptum afla renna í sjóinn. Í lögum er gert ráð fyrir að peningarnir renni til Sjó- mannasambandsins, og annarra stéttarfélaga sjómanna, líka af okk- ar félagsmönnum, þó við séum ekki innan Sjómannasambandsins. For- svarsmenn þess hafa ekki léð máls á að skila okkur þeim peningum sem myndast vegna starfa okkar fé- lagsmanna. Þrátt fyrir fordæmi. Sama staða kom upp þegar vél- stjórar gengu úr Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Þá endurgreiddi Farmannasambandið peningana til vélstjóra. Annað er andstætt öllu og ef ekki tekst að fá þetta leiðrétt erum við tilbúnir að ganga alla leið. Þegar staðan er sú að tveir menn sem starfa hlið við hlið á fiskiskipi en annar nýtur greiðslna úr greiðslumiðluninni en hinn ekki. Bara eftir í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Það er eðlileg og skýr krafa að Sjómannasambandið hafi ekki þessa peninga til eigin reksturs. Og verði þeim ekki skilað til Sjómannafélags Íslands þá renni peningarnir til við- komandi sjómanna. Og allt hitt Hnignun verkalýðshreyfing- arinnar er mikil. Eftir að hagfræð- ingar og aðrir fræðimenn völdust til forystu hefur flest gengið til baka sem áður áunnist. Samstaða og kjarkur er bara til í minningunni. Við sem munum Guðmund J. Guð- mundsson, Gvend jaka, vitum að það er hægt að tala kjark og vilja í fólk. Hvar værum við í dag hefði hans og annarra ekki notið við? Og tónlistarhúsið. Það er merki- legt að horfa á bygginguna og hugsa til þess hversu mörgum milljörðum er varið til hússins. Og sjá aðgerð- arlaus björgunarskip okkar Íslend- inga liggja langtímum saman í skjóli byggingarinnar. Ekki eru til pen- ingar til að halda þeim á sjó. Ég gef ekki mikið fyrir þá stjórnmálamenn sem forgangsraða á þennan hátt. Að lokum er það hafnarstjórnin í Reykjavík. Þangað veljast menning- arvitar og aðrir sem hafa sennilega lítið eða ekkert starfað við höfnina. Þeir telja best að fylla öll hús að menningu og matsölum. En þeir mega kynna sér málið betur. Reykjavík er stærsta verstöð Ís- lands og afl og uppbyggingu hafa Reykvíkingar sótt í atvinnulífið við höfnina. Hverra eru réttindin? Eftir Birgi Hólm Björgvinsson Birgir Hólm Björgvinsson »Ekki er minnsti vafi í mínum huga að kvótakerfið er meingallað Höfundur er stjórnarmaður í Sjó- mannafélagi Íslands. ÞAÐ ERU ákveðin málefni sem höfða til fárra og þykja al- mennt frekar leið- inleg. Sennilega telj- ast starfsleyfi og löggildingar til þeirra málefna – engu að síður eru þau mik- ilvæg og ég hvet þig til að lesa þennan greinarstúf til enda, fyrst þú hefur hafið lesturinn! Í fjölmiðlum er oft umfjöllun um eða kynning á ýmsum úrræðum sem ætlað er að bæta geðheilbrigði eða færni fólks á ákveðnum svið- um. Slík úrræði geta að sjálfsögðu verið allt frá því að vera mjög gagnleg, gagnslaus eða í versta falli beinlínis skaðleg. Í slíkri umfjöllun er yfirleitt fyrst og fremst einblínt á innihald úrræðanna en minna á bakgrunn þeirra sem úrræðin veita. Það er mjög miður þar sem bakgrunnur fólks kann að skipta sköpum í tengslum við þá þjónustu sem um ræðir. Löggilding heilbrigðisstarfs- stétta er oft fyrst og fremst talin þjóna hagsmunum fagstéttanna sjálfra og tryggir þeim vissulega ákveðinn rétt. Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt að löggild- ing setur stéttunum skýrar kröfur og skorður í starfi sínu, sem einmitt miða að því að tryggja rétt þeirra sem þjónustu þeirra nota. Löggilding starfs- leyfa ber það með sér að um viðkomandi stétt gilda ákveðin lög, líkt og lög nr. 40 frá 1976 um sálfræð- inga. Í lögum um heilbrigðisstéttir er meðal annars tilgreint hvaða lágmarkskröfur varðandi menntun og starfsreynslu viðkomandi heil- brigðisstarfsmaður þarf að upp- fylla til að geta starfað sem slíkur. Samhliða tryggja lögin skjólstæð- ingum leiðir til umkvartana vegna þjónustu viðkomandi heilbrigð- isstarfsmanna og tilgreina hvaða aðili hefur eftirlitshlutverk gagn- vart þeim. Í gildandi lögum um sálfræðinga, svo og aðrar heil- brigðisstéttir er hvort tveggja á hendi Landlæknisembættisins. Þessu til viðbótar hafa flestar ef ekki allar heilbrigðisstéttir sam- þykkt eigin siðareglur sem ætlað er að styðja og leiðbeina fagfólkinu í starfi sínu. Einungis þeir sem hafa fengið leyfi Landlæknis til að kalla sig sálfræðinga, samkvæmt lögum nr. 40/1976, mega starfa sem sálfræðingar og eins og má sjá af ofangreindu er réttur neyt- andans ágætlega tryggður hvað varðar þjónustu þeirra. Löggiltum heilbrigðisstéttum eru í gildandi lögum settar mjög þröngar skorður varðandi auglýs- ingar á starfsemi sinni, þar sem þeim er í raun einungis heimilt að auglýsa opnun starfsstofa sinna og flutning þeirra. Af því leiðir að al- menningur á mun greiðari aðgang að upplýsingum um þjónustu þeirra sem ekki hafa löggilt starfs- leyfi. Ég hvet þig til að kynna þér bakgrunn þeirra sem þú hyggst nýta þér þjónustu hjá. Ef í ljós kemur að starfsfólk hefur ekki lög- gilt starfsleyfi má reikna með að réttur þinn sem neytanda sé mjög fyrir borð borinn. Greinin sem enginn nennir að lesa? Eftir Guðfinnu Höllu Þorvalds- dóttur » Löggilt starfsleyfi heilbrigðisstétta tryggja hagsmuni not- enda. Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir Höfundur er sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands. EINU sinni sagði kona mér frá því að hún hafði alla tíð eldað sunnudagslærið eftir gamalli fjölskylduupp- skrift. Lærið var ein- staklega bragðgott, en eitt af því sem hún gerði alltaf þegar hún eldaði það var að saga hluta af leggnum af. Þegar ánægður mat- argestur bað hana um uppskriftina, spurði hann hvers vegna hún gerði þetta. Hún fór þá og spurði móður sína, sem sagði að hún hafði lært að gera þetta frá mömmu sinni. Þá fór hún í heimsókn til ömmu gömlu á Grund, sem sagði að hún sagaði legginn af því hún var með svo óvenju lítinn ofn í upphafi búskap- arins að lærið komst ekki fyrir í ofn- inum öðruvísi. Þessi saga minnir á að stundum höldum við í venjur og fyrirkomulag sem hefur verið til gagns um eitt- hvert skeið, en er það ekki endilega lengur. Við mannfólkið erum verur vanans, okkur líður oft best í að- stæðum sem við þekkjum, það gefur okkur ákveðið öryggi. Sumt í tilveru okkar getum við haft áhrif á, en annað ekki. Við lútum öll lög- málum jarðarinnar sem við búum á og þeim hringrásum sem henni fylgja. Jörðin okkar snýst um sólina, hallast frá henni hér á norð- urhveli jarðarinnar á veturna og að henni á sumrin. Fyrir okkur sem búum á Íslandi er það óhjákvæmilegt að það er dimmt á veturna og bjart á sumrin. Því höfum við orðið að að- lagast. Við lútum einnig innri hring- rásum og líkamsklukku, sem við get- um vissulega haft áhrif á að einhverju leyti, en ekki öllu. Til dæm- is hefur birtustig áhrif á syfju. Í daglegu lífi lifum við flest eftir reglum og venjum samfélagsins, mætum t.d. til vinnu eða skóla á sama tíma hvort sem það er mörgum klukkustundum fyrir sólarupprás eða mörgum klukkustundum síðar. Hér höfum við þann sið að halda óbreyttum venjum hvort sem það er hávetur eða hásumar. Margar nágrannaþjóðir okkar seinka klukkunni hjá sér yfir vetr- artímann, og kalla það „daylight sav- ing time“. Það er gert til að reyna að samstilla tímann þegar birtir við tím- ann sem flestir fara á fætur, því það flestum auðveldara og eðlislægara að vakna um það leyti sem birtir. Þetta höfum við ekki gert hér á Íslandi, og í ofanálag lifum við eftir vitlausri klukku miðað við hnattstöðu. Þegar sólin er í hádegisstað hér er klukkan 13.30. Þessi klukka sem við lifum eft- ir hér var ákveðin á sínum tíma með tilliti til samstillingar við evrópskan tíma, og út frá viðskiptafræðilegu sjónarmiði. Þá var ekkert internet eða tölvusamskipti og sími og fax var notað til að skiptast á upplýsingum á skrifstofutíma. Þetta minnir dálítið á lambalærið sem var minnkað til að komast í of lítinn ofn, og síðari kyn- slóðir héldu áfram að skera af því, þó það væri ekki lengur ástæða til. Það skiptir engu máli lengur út frá við- skiptafræðilegu sjónarmiði hvort við höfum samstillta klukku við Evrópu. Það væri þá alveg eins hægt að segja að það skipti máli að vera með sam- stillta klukku við Kína. Upplýsingar fara á milli á netinu óháð því hvenær er vökutími og hvenær er svefntími í öðrum löndum. Það sem máli skiptir er að fólki sem býr hér líði sem best í sínu daglega lífi. Mörg umferðarslys eru rakin til dagsyfju, og hér er gríðarlega mikið notað af bæði svefnlyfjum og örvandi efnum, t.d. koffeini, til að hafa áhrif á svefn- og vökumynstur fólks. Þreytu hjá börnum og unglingum um vetur þekkja allir kennarar og þeir sem umgangast börn. Mikilvægi svefns hjá unglingum er efni í aðra grein, en rannsóknir hafa sýnt fram á það sem alkunna er, að unglingar þurfa mik- inn svefn, og þurfa að sofa lengur frameftir að morgni. Ef við breytum klukkunni hjá okk- ur, seinkum henni um 1 klukkutíma til að færa hana nær réttri klukku miðað við hnattstöðu, og seinkum henni jafnframt um klukkustund að vetri til að hafa tíma dögunar nær þeim tíma sem við förum á fætur, mun samt sem áður vera dimmt um vetur og bjart á sumrin, en við vær- um þá að lifa í betri takti við snúning jarðarinnar um sólina og vonandi að auka bæði almenna vellíðan og af- kastagetu. Stór áföll verða stundum til þess að hrinda af stað hugarfarsbreyt- ingum, og nú, eftir bankahrunið mikla, eru einmitt ótal tækifæri til að huga að því hvernig við byggjum upp að nýju. Hvað er klukkan? Eftir Þórgunni Ársælsdóttur Þórgunnur Ársælsdóttir » Á Íslandi lifum við eftir vitlausri klukku miðað við hnattstöðu Höfundur er geðlæknir og áhugamað- ur um rétta klukku á Íslandi. HVER dagur í leik- skólanum er dagur nýrra verkefna. Dagur nýrra hugmynda og tækifæra. Fyrir um 60 árum stofnuðu fóstrur stéttarfélag til að berj- ast fyrir rétti sínum en líka til að berjast fyrir rétti barna. Ímynd stéttarinnar er órjúf- anlega tengd rétt- indum barna og skyldum við þau. Stundum er sagt að ef ekki væru börn væri engin þörf fyrir leikskóla. Fyrir okkur sem störfum innan leik- skólans er þetta sannleikur sem við megum ekki gleyma. Öll þróun í starfi á að miða að því besta fyrir öll börn. Að öll börn eigi hlutdeild í því starfi sem fram fer. Í námsumhverfi sem byggist á lýðræðislegum áherslum. Réttur okkar leikskóla- kennara er rétturinn til að vernda námsumhverfi og uppvaxtarskilyrði barna innan leikskólans, rétturinn til að þróa það í takt við nýja þekk- ingu og viðhorf. Daglega sé ég þau gildi sem fyrstu fóstrurnar tileink- uðu sér höfð að leiðarljósi, birtast í metnaðarfullu leikskólastarfi. Þeim ber að þakka frumkvöðlastarf sitt. Seinna tóku aðrir við kyndlinum og saman ætlum við að bera hann inn í framtíðina. Barnavinafélagið Sumargjöf Í mínum huga er það merkileg staðreynd að Barnavinafélagið Sum- argjöf var stofnuð á sumardaginn fyrsta, en Sumargjöf rak og átti fyrstu leikskólana. Leikskólinn hef- ur frá upphafi verið rekinn á for- sendum barnsins vegna barnsins. Frá því að fyrstu leikskólarnir voru opnaðir fyrir um rúmum 80 árum hefur sumt breyst en annað ekki. Leikskólakennari sem gengi inn í leikskólastofu fortíðarinnar kann- aðist sjálfsagt við margt. Leikskól- anum hefur auðnast að byggja á arf- leifð sinni og er stoltur af henni. Hún er hluti af gildagrunni flestra leik- skólakennara. Samtímis hefur námsumhverfi leikskólans tekið stórstígum breytingum, metn- aðarfull verkefni eru unnin daglega í fjölda leikskóla. Verkefni sem snúa að skapandi, gagnrýnu námi og að velferð barna. Enn á ný eru breyt- ingar framundan hjá leikskólunum. Spennandi tímar – þjóðfundur um menntamál Nýlega hafa verið sett lög og reglugerðir sem krefjast nýrra vinnubragða, nýrrar hugsunar, ný námskrá er í burðarliðnum og há- skólarnir hafa endurskoðað kenn- aranámið. Nú um stundir fagna leik- skólakennarar 60 ára afmæli stéttarfélags síns, í viku sem þeir hafa tileinkað leikskólastarfi. Sam- tímis er hópur áhug- fólks um menntamál að skipuleggja Þjóðfund um menntamál, þar sem rætt verður um menntun barna á bæði leik- og grunn- skólaaldri. Sjálf hef ég verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að taka örfá spor í sögu stéttarinnar. Framundan eru spennandi tímar, sem ég hlakka til að lifa, hlakka til að fá tækifæri til að móta. Dagur nýrra hug- mynda og tækifæra Eftir Kristínu Dýrfjörð Kristín Dýrfjörð »Réttur leikskóla- kennara er rétturinn til að vernda og þróa námsumhverfi og upp- vaxtarskilyrði barna, í takt við nýja þekkingu og viðhorf Höfundur er leikskólakennari og lekt- or við Háskólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.