Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
20-50% afsláttur
af völdum legsteinum með áletrun
á meðan birgðir endast
10% afsláttur af öðrum vörum
✝
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR,
áður til heimilis
Norðurbrún 1,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu-
daginn 1. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar
og Norðurbrúnar 1.
Kristín Axelsdóttir, Árni Ísleifsson,
Edda Axelsdóttir, Ómar Friðriksson,
Axel Hilmarsson, Sína S. Magnúsdóttir,
Steinunn Bjartmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Henry J. Schnei-der fæddist í Harr-
ison í New Jersey í
Bandaríkjunum árið
1919. Hann lést á Hal-
quist minningarlíkn-
ardeildinni í Arlington
í Virginíu 14. febrúar
2009.
Henry var kvæntur
Hallfríði Guðbrands-
dóttur Schneider í 64
ár, þau eiga tvær eft-
irlifandi dætur, Matt-
hild Schneider í Wash-
ington og Karen
Lisowski í Killeen, Texas og son, dr.
John B. Schneider í Pullman, Wash-
ington, og átta barnabörn. Þriðja
dóttirin, Ellen Schneider, lést árið
2006.
Henry nam við Rutgers háskólann
og háskóla Marylands, auk þess var
hann með gráðu frá Stjórnendahá-
skóla bandaríska land-
hersins. Hann gekk í
herinn 1939 og eftir
að hafa verið á Íslandi
í seinni heimsstyrjöld-
inni gekk hann í
bandarísku utanrík-
isþjónustuna. Hann
var konsúll á Íslandi í
þrjú ár. Í Kóreustríð-
inu var hann aftur
kallaður í herinn og
þjónaði í bandarísku
herstjórninni í aust-
urlöndum fjær og síð-
ar á ýmsum stöðum í
Bandaríkjunum, þar á meðal í
Alaska. Síðasta starf hans í hernum
áður en hann hætti árið 1966 var
sem yfirmaður samskiptastjórnar
landhersins í Suðaustur-Asíu, í Víet-
namstríðinu. Þar á eftir hélt hann
áfram í utanríkisþjónustunni, allt
þar til að hann fór á eftirlaun 1979.
Ég kynntist Henry og Öddu fyrst á
námsárum okkar Ingu Dóru í New
York, haustið 1977, þegar við heim-
sóttum þau um jól í Washington DC.
Þau bjuggu á fögru íslensku heimili í
háborg heimsveldisins og var hver
dagur sem nýtt ævintýri með hljóm-
leikum, listasýningum og heimsókn í
vesturvæng Hvíta hússins. Einnig
sóttum við alls kyns viðburði í Íslend-
ingafélaginu þar sem Henry og Adda
voru virkir félagar. Eftir það heimsótt-
um við Öddu og Henry oft í Wash-
ington og var dvölin hjá þeim alltaf vel-
komin hvíld frá streitunni í New York.
Það voru alltaf fjörugar samræður á
heimilinu, enda hjónin víðlesin og vel
að sér um margt. Ég hreifst strax af
Henry. Hann var ekki aðeins ákaflega
laglegur maður heldur líka mjög vand-
aður og vingjarnlegur og hafði ákaf-
lega góða kímnigáfu. Hann var vitur
og lífsreyndur og allar samræður við
hann gerðu mig fróðari. Ég tók sér-
staklega eftir því hvað hann hafði
skynsamlegar skoðanir og skarpa at-
hyglisgáfu og í fyrstu var ég dálítið
hissa á því að hann sem hafði verið í Ví-
etnam var svo oft gagnrýninn á utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann hafði
mikinn áhuga á vísindum og hafði
mjög gaman af að ræða um þau og
sendi hann mér oft greinar um nýjar
vísindakenningar og vísindauppgötv-
anir.
Við Inga Dóra söknum Henrys og
erum þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast jafn vönduðum og vel gefnum
manni.
Björn Birnir.
Henry J. Schneider
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
BRITTA GÍSLASON,
Östra gatan 19,
Kungälv,
Svíþjóð,
lést í Kungälv miðvikudaginn 10. febrúar. Útför hennar fer fram frá
Kungälvs kyrka fimmtudaginn 4. mars.
Marta Magnúsdóttir,
Þóra Magnúsdóttir,
Eva Magnúsdóttir,
Björn Magnússon,
Hans Magnússon,
Jón Magnússon,
Kristín Magnúsdóttir,
Gunnar Magnússon,
Anna Magnúsdóttir,
og fjölskyldur.
✝ Hallfríður Guð-brandsdóttir
Schneider fæddist í
Hallgeirseyj-
arhjáleigu í Austur-
Landeyjum 5. mars
1922. Hún lést á jóla-
nótt 2009. Foreldrar
hennar voru Matt-
hildur Kjart-
ansdóttir, f. 1891, d.
1974, og Guðbrandur
Magnússon, forstjóri
Áfengisverslunar rík-
isins, f. 1887, d. 1974.
Systkini Hallfríðar
eru Kjartan, f. 1919, d. 1952,
Magnús, f. 1924, d. 1999, Sigríð-
ur, f. 1925, og Helga, f. 1929.
Hallfríður ólst upp í Reykjavík
og lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1941.
14. júlí árið 1945
gekk hún að eiga
Henry J. Schneider
og flutti vestur um
haf. Þau áttu fjögur
börn, Matthildi, f.
1949, Karen Ann, f.
1952, Ellen Völu, f.
1954, d. 2006, og
John Brand, f.
1960, og átta
barnabörn.
Henry og Adda
bjuggu víða, meðal
annars í Japan,
Alaska, Seattle og
Annapolis, en lengst af bjuggu
þau í Falls Church, úthverfi
Washington DC.
Minningarathöfn um Hallfríði
verður í Washington í dag, 15.
febrúar.
Ég var ekki ýkja há í loftinu þegar
ég gerði mér grein fyrir því að yfir
móðurfjölskyldu minni grúfði samof-
ið ský sorgar og skammar. Móður-
systir mín Adda hafði lent í ástandinu
á stríðsárunum, gifst bandarískum
hermanni og horfið landinu sínu sjón-
um fyrir fullt og allt. Til að draga úr
skömminni var því vanalega bætt við
að Adda hefði verið heppin, hún hefði
gifst svo góðum manni.
Þegar ég var átta eða níu ára ríkti
mikil tilhlökkun í fjölskyldunni, Adda
var væntanleg í heimsókn til landsins
í fyrsta sinn. Það var þó ekki aðeins
koma hennar sem beðið var með eft-
irvæntingu heldur líka allt það sem
hún hafði með í farteskinu. Fram-
takssamar konur í fjölskyldunni
höfðu nefnilega orðið sér úti um Se-
ars and Roebuck katalóg og pantað
einhver reiðarinnar býsn af fatnaði
og dóti, sem Adda flutti til landsins,
en á tímum hafta og skammtana jafn-
aðist ekkert á við að eiga frænku í
Ameríku!
Ég hitti Öddu ekki aftur fyrr en ég
hóf framhaldsnám í mannfræði í New
York haustið 1977. Okkur hjónum
var boðið að eyða jólunum með fjöl-
skyldu hennar í úthverfi Washington
DC. Þegar við stigum inn á heimili
Öddu, hlýlegt, látlaust en fágað, hitt-
um glæsilega manninn hennar, hann
Henry, dæturnar þrjár, Matthild,
Karen og Ellen sem voru hvor ann-
arri fallegri og soninn John Brand,
sem sór sig alfarið í móðurættina,
hár, ljóshærður og bláeygður. Þá
varð mér spurn: Hver var skömmin?
Adda frænka hafði ákaflega sterk-
an og heillandi persónuleika, var
ræðin, fróð og skemmtileg og á heim-
ili hennar ríkti mikil gleði og fjör.
Þessi fyrstu jól okkar hjá Öddu eru
okkur ógleymanleg. Farið var í alls
kyns leiki og alltaf var stutt í spaug
og hlátur og margar jólagjafirnar
voru ansi skrautlegar. Upp frá þessu
bundumst við Öddu, Henry og börn-
um þeirra órjúfanlegum vináttu-
böndum. Frumburðurinn okkar
hlaut ekki aðeins fullt nafn Öddu,
Hallfríður, heldur erfði hún líka
gælunafn hennar Adda. Fram á síð-
ustu stundu notuðum við hvert tæki-
færi sem bauðst til að heimsækja
Öddu og Henry í Washington DC.
Það voru kynni mín af Öddu frænku
sem á sínum tíma kveiktu áhuga
minn á að vinna að rannsókn um ís-
lensku konurnar sem giftust banda-
rískum hermönnum á stríðsárunum,
en ég áttaði mig fljótt á því að sú
mynd sem dregin var upp af þessum
konum á Íslandi var í engu samræmi
við frásagnir og reynslu þeirra
sjálfra. Einn afrakstur þessarar
rannsóknar var heimildarmyndin Ást
og Stríð, sem ég vann að í samvinnu
við Önnu Björnsdóttur, en í þeirri
mynd kemur ástríkið sem ríkti á milli
Öddu og Henry mjög vel í ljós.
Það skiptust á skin og skúrir í lífi
Öddu og Henry eins og í lífi flestra,
en þau voru að mestu sólarmegin í líf-
inu. Stærsta áfallið kom mjög seint,
en það var árið 2006 þegar dóttir
þeirra, Ellen, lést skyndilega og á
mjög sviplegan hátt. Lát hennar reið
Öddu og Henry nærri því að fullu og
voru síðustu æviárin þeim afar erfið
og hvíldin langa því báðum kærkom-
in. Henry lést 14. febrúar 2009, á degi
ástarinnar, en Adda kvaddi þennan
heim á jólanótt árið 2009.
Inga Dóra Björnsdóttir.
Hallfríður Guðbrands-
dóttir Schneider
✝ Hörður Í. Magn-ússon fæddist í
Reykjavík 5. júní
1934. Hann lést 28.
janúar sl.
Foreldrar hans
voru Magnús Hösk-
uldsson, skipstjóri, f.
5. nóvember 1907, d.
4. október 1977, og
Jóhanna Vilhelmína
Jónatansdóttir, f. 19.
ágúst 1910, d. 30. júlí
1986.
Hörður kvæntist
Mörtu Kristínu Egg-
ertsdóttur, f. 30. maí 1934, d. 28.
nóvember 1991. Þau skildu. Börn
þeirra eru sjö: Magnús Jóhann,
kvæntur Sólveigu Jónsdóttur; Að-
alheiður Emma, gift Sigurþóri
Sigurðssyni; Jónas
Karl, kvæntur Vil-
borgu Reynisdóttur;
Albert Ísfeld,
ókvæntur; Jóhanna
Vilhelmína, gift Ást-
mari Kára Ástmars-
syni; Guðný Krist-
veig, fráskilin;
Margrét Elísabet,
gift Alexander Diehl.
Einnig eignaðist
Hörður Írisi með
Borgrúnu Öldu Sig-
urðardóttur en sam-
býlismaður Írisar er
Hilmir Chadwick Guðmundsson.
Hörður á 18 barnabörn og fimm
barnabarnabörn.
Útför Harðar var gerð í kyrr-
þey.
Fyrir sirka 33 árum hitti ég
Hörð Magnússon fyrst. Stóran og
vígalegan karl sem horfði á mig
rannsakandi augnaráði, sem sagði:
„Ætlar þessi tittur að fleka dóttur
mína“. Ég greip til þess sem ég
átti mest af, það er ágætis orða-
forða, sem dugði til að mýkja karl-
inn.
Hörður var geysiöflugur maður.
Eitt sinn mættum við manni á
göngu með hest í taumi. Aftan úr
hestinum hékk gaddavírsflækja.
Hörður spurði manninn hvort
hann ætlaði ekki að losa flækjuna,
maðurinn kvað nei við. Þá fór
Hörður að losa hana sjálfur, en
hestamaðurinn ætlaði að ýta Herði
frá, sem brást illa við, tók í
hnakkadrambið og afturendann á
kauða og fleygði honum yfir girð-
ingu. Eitt sinn bað Hörður mig og
bróður minn að aðstoða sig við að
koma ísskáp upp á 3. hæð. Eitt-
hvað hefur Hörð verið farið að
lengja eftir okkur því að þegar við
komum var ísskápurinn kominn á
sinn stað. Hörður hafði borið hann
einn upp. Svo var það þegar hann
var að berjast við að koma þekkt-
um kappreiðahesti í hús en hest-
urinn var mjög erfiður, stökk æv-
inlega með miklu afli frá og rykkti
í tauminn sem Hörður hélt í. Að
lokum gafst hesturinn upp og fór í
hús en þá var Hörður búinn að
slíta vöðva í handlegg.
Hörður hafði yndi af hestum og
fór ég oft í útreiðartúra með hon-
um. Þá vildi hann vera í fárra
manna hópi, enda einfari í eðli
sínu. Hörður hafði gaman af að
segja sögur, oft voru það sögur af
siglingum og ferðum til annarra
landa, sem hann sagði af mikilli
innlifun og sem hann endaði oft
setningar með orðunum „og fram
eftir götunum“ til að stytta mál-
gleðina. En það er nú önnur saga.
Hörður var stálheiðarlegur og
vildi að orð stæðu, handaband og
engar undirskriftir. Hann hafði
yndi af góðum söng og spilaði
gjarnan í bílnum. Þá hafði hann
mikla ánægju af veiðiskap og að
skoða landið sitt. Hann átti fáa
vini aðra en börnin sín sem hann
var ákaflega duglegur að heim-
sækja, sum hver, bæði á vinnu-
stað og heimili. Þó voru til nokkr-
ir eldri vinir sem hann hitti stöku
sinnum. Nú þegar þessari för
Harðar er lokið, þá situr eftir
minning um mann sem ég hefði
ekki viljað missa af að kynnast.
Mönnum eins og hann var fer
fækkandi. Víkingur af gamla
skólanum með krafta í kögglum.
Bálför Harðar hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurþór Sigurðsson.
Hörður Ísfeld
Magnússon
Kær bróðir minn,
BJÖRN HELGASON,
Fossi á Síðu,
andaðist 12. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Guðleif Helgadóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar