Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 8
ÍSFIRÐINGUR fyrir Skálholtsstað alla tíð, meðan hún lifði. Ekki verður hér að neinu ráði sagt frá störfum Bryn- jólfs bis'kups, en einhvers verður þó að geta. Hann efldi mjög skólann í Skáiholti, vandaði val skólastjóra og kennara, annaðist þar sjálfur nokkra kennslu og vakti athygh á nýjum hugmyndum í heimspeki og vísindum. Hann hafði gott eftirlit með störfum presta og kristni- haldi og fór á hverju sumri í yfirreið eða vízitazíuferðir. Þannig fór hann 10 sinnum um Múlasýslur og Skafta- fellssýslur, en 9 sinnum um Vestfirði. Skrifaði haxm glöggar 'lýsingar í gjörða- bækur embættisins, en þær bækur og bréfabók Brynjólfs veita mesta fræðslu um störf hans og hafa inni að halda geysimikinn fróðleik um líf hans og vinnubrögð og raunar um sögu Islendinga um mið- bik 17. aldar. Á þessum tímum var holds- veiki algeng á íslandi og færðist í aukana. Beitti Bryn- jólfur biskup sér fyrir því, að •komið var á fót fjórum spítölum fyrir höldsveika menn, og hafði hann umsjón með 'þeim í fyrstu. Kom hann á ýmsum nýmælum í því sambandi, bæði með tekju- öflun o.fl. Sýna afskiptí hans af þessum málum bæði mann- úð og víðsýni. Var þessum spítölum haldið vdð í nærri 200 ár. Brynjólfur biSkup lét byggja upp staðinn í Skál- holti, bæði dómkirkjuna og staðarhúsin. Er til þess tekið, hve vel var vandað til þeirra framkvæmda, bæði um efni og vinnu. Lagði biskup sérstaka áherzlu á að allt væri traust og öflugt, enda voru þessi timburhús hans sterk og stóðu dengi. Við alla aðdrætti og efnisöflun sýndi hann mikla fyrirhyggju og fram- taksemi. Bar Skálholtsstaður merki hans um langan aldur. Jón Halldórsson segir svo í ævisögu biskups. „Meistari Brynjólfur var um sína tíð forsvar og athvarf s'líkt sem hann kunni, bæði landinu, stiftinu, almúganum og öðr- um, sem til hans ráða og aðstoðar leituðu, var og for- ingi að því að svara háyfir- valdsins vandasömu erindum og boðskap”. Nefnir Jón síðan dæmi um þetta. Er ekki að efa að Brynjólfur bar mikla umhyggju fyrir vel- ferð íslendinga og hélt fram réttindum þeirra af einbeitni og hyggindum, eftir því sem fært var. Fræg er frásögn Áma Magnússonar af mót- stöðu bisikups gegn fyrirmæl- um konungs og höfuðsmanns á Kópavogsfundi 1662. 17. öldin er illræmd fyrir galdratrú og galdrabrennur. Þessi ofsatrú náði iþá hámarki sínu hér á landi, og höfðu Íslendingar þó varist henni vonum fremur. Þótti hún nú í hvívetna samræmast kristi- legri kenningu, svo að flest- um stóð mikill geigur euf göldrum og galdramönnum og töldu 'brýna nauðsyn að fyrirkoma þeim, enda voru þeir taldir fulltrúar djöfulsins og njóta hans íulltingis til illverka. Erlend S'kólamenntun varð sízt til þess að draga úr þessu of- stæki, enda var mikið lun galdrabrennur í öðrum lönd- um. Brynjólíur biskup Sveins- son virðist þó ekki hafa verið háður þessari galdratrú. Jón Halidórsson segir frá því, að árið 1650 hafi 13 skólapiltar orðið uppvísir að galdrastafameðferð, flestir af ungæðis fávisku og hnýsni, en þetta óvinarins illgresi hafi dreifst af Vestfjörðum inn á það herrans hveitisáðland. Brynjólfur biskup veitti þeim skólarefsingu og vísaði þeim úr skóla, en ekki undir dóm sýslumanna eða veraldlegra yfirvalda. Tók hann síðan flesta af þessum piltum í skólann aftur ári síðar. Urðu síðan margir þeirra frjósamar kornstengur í herrans akri”, segir séra Jón Halldórsson. Árið 1664 fékk Brynjólfur bisikup í hendur frá skóla- meistara staðarins galdra- kver nokkurt, er fundist hafði í hvilu tveggja skólapilta, Einars Guðmundssonar frá Straumfirði og Odds Árnsonar frá Þorlákshöfn. í bréfabók Brynjólfs er nákvæm lýsing á innihaldi kversins. Hafði það að geyma samtals 80 galdrastykki, eins og þau eru kölluð. Voru þar gefin ráð til að nota fjölkynngi sér til framdráttar í margvíslegum vanda. Voru þar meðal annars ráð til að öðlast hylli vina með hálfu selshjarta og rauð- magaskildi, að útvega gras tii að Ijúka upp öllum lásum, að fiska vel, að spekja hest sinn, að stefna djöfli, Þór og Óðni og öllum vættum til heilla sér, að kona fái ekki barn, að gjöra 'komur lauslátar, að drepa mann með mannsýstru og hræðilegri sakramentis misbrúkun' — og skal nú ekki lemgur talið. Hófst nú málarekstur og vitnaleiðslur í Skálholti. Viðurkenndi Einar Guðmunds- ison, að ihann hefði skrifað hluta kversins eftir blöðum, sem Bjami Bjamason frá Hesti í önundarfirði hefði haft undir höndum, en aldrei kvaðst hann hafa reynt að færa sér þessi ráð í nyt, og ekki vissi hann ti'l þess, að aðrir s'kólapiltar hefðu reynt til þess. Það kom á daginn, að Bjarni Bjarnason frá Hesti hafði skrifað allt kverið fyrir þremur árum eftir kveri Erlings Ketilssonar frá Þóru- •stöðum í önundarfirði, en Erlingur sá var farinn af landi jbrott til Englands. Brynjólfur biskup vísaði piltunum þegar úr skóla og burt af staðnum. Sá hann ekki annað fært, en skrifa sýslumanni Ámessýslu og Sigurði lögmanni og segja þeirn frá þessu. Er þó talið, að honum hafi verið óljúft að tefla lífi piltanna í tvísýnu, en búast mátti jafnvel við dauða- dómi fyrir svo alvarlegan glæp. Oddur Árnason reyndist ekki eiga neinn þátt í upp- skrift kversins, en mál þeirra Einars og Bjama fékk góðan enda. Áður en mál þeirra kom til kasta yfirvaldanna, voru piltamir „burtu af landi sigldir”, svo sem biskup segir í bréfi til umboðsmanns höfuðsmannsins. Er það sumra manna gmnur, að Brynjólfur hafi átt í því að koma iþeirn til Englands, en þangað fóru þeir. Þar and- aðist Einar, en Bjami kom aftulr tiil íslands eftir þrjú ár. Er þess ekki getið, að hann hafi þá verið 'hafður fyrir sökum. Hann bjó í Amarbæli á Skarðsströnd og gerðist lögsagnari og lögréttumaður. Fyirir hálfri öld voru hér enn á kreiki sagnir um það, að Bjami hefði flutt sig frá Hesti •til Breiðaf jarðar á þann hátt að bera farangur sinn á bát sinn hér í önundarfirði og sdgla 'honum síðan fyrir alla núpa og Látrabjarg og þóttí djarfræði. Á Síðasta ári var ártíðar Hallgríms Péturssonar minnst á margan hátt. Þá var rifj- aður upp þáttur Brynjólfs Sveinssonar í sögu Hallgríms, hvernig þeir fundust í Dan- mörku og Brynjólfur kom honum til náms og studdi hann síðan til prestskapar. Þannig varð Brynjólfur hjálparmaður Hallgríms,. og hefur verið ályktað, að ekki ættum við nú Passíusálmana án hlutdeildar Brynjólfs. í þessu sambandi hefur verið •bent á, að séra Jón Sveinsson í Holti í önundarfirði, hálf- bróðir Brynjólfs, átti fyrir konu Þorbjörgu Guðmunds- dóttur föðursystur Hallgríms Péturssonar. Er talið víst, að hún hafi haít áhyggjur af frænda sínum erlendis og beðið Brynjólf að grennslast eftir því, hvernig högum hans væri háttað. Er gott að minn- ast þess, að héðan úr Holti hafi legið þráður til Hailgríms Péturssonar og þeirra straum- hvarfa í lífi hans, sem vísuðu honum veg til Passiusálm- anna. Brynjólfur biskup þótti ræðumaður góður, skýr í máli og hugsun. Hann var bænrækinn og trúði á mátt bænarinnar. Sagði hann sjálf- ur, að hann hefði verið frem- ur tornæmur í bernsku, en það lagaðist eftir innilegar bændr hans um hjálp heilags anda við námið. Þótti hann æ síðan hafa skarpar gáfur og farsælar. Á þesisari öld var víða 'hatur milli kaþólskra manna og mótmælenda, jafnvel ofsóknir og 'trúarbragðastyrjaldir. En það er tekið fram um Bryn- jólf biskup, að hann hafi aldrei hallmælt kaþólskum né viljað heyra þeim hallmælt, en þó gætti aldrei kaþólskra áhrifa í kenningu 'hans. Það er einnig tekið fram, að hann hafi ekki mátt heyra Jóni biskupi Arasyni hallmælt, enda var Jón biskup langaaíi Ragnheiðar, móður Brynjólfs, En Brynjólfur hefur vafalaust kunnað að meta þá þætti í baráttu Jóns, sem vörðuðu réttindi ís'lendinga. Jón Halldórss'on segir, að Brynjólfur hafi oft ritað nafn sitt Brynjólfur S.s.R. en það merkti Sveins son og Ragn- heiðar. Þannig vildi hann minnast hennar um leið og föður síns, enda munu hafa verið miklir kærleikar með Þess er áður getið, að kona Brynjólfs og börn þeirra öll dóu á undan honum. Ragn- heiður lifði lengst af börnun- um, en harmsaga hennar er vel kunn enn í dag, enda hafa góðskáld fjallað um hana í ljóðum, skáldsögum og sjón- leik. Hefur bis'kup þar hlotið nokkurt ámæli vegna fram- komu sinnar við Ragnheiði, en iþess verður að gæta að lífsreglur og siðalögmál 17. aldar voru um margt á annan veg en nú tíðkast. í ævisögu þeirri, sem Jón Halldórsson ritaði um Bryn- jólf biskup eru m.a. tvær frásagnir, stuttar en eftir- minnilegar. önnur þeirra er á iþessa leið: öll föng og forráð til stað- arins og -staðarbúanna, sem þá voru oftast 3 eða 4, vildi hann láta vera yfirfljótanleg, svo ef honum sýndist sem skortur mundi verða á einhverju, fengu ráðsmenn eður yfir- brytar, sem þar fyrir skyldu sjá, skarpar áminningar fyrir þeirra forsjónarleysi, svo einu sinni á þorra um veturinn eður litlu síðar, þótti honum fiskur heima á staðnum ekki vera svo yfirfljótanlegur sem hann vildi. Mátti þó eftir annarra áliti nóglega hrökkva langt fram á sumar. Sagðist hann mega fflosna upp með alla sína fjölskyldu, allt staðarfólkið, fyrir annarra forsjónarleysi. Var enginn annars kostur en að ráðs- maður eftir skarpar ádeilur gerði strax út menn um há- veturinn með marga skaflá- járnaða hesta til að sækja fisk austur í Skaftafellssýslu þeim mæðginum. er mörgum kostum gœdd • Ljósritunarhraði allt að 50 eintök á mín. • Mjög hagstætt verð á ljósritunarpappír. • Pappírsforði á rúllu og stærð ljósrits alltaf skorið eftir stærð frumrits. • Ljósritar upp í 298 mm. á breidd og óendanlega lengd. • Ljósritar alla liti, prent, handskrift, Ijósmyndir, teikningar og úr bókum. TÖKUM AÐ OKKUR LJÓSRITUN [R^Í]Æ^OD^00=0^ K«jARAI\l HK A MEÐAN BEÐIÐ ER skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.