Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 16

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 16
16 ISFIRÐINGUR 11” Swing 13” Swing 15” Swing 17" Swing 21” Swing HARRISON Mjög hagstœtt verð Lengd: 610 mm 3050 mm sker, allt sem hægt var að I bragðið ai mjólkinni. Það var eins og hann hugleiddi málið andartak, kroppurinn slaknaði og kyrrðist, og síðan breyttist hljóðið í honum í ánægjulegt uml, og hann fór að svelgja mjólkina með græðgi hins banhungraða dýrs. Nú þurfti ekki að neyða ofan í hann sopann lengur. Hann slokaði allt úr flöskunni og heimtaði meira. En nei — það mátti hann ekki fá. Þá yrði honum bara illt í maganum. Nú var Lubbi ekki lengur dauðhrætt villidýr. í einum svip hafði hann breyst í hálf- gerðan kjölturakka, bar ekki lengur minnstu tortryggni í brjósti til þessara skrítnu vina sinna sem hópuðust utan um hann. Hann leyfði þeim að klappa sér og kjassa eins og þau vildu, og þegar þau loksins buðu honum góða nótt og héldu til dyra kom hann bröltandi á eftir þeim og ambraði eins og lítið barn. Daginn eftir var komin tútta á flöskuna hans, og það var eins og Lubbi hefði aldrei annað gert en að sjúga pela. Nú fóru dýrðlegir dagar í hönd. Áhugi krakkanna fyrir þessum nýja heimalning og umhyggjan fyrir honum, áttu sér engan endi. Það var ekki heldur hægt að hugsa sér skemmtilegri og betri vin en hann Lubba. Verst var þó að hann gat ekki hlaupið. Hann varð að láta sér nægja að brölta áfram á kviðnum, forvitinn og áhuga- samur, rausandi og þusandi á sínu útselsmáli, sem hann þó auðvitað kunni sáralítið í. Alltaf var hann í sólskins- skapi og vildi láta leika við sig, klappa sér og klóra. Og þótt hann vildi ekkert éta nema mjólkina úr flöskunni sinni, þá var hann alttaf jafn sólginn í hana. Veðrið gekk niður daginn eftir að Lubbi gerðist fóstur- sonur krakkanna í Fagureyj- um og nú fór góðviðriskafli í hönd, með unaðssemdum siðsumarsins, eins og það getur indælast orðið. En það var nóg að gera, og krakk- amir þurftu að hjálpa til. Einn daginn var komið með hlaðna báta af heyi úr Út- eyjum, sem síðan var borið upp á Hjallatúnið og breitt til þerriis, því að það var ekki fullþurrt. Það var verk krakkanna að rifja heyið meðan það var að þorna, og þá líkaði nú Lubba lífið. Hann sentist á eftir krökkunum í hálfþurrum flekknum og kunni sér ekki læti. Loks var hann orðinn alveg kúguppgefinn o-g stein- sof-naði -í -sólskininu, sæll og hamingjusamur. Þegar búið var að hirða al-lt hey fóru allir að keppast við að taka upp kartöflurnar. Einn garð- urinn var einmitt rétt hjá húsinu hans Lubba. Það var fjárhúsið sem han-n var bor- inn inn í kvöldið -góða, og hafði verið heimili hans s-íðan. Nú vcru kartöflurnar born- ar inn í þetta hús cg breiddar til þerris, en Lubbi hefur eflaust talið að honum kæmi þetta töluvert við, sem hús- ráðanda, og sentist fram o-g aftur á efti-r fólkinu til að Mta eftir að allt færi sóma- samlega fram. Hann bægsl- aðist áfram í lausri garð- moldinni strangur á svip, hann var á þönum fram og aftur yfir túnið og gaf fyrir- skipanir, á svolítið bjagaðri útselsku af mikilli röggsemi. En iþetta var erfitt s-tarf fyrir ekki eldri sel, og svo fóru leikar að hann sá þann kost vænstan að leggja sig í sól- skininu sunnan undir vegg og láta þessar einkennilegu mannskepnur alveg um að amstrast með þessar blessaðar kartöflur sínar. En það var ekki sjón að sjá Lubba svona moldugan yfir hausinn eftir uppskerustörfin. Einn daginn voru allir roknir til lands í göngur, það er að segja flestir. Það urðu náttúrulega einhverjir að vera heima til að gæta bús og barna — og gefa Lubba mjólkina 9Ína. Það var nú meira hvað hann gat þamb- að af mjólkinni, en þó hann stækkaði þá var hann ekkert feitur eins og selir ei-ga að vera og stundum var honum illt í maganum. Svo komu bátarnir úr landi, hver-ja ferð- ina eftir aðra, og fluttu féð út um allar eyjar. Féð var svangt eftir smölun og ferða- lag og tók hraustlega til matar síns og dreifði sér um eyjar og hólma, fjörur og komas-t. Sumar ærnar höfðu týnt lömbunum sínum, og það var mikið jarmað og leitað meðan allt var að komast í lag aftur. Ein ærin kom rás- andi heim að húsinu sínu og sá eitthvað hvítt liggja þar fyrir dyrum úti. Hún hélt að þetta væri lambið sem hún var að leita að og kom hlaup- andi á harðaspretti með miklu jarmi. Þegar hún sá að þetta var seluri-nn þá varð henni nú sannarlega ekki um sel. Lubba lei-st heldur hreint ekkert á svona heimsókn. Hann þótt- ist vera húsbóndi á sínu heim- ili og urraði og hvæsti þegar ærin gerði sig Mklega til að þefa af honum. Þó að mikið væri um að vera -hjá krökkunum í sam- bandi við féð, og þau væru á þönum við smalamensk-ur vegna sjávarhættunnar, þá gley-mdu þau ekki fóstursy-n- inum í Hjallahúsinu. Þau reyndu að fá hann til að éta eitthvað fleira en bara mjólk- ina, sem hann þreifst auðsjá- anlega ekki nógu vel af. En Lubbi vildi ekkert annað þiggja. Þá var reynt að blanda lýsi í mjólkina, en 'það mátti ekki vera mikið. Annars neitaði hann að drekka. En þó hann þrifist ekki nógu vel voru allir vongóðir um að hann kæmist nógu vel á legg til að bjarga sér sjálfur í sínu rétta umhverfi. Skömmu eftir að féð kom úr landi fækkaði í krakka- hópnum. 2 strákar og ein stelpa voru á förum Suður heim ti-1 sín. Þau áttu reyndar að vera byrjuð í skólanum en höfðu fengið leyfi til að vera í sveitinni fram yfir göngurnar. Líklegast fannst þeim leiðinlegast að kveðja Lubba. Þau klöppuðu honum og struku og báðu hann að vera duglegan að stækka og koma aftur til að heilsa þeim næsta sumar. Lubbi horfði spek- ingslega á þau og flutti stutta -kveðjuræðu á sin-u fagra út- selsmáli, en nú mátti hann heita orðinn altalandi á því. Ha-nn þakkaði þeim innilega fyrir samveruna og allt sem þau höfðu fyrir han-n gert, og sagði að sér yrði það sönn ánægja að koma í heimsókn næsta sumar, og vonaðist til að hitta þau þá aftur glöð og hress. Líklega skildu krakk- arnir ekki hvert orð sem hann sagði, því að útselska er mjög erfitt tungumál, en þetta var vinur iþeirra, og vini sína s-kilja allir í aðalatriðum. Síðdegis, -þennan sama dag, kom Gunnar í heimsókn til Lubba. Það var hásjávað og nú datt honum í hug að baða kópinn og venja hann um leið við að fara í sjóinn. Hann hafði sem sé ekki í sjó komið síðan hann var tekinn í fóst- ur, og engan áhuga sýn-t á að komast þangað. Gunnar tók vin sinn í fang- ið og labbaði með hann niður í fjöruna. En það var eins og selurinn væri hræddur við þessi réttu heimkynni sín —- sjóinn. Hann ókyrrðist í fangi Gunnars, og þegar hann var lagður í flæðarmálið, sneri hann frá í dauðans ofboði og brölti af stað upp fjöruna. — Nei heyrðu mig nú, held- urðu að nokkm selur hagi sér svona? sagði Gunnar. Síðan tók hann Lubba og stakk hon- um á kaf í sjóinn fram af hleininni. Kópurinn hlyti að átta sig á sínu rétta eðli þegar í sjóinn kæmi. En það var nú öðru nær. Lubbi kom úr kaf- inú með miklum andköfum, saup hveljur og hóstaði og brölti með írafári upp á hlein- ina aftur. Aldrei hefði hann grunað að hann Gunnar ætti svona ótiuktarskap til. Hann var greinilega stórmóðgaður og tók öllum sáttatilratmum fálega. Morguninn eftir, iþegar einhver ætlaði að færa Lubba pelann sinn, lá hann í bæli sínu og var — dáinn. Þetta kom eins og reiðarslag og allir urðu fjarskarlega sorg- bitnir. En Lubbi varð ekki vakinn til -Mfs frekar en aðrir sem dánir eru, en fékk í þess stað sómasamlega útför, og allir bles-suðu minningu hans. Aldrei fékkst endanlega úr því skorið hvert banamein Lubba var, enda var enginn læknir sóttur til að skoða lík- ið. Voru þetta bara vanþrif af því að hann hafði ekki sitt rétta viðurværi? Hafði honum orðið svona mikið um að fara í sjóinn? Eða var or- sökin einhver veikindi? Þvi fengu vinir hans 1 Fagur- eyjum aldrei svarað. Vestfiröingar! Vér óskum yður gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þökkum viðskiptin á líðandi ári

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.