Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Side 23

Ísfirðingur - 15.12.1986, Side 23
ÍSFIRÐINGUR 23 köttur einn ljós að lit með grá- um flekkjum. Er hann stórvax- inn, eða öllu heldur gildur. Er sagt að köttur þessi sé um 10 kg að þyngd. Elías nefnir köttinn Vin sinn (með nefið) — Vinur minn — með nefið. Vafalaust mun köttur þessi, sem orðinn er 11 ára, veita hinum aldna, ein- stæða manni nokkra ánægju — og er það vel. Einn af kennurum skólans, Hilmar Ámason yfirkennari, lofaði kennaranum að fljóta með í bifreið sinni til Tálkna- fjarðar nokkrum sinnum. Frú Hilmars, Rósa að nafni, og dóttir, Sylvía, 13 ára, voru með í bílnum. Ekið var dálítið út fyrir þorpið, að heitri uppsprettulind eða potti. Var síðan afklæðst og legið þama í glóðvolgu vatninu alllanga stund. Þetta er vafa- laust mikill heilsubrunnur. Guðmundur Ingi Krístjánsson: Afmæliskvæði Framsóknarflokksins Flutt í Háskólabíói 6. nóvember 1986 Þeir reistu merkið í Reykjavík til ráðgjafar íslenskri þjóð átta þingmenn utan af landi og eldhuginn Jónas frá Hriflu sem bak við þá bóndamenn stóð. Oft var í landi stríðið strangt er stefnurnar tókust á. En góð reyndust vopnin til varnar og sóknar. Þau vopn heita Tíminn og Dagur sem notum við nú eins og þá. Eiður Thoroddsen, sonur Braga rekstrarstjóra, er enn ungur maður. Hann er verk- stjóri hjá vegagerðinni. Eitt sinn leit kennarinn inn hjá Eiði og leit á húsakynni. Köttur einn, svartur að lit, er þar heimilis- vinur og liggur jafnan inni í stól í stofunni. Tvær dætur skólastjórahjón- anna, Linda Rós (13 ára) og Jóhanna (8 ára) færðu kennar- anum bakka skreytta að gjöf. Þakkaði hann þeim með tveim- ur vísum að verðleikum. Þetta voru þeirra handaverk. Patreksfjörður er allstórt sjávarþorp, býr þar á tíunda hundrað manns, en fer heldur fækkandi. Ekki er það vegna lítillar atvinnu, því að þar er meira en nóg að starfa fyrir alla, sem vilja og geta unnið, en lík- lega er atvinnan full einhæf, að fólki finnst — mikið fiskvinna. Þegar þetta er ritað, sunnu- daginn 23. nóvember, er ein heil vika eftir kennslu hér hjá sendikennaranum, en auk þess nokkrir dagar sem hann verður hinum nýja kennara til aðstoðar og leiðbeininga fyrstu daga hans í starfinu. Grein þessi er lítil greinargerð manns sem settur var til kennslu um stund- arsakir. Ef einhver hefur gaman af að lesa hana eða getur unað við lestur hennar, er fyrirhöfnin meira en borguð við samningu hennar. Þakkir til Patreksfirð- inga og bestu jóla- og nýársósk- ir! Auðunn Bragi Sveinsson. Þeir stofnuðu traustan Framsóknarflokk með formerki djörf og snjöll en bakhjarlar þeirra til sjávar og sveita var samvinnustefna fólksins og ungmennafélögin öll. í ellefu liðum var ávarp gert, sem alhliða stefnuskrá um atvinnublómgun og alþýðumenntun, að ógleymdri samhjálp og frelsi sem fólkið átti að fá. Sú byggðastefna var boðuð þar sem blómleg í verki stóð með menntaskóla á Akureyri og alþýðuhéraðsskóla sem lyftu lesandi þjóð. Og þegar hin fyrsta Framsóknarstjórn í forvígi landsins gekk þá opnuðust vegir með undrahraða með öðrum samgöngubótum sem fólkið íbyggðunum fékk. Og þá komu dagar og þá komu ráð sem þjóðinni gott var að fá. Og umskiptin voru aldrei meiri við íslensk stjórnarskipti né hollari heldur en þá. Og draumarnir rættust í daglegri önn, þá döfnuðu sveitir og ver. Og nú þegar litið er langt til baka er Ijóminn um Jónas og Tryggva sá bjarmi sem bjartastur er. Gleðilega jólahátíð, þökkum við- skiptin á líðandi ári og óskum far- sældar og friðar á því nýja. Kaupfélag Króksfjarðar Heimskreppan illræmda gekk í garð og grimmd hennar lengi stóð. Þá héldu þeir vökunni, Hermann og Eysteinn. Með höftum og gjaldeyrismiðlun þeir björguðu bágstaddri þjóð. Og eins þegar rofaði aftur til var afstaða þeirra glögg. Þá leiddu þeir flokkinn þá félagsgötu sem frjálsum mönnum hentar með víðsýni, ráðdeild og rögg. Um Ólaf og Steingrím með sanni er sagt að sömu þeir fetuðu braut. í hafréttarmálum stóð Ólafur ætíð með íslenskri rósemd og festu uns Bretastjórn lögum hans laut. Steingrímur merkinu fylgir fast með föður síns þrek og dug. Honum er runnið það kapp í kinnar að kveða verðbólgudrauginn niður á neðsta tug. í sjötugum flokki við sækjum fram til sigurs á góðri leið og rækjum það hlutverk miðjumanna að milda samtímans öfgar svo fólki sé gangan greið. Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Iðnverk hf. Patreksfirði Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Verslunin Karin, Ljóninu Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Útgerðarfélagið Brimnes

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.