Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Síða 27

Ísfirðingur - 15.12.1986, Síða 27
ÍSFIRÐINGUR 27 Yísnaþáttur Herdís og Ólína Andrésdætur, tví- burasystur og skáldkonur, voru fæddar í Flatey á Breiðafirði, 13. júní 1858. Foreldrar þeirra voru: Andrés Andrésson og kona hans Sesselja Jónsdóttir. Bærinn sem þær ólust upp í, hét Hólsbúð og var sunnanvert á eyjunni. Þær voru náskyldar Þóru móður Matthíasar Jochumssonar en föðuramma þeirra var alsystir Þóru. Andrés faðir þeirra þótti vel hag- mæltur og skáldablóðið virðist hafa verið í báðum ættum þeirra, því Sesselja móðir þeirra var einnig skáldmælt. Herdís giftist 1880 Jóni Einari Jónssyni, stúdent, frá Einarsnesi. Þau eignuðust 7 böm, en þrjú þeirra lifðu. Herdís lést 21. apríl 1939. Ólína andaðist 19. júlí 1935. Hún giftist ekki, en eignaðist dóttur, Ást- ríði, með Guðbrandi Sturlaugssyni frá Hvítadal. Ljóðmæli þeirra systra komu fyrst út 1924, síðan 1930 og síðan 1967. Bók þeirra systra heitir því yfirlætis- lausa nafni „Ljóðmæli Ólínu og Herdísar.“ Þáttur Ólínu er nokkm meiri að vöxtum í bókinni en Her- dísar, og einnig er þar að finna ljóð og vísur er þær ortu saman. Hér á eftir fara nokkur sýnishom af kveð- skap þeirra. Ólína kvað: Eigirðu land sem ástin fann, unnt er að standast tálið. En þegar andast ánægjan, aftur vandast málið. Sértu ekki af aurum fjáð, er það kölluð mæða. En hæstu tónum helst er náð, er hjartans undir blæða. Ólína minnist rökkurstund- anna við Breiðafjörð og sér þær í rósrauðum hillingum. Hún segir: Vetrar löngu vökurnar vóru öngum þungbærar, við ljóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin unaðar. Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Henni verður mikið um að frétta andlát frænda síns Matt- híasar Jochumssonar. Gleðin smækkar, hryggðin hækkar, hróður brást um andans völl, skáldum fækkar, landið lækkar, loksins sjást hér engin fjöll. Um ferskeytluna: Ferskeytlan er lítið ljóð, létt sem ský í vindi, þung og dimm, sem þrumuhljóð, þétt sem berg í tindi. Sléttubönd: Sálin fagnar, ljóssins ljúft leiftrar bjarta rúmið, málið þagnar, dulardjúpt dvínar svarta húmið. Þótt færri kvæði liggi eftir Herdísi, er hún ekki síður hag- mælt en systir hennar Ólína. Herdís kveður: Þegar margt vill móti ganga, mæða treinist flest, til að stytta stundir langar stakan reynist best. Góuvísa: Þeysti góa í garð með snjó geyst með nógu skriði. En þorri hló og hneig og dó hljótt í ró og friði. Nýir bragarhættir: Snemma hafði eg yndi af óð og ást á fögrum brögum. En ungu skáldin yrkja ljóð undir skrítnum lögum. Ferskeytlan er henni æfinlega tiltæk: Hvín í hnjúkum helfrosnum, hrannir rjúka á firðinum, ligg ég sjúk af leiðindum, læt þó fjúka í kviðlingum. Oftast svellin örlaga illum skellum valda, fyrir brellum freistinga fáir velli halda. Vinkona Herdísar bað hana að gera vísu. Hún svaraði: Að bragða aldrei Boðnar vín best ég hygg að fari, ég er orðin elskan mín, ekta Goodtemplari. Svona fór það fyrir mér, frá því satt ég inni. Lítið var en lokið er ljóðasmíði minni. Kveðið við spuna: Þó mig gigtin þjái grimm og þunnan beri ég lokkinn, séð hafi árin sjötíu og fimm, sit ég enn við rokkinn, Þið sem eruð ung og frá og engu viljið sinna, getið ekki giskað á, hvað gaman er að vinna. Systurnar gengu inn Laugaveg eitt sinn og sáu epli í búðar- glugga. Ólína kvað: Ekki hefir greyið allt það gleypt, sem á hana felldi skugga. Herdís botnaði: Einhverju hefur Eva leift, fyrst epli er í hverjum glugga. Herdís kvað: Við höfum marga vísu lært, sem vermdi og hressti geðið. Ólína botnaði: En það verður aldrei þjóðum kært, sem þungt eða stirt er kveðið. Emma Hansen: Vestfjarðaför 13. júlí 1986 Djúp eru sund og draumablá. Dökk eru þverhnípt fjöllin. Uppi er heiðin harla grá hún er í stíl við tröllin. Vestfirskan galdur virðist tjá vogskorin klettahöllin, heljar þá vindar hamra slá og harðsnúin ölduföllin. Vinjar í milli vaka hér, vaxnar með kjarri og gróður. Fossinn í gljúfri flytur hver fegursta íslandshróður. Ósnortinn dalur einn og sér útlagann faldi hljóður. í túnkraga gömul tóttin er töfra og minja sjóður. Systurnar komu í hús, þar sem Herdís hafði ekki komið áður. Herdís kvað: Hingað aldrei hef ég inn hendi eða fæti skotið. Ólína botnaði: En ég get sagt á háttinn hinn, hér hef ég gleði notið. Ólínu vantaði aðgöngumiða að fyrirlestrum trúmálavikunn- ar, en einhver hafði náð í miða fyrir Herdísi. Ólína kvað: Ýmsir hafa inni þar annarra hjálpar notið. Herdís botnaði: Á miskunn Guðs og Guðrúnar geturðu kannske flotið. Magdal. Thoroddsen tók saman. Til Vestfírðinga í auðnu og sorgum er okkar hér þörf, hér eigum við ræturnar heima. Og hver á að annast hér útvarðastörf ef allir til sumarlands streyma? Áslaug S. Jensdóttir, Núpi. cX Frá ísfirðingi Ritstjórnin sendir öllum sem í blaðið hafa ritað á árinu 1986 kærar þakkir fyrir góð samskipti, Gleðileg jól - farsælt nýtt ár. Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum sendir öllum Vestfirðingum svo og öðrum landsmönnum innilegar jóla- og nýjárskveðjur.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.