Monitor - 12.08.2010, Side 6

Monitor - 12.08.2010, Side 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Myndir/Ernir Gæjaleg tíska fyrir skólann Fótboltastúlkan Hanna María kíkti við á Monitorstaði fyrr í vikunni. Fer nú haustið að skella á og ekki seinna vænna að fara að huga að skólafatnaði og kíktum við því á úrvalið í Sautján. Morissette hrærir í barn Kanadíska söngkonan Alanis Morissette hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu árin en hún hefur þó greinilega ekki setið auðum höndum því nú hefur hún hrært í eitt stykki barn, eða bumbubúa eins og það er jafnan kallað á Barnalandi. Barnið bjó hún til með rapp- aranum Mario Treadway sem betur er þekktur sem Souleye. Þau giftu sig einmitt í vor en þá höfðu þau verið að hittast í um átta mánuði. Söngkonan greindi frá þunguninni í tímaritinu US Weekly í lið þar sem hún var beðin að nefna 25 hluti sem lesendur vissu ekki um hana. Listann endaði hún á þeirri staðreynd að hún gengi með barn. Þetta er fyrsta barn Morissette sem er 36 og jafnframt fyrsta hjónaband hennar, en áður hafði hún verið í sambandi við leikarann Ryan Reynolds en hann er nú giftur leikkonunni Scarlett Johanson. Svaf oft hjá karlmönnum Leikarinn Tom Hardy, sem lék meðal annars í myndinni Inception, segist þó nokkrum sinnum hafa prófað að sænga hjá karlmanni þegar hann var yngri. „Að sjálfsögðu hef ég prófað það, ég er leikari!“ sagði hann í viðtali við Now Magazine en í dag er hann hamingjusamlega trúlofaður bresku leikkonunni Charlotte Riley og á tveggja ára son úr fyrra sambandi. „Ég hef leikið mér með allt og öllum. Ég elska form og líkama,“ hélt Hardy áfram. „Það er margt sem maður fær úr sambandi við aðra karlmenn, ekki síst samkynhneigða, sem ég þarfnast í mínu lífi. En nú á seinni árum er það ekki nóg fyrir mig.“ HANNA MARÍA JÓHANNSDÓTTIR 02.11.92 Nemi í Menntaskólanum við Sund Hjúskaparstaða? Er í sambandi. Fylgist þú með tísku? Já, mamma er mikið inni í þessu svo ég fylgist aðeins með. Við förum stundum á bókakaffi og kíkjum í tískublöðin. Uppáhaldsflík? Nýir hælaskór úr Kron Kron. Klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég og vinkona mín ætluðum að ræna annarri vinkonu úr íbúð sinni. Börðum að gluggunum til að hræða hana en kærastinn hljóp brjálaður út á eftir okkur, þá héldu þau að ókunnugir væru að ráðast inn. Hvaða snyrtivörur notar þú? Ég nota yfirleitt bara litað dagkrem og maskara. Fegrunarráð? Farða sig lítið, hrikalega ljótt að vera of mikið málaður. Hvert langar þig til að ferðast? Mig langar mikið að flytja til Boston eftir stúdentinn, er mjög hrifin af Boston. Best við að vera í boltanum? Gott að hreyfa sig mikið og fá útrás. Hvað fer í taugarnar á þér? Þegar fólk er frekt. Uppáhaldsmatur? Það er lasagnað hennar mömmu. Draumamaðurinn í þremur orðum. Hávaxinn, íþróttamaður, menntaður. Hvað ætlar þú að eignast mörg börn? Þrú börn, tvær stelpur og einn strák. Ef þú mættir vera hver sem er í einn dag? Væri alveg til í að prófa að vera Messi. DELIPSCIOUS- VARALITUR NR. 7: SHEER RASPBERRY Bleikur og búinn til úr náttúruefnum sem má borða. 1.660 kr. Body Shop MOSS HERMANNAÚLPA Gæjaleg stelpuúlpa fyrir skólann í vetur, gott að festa kaup á einni áður en kuldinn skellur á. 16.990 kr. Sautján MOSS SÍÐUR HLÝRABOLUR Gott að eiga einn svona undir síðar peysur og þunna boli. 3.990 kr. Sautján MOSS STUTT- ERMABOLUR Flott, vítt snið við gallabuxur í skólann. 4.990 kr. Sautján MOSS KLÚTUR Snilldar klútur sem hægt er að vefja misþétt um hálsinn. Virkar vel sem aukahlutur innandyra en gerir sitt úti í kuldanum. 3.990 kr. Sautján DIESEL GALLABUXUR Hrikalega flott „cut“ á þessum og liturinn kúl. 18.990 kr. Sautján BRONX STÍGVÉL Reimuðu stígvélin verða vinsæl í vetur, þægileg og smekkleg til að traðka niður slabbið. 17.990 kr. GS skór SWEET LEMON- HÖRUNDSSKRÚBBKREM Hressandi og ilmgóð byrjun á hverjum degi. 2.390 kr. Body Shop SUPER VOLUME- AUGNHÁRALITUR, SVARTUR Þykkir augnhárin og lengir þau. 1.790 kr. Body Shop Eva Mendes og Thandie Newton í glæsilegum Vivienne Westwood-kjól. Flottar konur í flottum kjólum en Eva fær bikarinn fyrir betri aukahluti. Skórnir og hálsmenið fella Thandie. Emma Bunton mætti á verðlaunaafhendingu í sama Alexander McQueen-kjól og Salma Hayek mætti í til David Letterman. Salma tók sig betur út og kjóllinn virðist of stór á Emmu. Carmen Electra lítur nokkuð vel í þessum Herve Ledger-kjól út og sigrar stríðið með 100 stigum á móti engu. Lil Kim gerir lítið úr ágætis kjól með þessum ljótu eyrnalokkum og skóm. Kristin Cavallari og Rihanna eru ólíkar týpur og er undarlegt að sjá þær í sama kjólnum. Þessi kjóll frá The Blondes á mun betur við stíl Rihönnu og hreppir hún því stjörnustríðsgripinn. HVOR KLÆDDIST FLÍKINNI BETUR? Stjörnustríð

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.