Monitor - 12.08.2010, Blaðsíða 14
kvikmyndir
Hæð: 173 sentimetrar.
Besta hlutverk: Lisa Rowe í Girl,
Interrupted. Hlutverkið sem
tryggði henni Óskarsverðlaun.
Skrýtin staðreynd: Á sex börn
sem fædd eru á árunum 2001-
2008. Þrjú þeirra eru ættleidd.
Eitruð tilvitnun: „Ég fíla allt.
Strákalegar stelpur, stelpulega
stráka, feita og granna. Sem
er vandamál þegar ég er úti á
götu.“
1975Fæðist 4. júní í LosAngeles.
1982Leikur sjö áragömul í sinni
fyrstu kvikmynd, Lookin‘ to
Get Out, á móti föður sínum,
Jon Voight.
1996Giftist leikaran-um Jonny Lee
Miller, sem hún lék á móti í
Hackers árið áður. Við athöfnina
klæðist hún svörtum gúmmí-
buxum og hvítri skyrtu sem
hún skrifaði nafn brúðgumans
á með blóði.
2000
Hlýtur Óskars-
verðlaunin
sem besta
leikkona í
aukahlutverki
fyrir frammistöðu sína í Girl,
Interrupted. Í þakkar-ræðunni
segir hún meðal annars: „Ég er
svo ástfangin af bróður mínum
núna.“ Seinna birtast myndir af
þeim að kyssast.
Angelina
Jolie
FERILLINN
14 Monitor FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010
Frumsýningar
helgarinnar
Salt
Leikstjóri: Phillip Noyce
Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Liev
Schreiber og Chiwetel Ejiofo.
Lengd: 100 mínútur.
Dómar: IMDB: 6,7 / Metacritic: 6,5 /
Rotten Tomatoes: 58%
Aldurstakmark: Bönnuð innan
16 ára.
Kvikmyndahús: Smárabíó og
Háskólabíó.
CIA fulltrúinn Evelyn Salt (Jolie) sór eið heiðurs og
hollustu til lands síns. En það mun reyna á það þegar
rússneskur njósnari sakar hana um að vera svikari. Salt
fer á flótta og þarf að nota alla sína hæfileika og reynslu til
að forðast handtöku. Tilraunir Salt til að hreinsa mannorð
sitt vekja upp efa um ætlanir hennar þegar leitin að
sannleikanum nær hámarki.
Popp-
korn
Talsmaður Tom Cruise
blæs á sögusagnir þess efnis
að David Beckham verði
fengið lítið
aukahlutverk
í Mission
Impossible 4 en
sögusagnir þess
efnis hafa verið
í gangi. Cruise
mun hafa verið
spurður á blaðamannafundi
hvort hann teldi að Beckham
væri góður leikari og Cruise
svaraði því til að það væri
hann örugglega. Það sé þó
ekkert til í því að hann sé að
hvetja Beckham til að nýta sér
Hollywood-lega ásýnd sína á
hvíta tjaldinu.
Það lítur út fyrir að hin
37 ára gamla leikkona Cameron
Diaz finni fyrir
masókistískum
kenndum en
hún segist hafa
elskað að flagga
marblettum
og rispum sem
hún státaði af
eftir tökur á myndinni Knight
And Day. Hún segist sérstaklega
hafa haft gaman af því að fara
marin og blá á Golden Globe
verðlaunin sem afhent voru á
meðan mesti hasarinn í tökum
myndarinnar var í gangi.
Jason Statham segir að
jafnvel grjótharðir hasarnaglar
eins og hann hafa mjúkar
hliðar. „Við
erum veikburða
innra með
okkur eins og
allir aðrir, þótt
við séum harðir
á yfirborðinu,“
sagði hann í
viðtali um sig og meðleikara
sína í myndinni The
Expendables, sem eiga það
allir sameiginlegt að líta út
fyrir að geta drepið með berum
höndum.
ER SALT Á LEIÐ
Í GRAUTINN?
The Last Airbender
Leikstjóri: M. Night Shyamalan
Aðalhlutverk: Jackson Rathbone,
Nicola Peltz, Dev Patel og Noah Ringer.
Lengd: 103 mínútur.
Dómar: IMDB: 4,3 / Metacritic: 2,0 /
Rotten Tomatoes: 8%
Aldurstakmark: Leyfð öllum.
Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó
og Borgarbíó.
Fjögur náttúruöfl, vatn, loft, eldur og jörð eru bundin
sama örlagavef. Skyndilega lýsir þjóð eldsins yfir
stríði á hendur hinum og grimmir eldar geisa í heila
öld. Vonleysi ríkir þegar Aang (Ringer) uppgötvar
að hann hefur vald til þess að stjórna öllum fjórum
náttúruöflunum. Hann gengur í lið með systkinunum
Sokka (Rathbone) og Katara (Peltz) og í sameiningu
reyna þau að koma á jafnvægi í stríðshrjáðum heimi.
SAFNAÐU
ÁHEITUM
hlaupasty
rkur.is
Skemmtileg leið til
að safna áheitum
Ef þú ætlar að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu
getur þú búið til skemmtilegt myndband af þér á
hlaupastyrkur.is. Myndbandið getur þú sent til vina
og vandamanna með tölvupósti, á Facebook eða
Twitter og vakið athygli á þinni áheitasöfnun.
Skráðu þig strax til leiks og byrjaðu að safna áheitum.
- Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
2000Giftist leikaranum BillyBob Thornton, sem
hún lék á móti í Pushing Tin árið
áður. Þau skilja árið 2003.
2002Ættleiðir sjö mánaða
kambó-
dískan
dreng að nafni Maddox. Árið 2003
ættleiðir hún eþíópísku stúlkuna
Zahara Marley og 2007 víetnamska
drenginn Pax Thien.
2005Leikur á móti Brad Pittí Mr. & Mrs. Smith og
takast með þeim ástir. Sama
ár verður hún ólétt eftir Pitt
og ári síðar eignast þau dótturina
Shiloh Nouvel sem var tekin með
keisaraskurði, í Namibíu.
2008Tilnefnd tilÓskarsverðlauna
sem besta leikkona í aðalhlut-
verki fyrir frammistöðu sína í
Changeling.