Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 4
Flokkaði póst
Steve Carell starfaði við að flokka og bera út póst í smábænum
Littleton í Massachusetts. Hann entist aðeins nokkra mánuði í
starfinu þar sem hann var að eigin sögn „mjög, mjög lélegur“ í
því. Þá ákvað hann að gerast lögfræðingur en það féll um sjálft
sig þegar hann fékk sig ekki til að skrifa bréf með skólaum-
sókninni um það hvers vegna hann langaði að verða lög-
fræðingur. Eitt af fyrstu verkefnum Carells sem leikari var
í sjónvarpsauglýsingu fyrir kjúklingastað en stóra
tækifærið kom í þættinum The Dana Carvey
show, sem var reyndar skammlífur.
4 Monitor FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010
Það er stundum erfitt að sjá ák
veðnar stórstjörnur fyrir sér ta
kast á
við hversdagslega hluti. Flesta
r stjörnur eiga það þó sameigin
legt að
hafa ekki alltaf verið frægar og
á þeim tíma þurftu þær að sjá f
yrir
sér með venjulegri vinnu eins o
g við hin, líkt og Monitor koms
t að.
Áður en þau
urðu fræg
Er stjarna á línunni?
Næst þegar þú verður fyrir barðinu á símasölumanni skaltu
hugsa þig tvisvar um áður en þú skellir á í bræði, því hinum
megin á línunni gæti leynst stórstjarna framtíðarinnar. Margir
myndu allavega bregðast öðruvísi við í dag en þeir gerðu á
níunda áratugnum þegar Johnny Depp hringdi og reyndi að
selja þeim penna. Þá væru líklega fleiri
til í að kaupa ljósaperu af Jerry Seinfeld
í gegnum símann í dag en þegar hann
starfaði við það á árum áður og Jennifer
Aniston, sem einnig starfaði við
símasölu, gæti líklega selt
drukknandi manni
vatnsglas í dag.
Kynbombur í sauðagæru
Brad Pitt og Megan Fox verða ekki sökuð um að hafa bara
komist áfram á útlitinu. Það fór lítið fyrir fögrum línum
Megan Fox þegar hún klæddist bananabúningi í
afgreiðslustarfi sínu á smoothie-bar og Brad Pitt
hefur örugglega upplifað höfnun frá kvenþjóðinni
þegar hann klæddist hænsnabúningi og dreifði auglýs-
ingamiðum fyrir kjúklingastað á unglingsárum. Seinna
vann hann þó sem limmósínubílstjóri og hefur örugglega
sjarmerað marga auðfrúna upp úr skónum.
JENNIFER
ANISTON
JERRY
SEINFELD
JOHNNY
DEPP
STEVE
CARELL
MEGAN FOX BRAD PITT
MATTHEW MCCONAUGHEY VANN VIÐ
AÐ MOKA HÆNSNASKÍT Á HÆNSNA-
BÚGARÐI Í ÁSTRALÍU Í EITT ÁR EFTIR
AÐ HANN LAUK SKÓLAGÖNGU.
WHOOPI GOLDBERG LAGÐI MÚR-
STEINA OG VAR GJALDKERI Í BANKA.
TOM CRUISE VAR BLAÐBERI OG ÆTLAÐI
AÐ LÆRA AÐ VERÐA PRESTUR.
STEVE BUSCEMI VAR SLÖKKVI-
LIÐSMAÐUR Í NEW YORK Á NÍUNDA
ÁRATUGNUM. ÞÁ STARFAÐI HANN
SEM BARÞJÓNN OG KEYRÐI ÍSBÍL.
BOY GEORGE VAR REKINN ÚR
MATVÖRUVERSLUNINNI TESCO FYRIR
AÐ KLÆÐAST INNKAUPAPOKUNUM.
DANNY DEVITO VAR HÁRGREIÐSLU-
MAÐUR ÁÐUR EN HANN FÉKK STÓRA
TÆKIFÆRIÐ Í KVIKMYNDINNI TAXI.
DAVID LETTERMAN RAÐAÐI Í
POKA Í MATVÖRUVERSLUN OG
VARÐ SVO VEÐURFRÉTTAMAÐUR.
ELLEN DEGENERES VANN TIL DÆMIS VIÐ
AÐ OPNA OSTRUSKELJAR, MÁLA HÚS,
SEM AÐSTOÐARMAÐUR LÖGFRÆÐINGS
OG GEKK Í HÚS OG SELDI RYKSUGUR.
JIM CARREY VAR HÚS-
VÖRÐUR Í VERKSMIÐJU.
KATHY BATES VANN Í MINJA-
GRIPAVERSLUNINNI Í NÝLISTA-
SAFNINU MOMA Í NEW YORK.
MATT DAMON LÆRÐI ENSKU Í HARVARD
EN HÆTTI STUTTU FYRIR ÚTSKRIFT TIL
AÐ LEIKA Í MYNDINNI GERONIMO SEM
HANN HÉLT AÐ YRÐI STÓRA TÆKIFÆRIÐ
SITT. SVO VARÐ EKKI OG ÞÁ VAR OF SEINT
AÐ SNÚA AFTUR Í HARVARD.
MICHAEL DOUGLAS VAR STARFS-
MAÐUR Á PLANI Á BENSÍNSTÖÐ.
NICOLAS CAGE SELDI POPPKORN
Í KVIKMYNDAHÚSI.
MADONNA VANN Á
DUNKIN‘ DONUTS.
ALEC BALDWIN VAR
DYRAVÖRÐUR EN HANN
ER ÞEKKTUR FYRIR
STÓRT SKAP.
SHERYL CROW VAR GRUNNSKÓLAKENNARI
EN SÍÐAR VARÐ HÚN BAKRADDASÖNGVARI
HJÁ MICHAEL JACKSON OG SAMDI LÖG
FYRIR ERIC CLAPTON OG TURNER.
SEAN CONNERY VAR MEÐAL ANNARS
MJÓLKURPÓSTUR, VÖRUBÍLSTJÓRI,
LAGÐI MÚRSTEINA, PÚSSAÐI LÍKKISTUR
OG SAT FYRIR HJÁ MYNDLISTARNEMUM.
MARIAH CAREY FÓR Í FÖRÐUNAR-
SKÓLA EN HÆTTI OG GERÐIST
FALLISTI Í FEGRUN. SÍÐAR VANN HÚN
Í FATAHENGI EN VAR SAGT UPP.