Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 12

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 12
kvikmyndir Hæð: 189 sentímetrar. Besta hlutverk: Fred O‘Bannion í Dazed and Confused (1993). Affleck er óborganlegur sem skíthællinn Fred O‘Bannion. Eitruð tilvitnun: „Guð hjálpi mér ef ég geri aðra mynd með sprengingum. Þá vitið þið að ég er búinn að tapa öllum peningunum mínum.“ Skrýtin staðreynd: Hefur verið tilnefndur til sjö Razzie- skammarverðlauna. 1972Fæðist 15.ágúst í Berkeley í Kaliforníu. Skírnarnafn hans er Benjamin Geza Affleck-Boldt. 1995Leikur eft-irminnilegt aukahlutverk í Mallrats eftir Kevin Smith. Hann hefur birst í öllum myndum Smiths að undanskildri Clerks (1994). 1997 Good Will Hunting er frumsýnd en Affleck og Matt Damon skrifa handritið að henni og leika í henni. Þeir hljóta bæði Golden Globe- og Óskarsverðlaun fyrir handritið. 1998Leikur í Shake-speare in Love og byrjar með mótleikkonu sinni, Gwyneth Paltrow. Þau hætta saman ári síðar. 2001Gengst undirmeðferð vegna áfengismisnotkunar. 2002Byrjar með Jenni-fer Lopez og voru þau jafnan kölluð „Bennifer“. Þau hætta saman í ársbyrjun 2004. 2005Kvænist leik-konunni Jennifer Garner. Þau eiga saman tvö börn. 2007Þreytir frumraunsína sem leikstjóri þegar hann leikstýrir bróður sínum, Casey, í myndinni Gone Baby Gone. Myndin fær frábæra dóma. Ben Affleck FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Frumsýningar helgarinnar Þeir sem kunna vel að meta The Town ættu að tékka á myndinni Heat frá árinu 1995. Það er ein besta bankaránsmynd fyrr og síðar. FÁTT ER BETRA EN AÐ SLAKA Á EFTIR GOTT BANKARÁN Popp- korn Leikarinn Bruce Willis er mikill spéfugl eins og sást vel í spjallþætti Dav- ids Letterman um daginn, en þangað mætti hann með kjötstykki á hausnum. Kjöt- stykkið sagði hann að væri nýja hárkollan sín og bauð hann svo Letterman að smakka á því. Letterman þáði boðið en lét svo hafa sig afsakaðan og fór baksvið og spýtti út úr sér tuggunni. Leikkonan Demi Moore hefur ekki verið mjög áberandi upp á síðkastið og léti seint sjá sig með kjöt- stykki á höfðinu eins og hennar fyrrverandi eiginmaður. Myndin Striptease, sem hún lék fyrir allnokkrum árum, varð þó þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að vera sú mynd sem flestir segjast njóta að stelast í að horfa á. Hefur myndin þar með hlotið nokkra uppreisn æru en þótti ekki upp á marga fiska þegar hún kom út. Myndin Troy með Brad Pitt var í öðru sæti James Franco, leikari, er óhræddur við að taka að sér óvenjuleg verkefni. Sem dæmi um það má nefna að hann sat fyrir í dragi fyrir tímaritið Candy og prýðir sú mynd forsíðu nýjasta tölublaðsins. Þykir Franco vera hin huggulegasta kona. Hann er annars sagður íhuga að ná sér í doktorsgráðu í ensku frá Yale-háskóla. Hann er því meira en snoturt andlit. Vefútgáfa Time hefur sett saman ansi skemmtilegan lista yfir 10 verstu framhalds- myndanöfn kvikmyndasög- unnar. Þar er að finna nokkur skrautleg og mishræðileg nöfn, en á meðal mynda á listanum eru Wall Street 2: Money Never Sleeps, Live Free or Die Hard, Highlander II: The Quickening, Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel, 2 Fast 2 Furious, The Flintstones in Viva Rock Vegas og Basic Instinct 2: Risk Addiction. Leikstjóri: Ben Affleck. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Blake Lively, Rebecca Hall, Jeremy Renner, Pete Postlethwaite og Chris Cooper. Lengd: 123 mínútur. Dómar: IMDB: 8,2 / Metacrit- ic: 7,4 / Rotten Tomatoes: 95% Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfa- bakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri. Doug MacRay (Affleck) fer fyrir flokki harðsvíraðra bankaræningja og eina fjölskylda hans er félagar hans í glæpagenginu. Í síðasta verkefni þeirra félaga taka þeir konu nokkra sem gísl. Doug og hún fella hugi saman og hann hyggst segja skilið við glæpalífið. En þegar lögreglan kemst á slóð þeirra stendur Doug frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að svíkja félaga sína eða missa konuna sem hann elskar. The American Leikstjóri: Anton Corbijn. Aðalhlutverk: George Clooney, Irina Björklund og Lars Hjelm. Lengd: 105 mínútur. Dómar: IMDB: 6,8 / Metacritic: / Rotten Tomatoes: 6,1 / Rotten Tomatoes: 64% Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó. Leigumorðinginn Jack (Clooney) felur sig á Ítalíu eftir að síðasta verkefni hans í Svíþjóð endaði verr en hann bjóst við. Á meðan Jack er á Ítalíu fellur hann einnig fyrir fegurðardísinni Clöru og virðist samband þeirra einungis saklaust. Hann tekur einnig að sér hættulegt verkefni, en grunar að ekki sé allt með felldu. The Town Furry Vengeance Leikstjóri: Roger Kumble. Aðalhlutverk: Brendan Fraser og Brooke Shields. Lengd: 91 mínúta. Dómar: IMDB: 2,6 / Metacritic: 2,3 / Rotten Tomatoes: 8% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Sambíóin Akureyri. Fjölskyldumynd sem segir frá ungum og metnaðar- fullum fasteignaverktaka að nafni Dan Sanders. Hann mætir illskeyttum hópi dýra eftir að byggingarsvæði, sem hann ber ábyrgð á, teygir sig of langt inn í óbyggð- irnar. Fyrir dýrahópnum fer eitursnjall þvottabjörn og er hópurinn staðráðinn í að kenna söguhetjunni eitt og VILTU MIÐA? facebook.com/ monitorbladid „Ekki afskrifa sjálfsfróun. Það er kynlíf með einhverjum sem ég elska.“ Woody Allen „Það er alltaf eitthvað óvænt sem gerist í myndunum mínum, svo ég vil sem minnst segja um þær. Þetta eru bara stuttmyndir og mér finnst að fólk verði bara að upplifa þær svolítið,“ segir Haraldur Sigurjónsson, leikstjóri, aðspurður um stuttmynd sína, Áttu vatn. Í henni segir frá tveimur karlmönnum sem kynnast á netinu og eru að hittast í fyrsta sinn. Myndin vann til fyrstu verðlauna á Stuttmyndadögum 2010 sem fram fóru nýverið. Um helgina mun Bíó Paradís sýna verðlaunamynd Haraldar auk þeirra mynda sem hlutu annað og þriðja sæti og áhorfenda-verð- launin. Þá verður ný stuttmynd Haraldar, Crew, frumsýnd Sýningarnar hefjast klukkan 15:30 á laugardag og sunnudag og verða myndirnar sýndar á sama tíma næstu þrjár helgar. Verðlaunamyndir Stuttmynda- daga 2010 sýndar í Bíó Paradís Gefur ekki upp plottið HARALDUR VILL KOMA ÁHORFENDUM Á ÓVART

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.