Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Kannski væri það erfitt ef hún væri með einhverjum hræðilegum manni en Hannes er frábær. epli til að örva munnvatnskirtlana svo ég myndi ekki þorna í munninum uppi á sviði. Ég veit ekki enn hvort það virkar. Heldurðu að þú hefðir náð lengra en Jóhanna Guðrún og skilað okkur 1. sætinu ef Íslendingar hefðu kosið þig áfram? Ég veit það ekki því Jóhanna Guðrún hefur þetta norræna útlit sem ég hef ekki og hún var líka með svo svakalega flott atriði. Hún var algjör stjarna á sviðinu. Þegar ég hugsa um það þá hafa Austur-Evrópulönd samt gengið vel undanfarin ár og þar kem ég sterk inn með útlitið mitt. Ég gæti alveg málað mig smá og litið út eins og einhver pía frá Austur-Evrópu. Ég myndi allavega vera þjóð minni til sóma í Eurovision og gera það sem Selmu Björns tókst aldrei. Hvað finnst þér um athyglina sem fylgir skemmt- anabransanum? Hún bara fylgir. Meira að segja elítugrúppíur eru framan á Séð og heyrt svo það þarf ekki mikið til að komast þangað. Ef það væri hægt að sleppa við athyglina þætti mér það fínt. Það birtist forsíðufrétt hjá Séð og heyrt þegar þú hættir með fyrrverandi kærastanum þínum. Er ekki erfitt að sjá fyrirsagnir framan á slúðurblöðum um einkalíf sitt? Jú, það er það. Ég varð bara að hlæja að þessu. Það var eina leiðin til að sætta mig við þetta. Ég var nýskriðin úr menntaskóla og það þótti frétt- næmt að ég og kærastinn minn værum hætt saman, sem er mjög skrítið. Mamma og pabbi hjálpuðu mér samt að taka þessu með ró því þau eru náttúrulega vön svona athygli. Var óþægilegt hversu mikla athygli skilnaður foreldra þinna fékk frá fjölmiðlum? Það var alveg glatað. Ég reyndi að sniðganga verslanir og sjoppur alveg meðan þetta var á forsíðunni. Þetta hefur meiri áhrif en maður heldur því það eru svo margir sem tala um, hafa skoðanir á og beinlínis nærast á einhverju svona slúðri. Finnst þér allir vera með nefið ofan í öllu á Íslandi? Algjörlega. Það hefðu alltaf spunnist sögur um skilnaðinn en þegar það er sett risastór fyrirsögn framan á forsíðu með þessu þá verður þetta svo miklu leiðinlegra. Hvernig líður þér með þetta allt saman? Ég hugsa ekki mikið um þetta núna enda orðin 21 árs gömul og þannig séð ekki eiginlegt skilnaðarbarn. Ég á hins vegar tvær yngri systur svo þetta var held ég erfiðara fyrir þær. Ég er stór stelpa og bý hvorki hjá mömmu né pabba svo þetta er þægilegra fyrir mig. Er fólk mikið að spyrja þig út í skilnaðinn? Ekkert svo mikið en ég vil frekar að það spyrji en tali um þetta bak við mig. Ég er ekkert viðkvæm fyrir spurningum um einkalífið svo framarlega sem þær eru innan skikkanlegra marka. Finnst þér erfitt að mamma þín sé með öðrum manni? Kannski væri það erfitt ef hún væri með einhverjum hræðilegum manni en Hannes er frábær svo það er allt í góðu þó það hafi að sjálfsögðu verið skrítið í fyrstu. Mér finnst aðallega fyndið að mamma skuli eiga kærasta því það hljómar ekki mjög fullorðinslega fyrir mér. Kallarðu hann pabba? Það myndi aldrei gerast. Er vandræðalegt að vinna með Hannesi í Buddy Holly? Alls ekki, það er bara mjög skemmtilegt. Kom aldrei neitt annað til greina en skemmtana- bransinn? Þegar ég var lítil langaði mig helst að verða leikkona eins og pabbi. Svo hvarf það og þá vildi ég verða söngkona eins og mamma. Á tímabili langaði mig líka mjög mikið til að verða þjálfari í fótbolta því ég æfði fótbolta og var alveg svakalega góð í að peppa upp liðið og hafði góðan leikskilning þó ég væri kannski ekki sú tæknilegasta eða skoraði mörkin.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.