Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 6

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Ný tt Ferskari lengur Nýr Dove mýkjandi lyktareyðir sem dregur úr hárvexti. Dove hair minimising svitalyktareyðir, inniheldur ¼ Dove rakakrem sem verndar húðina og mýkir. Við reglubundna notkun dregur úr hárvexti undir höndum, þökk sé hinni einstöku Pro-Epil Complex formúlu sem inniheldur náttúruleg efni, s.s. sojaprótein og sólblómaolíu. Dove hair minimising hægir tímabundið á frumuendurnýjun í hársekknum, þannig að hárið verður mýkra og vex ekki eins hratt. „Ég hef haft áhyggjur af þessum aldri lengi en svo er þetta ekkert sjokk þegar kemur að því,“ segir Hjörvar Hafliðason íþróttafréttamaður en hann varð þrítugur í vikunni. „Þetta er samt smá högg,“ bætir hann við en segist þó vilja fagna þessum merka áfanga. „Ég fór út að borða á Fabrikkuna með nokkrum félögum mínum í hádeginu á afmælisdaginn,“ segir Hjörvar en gestum staðarins brá aldeilis í brún er lagið Viltu dick? hljómaði í hljóðkerfi staðarins. „Starfsmenn Fabrikkunnar buðu mér íslenskt óskalag svo ég bað um Viltu dick?,“ útskýrir Hjörvar en hann vill ólmur styðja Erp í tónlistinni. „Hann er náttúrulega úr Kópavoginum og ef hann fær einhverjar þrjár krónur fyrir hverja spilun vil ég endilega hjálpa til,“ segir Hjörvar og bætir við að lagið sé frábært. Hádegismaturinn verður þó ekki látinn nægja þegar kemur að því að fagna afmælinu.„Það verður sóðalegt partý á laugardaginn,“ segir hann en bætir við að fyrstu þrjátíu árin hefðu mátt vera betri. „Ég er búinn að vera með allt niðrum mig þessi fyrstu þrjátíu ár og stend uppi aleinn. Markmiðið er að gera eitthvað af viti næstu þrjátíu árin.“ Stend einn eftir fyrstu 30 árin Hjörvar Hafliðason varð þrítugur í vikunni og lítur yfir farinn veg. HJÖRVAR VILL GERA UPP FORTÍÐINA Dansarinn Linda Ósk Valdimarsdóttir er aðeins 19 ára gömul en býr engu að síður yfir gífurlegri reynslu í dansheiminum. Hún útskrifast af listdansbraut Jazz- ballettskóla Báru núna um jólin og æfir stundum þrisvar sinnum á dag en auk þess er hún verkefnastjóri danskennari hjá DanceCenter Reykjavík þar sem hún kennir meðal annars hip hop dans og hefur unnið við uppsetningar á ýmsum sýningum. Linda rekur líka verslunina Twizzt á Smáratorgi svo hún hefur í nógu að snúast. Næsta sumar ætlar Linda að flytja til Los Angeles og hefja dansferil meðal stjarnanna en undirbúningur fyrir ferðina er strax hafinn. Góð sambönd nauðsynleg „Ég fór í vinnuferð til Los Angeles í maí og heillaðist alveg af borginni,“ segir Linda en hún fór þar í afmæli hjá dans- höfundinum Alan Phlex sem hefur unnið með stjörnum á borð við Britney Spears. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég hitti fræga danshöfunda og Chris Brown var þarna,“ segir Linda og bætir við að það sé mikilvægt að skapa góð tengsl úti í Los Angeles til að koma sér á framfæri. Danshöfundurinn Shane Sparks úr þátt- unum So You Think You Can Dance var einn þeirra sem hafði áhuga á verkum Lindu en hún hafði ekkert í höndunum til að sýna. „Þeir bentu mér á að gera flott dansmyndbönd til að geta sýnt þar úti,“ segir Linda. Tjáir sig með dansi Hún hefur nýlokið við að taka upp tvö dansmyndbönd með strákunum í fyrirtækinu Illusion við lög með íslensku hljómsveitinni Bloodgroup og rapparan- um Ludacris. „Dansmyndbönd eins og ég er að gera eru tekin upp eins og tónlistar- myndbönd nema ég er að túlka textann með dansi í staðinn fyrir söng,“ segir hún en mikil vinna fór í að gera mynd- böndin, sem verða frumsýnd á Apótekinu laugardagskvöldið 9. október. Linda Ósk er metnaðarfullur dansari og ætlar að meika það í Los Angeles. Hitti Chris Brown í partíi LINDA ÓSK ER DANSARI MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Mynd/Ernir SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS        FLUGFELAG.IS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.