Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 7

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 7
stíllinn „Konur vilja vera kynþokkafullar og ég leyfi þeim það.“ -Giorgio Armani. 7FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Monitor VISSIR ÞÚ..? Anna Sóley Viðarsdóttir er alltaf vel til höfð og glæsileg. Hún stundar nám við Háskóla Íslands og er á öðru ári í ritlist með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Anna Sóley vinnur í búðinni Andersen & Lauth með skóla og hefur starfað þar núna í um tvö ár. Óhætt er að segja að Anna Sóley vekur athygli nánast hvert sem hún fer en hún er mjög mikið fyrir tísku og allt sem henni viðkemur. Stíllinn ákvað að fá að kíkja í fataskápinn hjá Önnu en hún valdi nokkur af sínum uppáhaldsdressum. „Ég er núna í Háskólanum í ritlist en mig hefur alltaf langað til þess að læra meira á sviði tísku,“ segir Anna Sóley. „Ég er sérlegur áhugamaður um skó og langar jafnvel að fara í skóhönnun en það er ekkert ákveðið enn.“ Haustið er uppáhaldsárstími Önnu Sóleyjar og einnig finnst henni haustlitirnir vera fallegastir, sem er ekki skrítið því hún á afmæli í nóvember og er því mikið haustbarn. „Ég er svona að detta í vetrargírinn núna. Ég er farin að hugsa meira um trefla, húfur og hlýindi,“ segir Anna og bætir við að hún sé mikil kuldask- ræfa. „Ég reyni að vera í mörgum lögum af fötum svo mér verði ekki kalt,“ segir skvísan. Þægindin í fyrirrúmi Anna Sóley býr í miðbæ Reykjavík- ur og gengur í vinnuna og skólann. „Þegar skólinn er byrjaður og svona og veturinn handan við hornið þá er maður ekki eins uppstrílaður og í sumar í veðurblíðunni,“ segir hún og bætir við að hún reynir að klæða sig þægilega og miðar þá kannski við það að þurfa að læra allan daginn á bókasafninu eða Þjóðarbókhlöðunni. Ekki sé lengur hægt að rölta í bæinn í sætum topp með ískaffi og rauðan varalit. „Núna gengur þetta meira út á að vera ekki kalt en samt alltaf fínn og sætur.“ Hlýjan og þægindin eru í fyrirrúmi í vetur hjá Önnu Sóleyju hlýrabolur Andersen & Lauth kragi Áróra sokkabuxur H&M á Spáni jakkinn & buxur Andersen & Lauth skór Chie Mihara belti Nostalgía peysa Zara buxur Andersen & Lauth bolur Andersen & Lauth hálsmen All Saints kápa Nostalgía trefill Andersen & Lauth skór Spúútnik peysa Vero Moda bolur Dorothy Perkins sokkabuxur Stella sokkar Kisan skór Sonia Rykiel í Kisunni stuttbuxur Nostalgía jakki Nostalgía sokkabuxur Cobra sokkar afmælisgjöf skór Chie Mihara kjóll Aftur kápa Nostalgía hetta Andersen & Lauth ANNA SÓLEY ER ALLTAF SMART KLÆDD Klæðir sig í mörg lög af fötum Myndir/Ernir ...að aðeins er hægt að tala um að flík sé „vintage“ ef hún er frá árunum 1920-1960. Eftir þann tíma er flíkin álitin vera „retro“, og því ekki hægt að kalla hana „vintage“ lengur. ...að upphaf G-strengsins má rekja til Fi- orello LaGuardia, fyrrverandi borgarstjóra New York. Öllum strippurum New York borgar var hent í G-streng frekar en að vera naktir, til þess að særa ekki blygðunarkennd borgarstjórans. ...að hnappar á jakka- ermum eru uppfinning Napóleons Bónaparte en hann lét setja þá á ermarnar vegna þess að hann var að verða vitlaus á því að hermenn þurrkuðu slímugu hori í ermarnar sínar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.