Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 8

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Leik- og söngkonan Ólöf Jara Skagfjörð er 21 árs gömul og stefnir á toppinn. Hún gat sér gott orð er hún tók þátt í söngleikjum í Verzlunarskólanum og hefur einnig tekið þátt í nokkrum uppfærslum eftir að hún lauk mennta- skólanum. Jara, eins og hún er oftast kölluð, tók einnig þátt í forkeppninni fyrir Eurovision sama ár og Jóhanna Guðrún vann en komst ekki áfram í aðalkeppnina. „Ég veit að ég stóð mig ekki illa og lagið var alls ekki slæmt,“ segir Jara en hún tók þátt með lagi eftir pabba sinn, Valgeir Skagfjörð, og söng eins og engill í sjónvarpinu. Jara er með sönginn og Eurovision-æðið í blóðinu en mamma hennar er Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. Skilnaður foreldranna reyndist Jöru erfiður en hún er óðum að jafna sig. „Ég á hins vegar tvær yngri systur svo þetta var held ég erfiðara fyrir þær,“ segir hún og bætir við að það hafi verið óþægilegt að sjá fréttir um skilnaðinn á forsíðum slúðurblaðanna. Jara er núna að leika í söngleiknum Buddy Holly en þar fer hún með stórt hlutverk. Hana dreymir um að vinna Eurovision og vill gera leiklistina að lifibrauði sínu. Þú hefur leikið aðalkvenhlutverkið í 50’s söngleikjunum Kræ beibí, Grease og núna Buddy Holly. Heldurðu að þú sért hin fullkomna kvenhetja sjötta áratugarins? Það hlýtur eiginlega að vera. Það er greinilega eitthvað við mig sem er svona 50’s. Ég veit ekki hvort það sé fasið, útlitið eða röddin en eitthvað er það. Ég elska reyndar tónlist frá þessum tíma og ég hef alltaf sungið mjög einfalt, er lítið í slaufum og svoleiðis skrauti. Ég syng bara lagið og 50’s lög eru svolítið svoleiðis því í þá daga var ekkert autotune, fólk þurfti bara að syngja vel og örugglega. Hefurðu áhyggjur af því að festast í þessu hlutverki? Nei, það eru ekki það margir 50’s söngleikir eftir held ég til að taka, nema kannski Hairspray sem er eiginlega 60’s en aðalstelpan þar er að vísu feit svo ég þyrfti líklega að bæta á mig nokkrum kílóum fyrir það. Hvernig er að leika á móti Ingó? Æðislegt. Við náðum strax mjög vel saman í prufunum og samstarfið okkar á milli hefur gengið vel alveg síðan. Ingó kemur rosalega á óvart og hann stendur sig frábærlega í sýningunni. Hann var fljótur að læra línurnar og er mjög fagmannlegur. Hann er svo fallega einlægur í öllu sem hann gerir, er alltaf hann sjálfur og þorir að segja það sem honum finnst. Það er mjög gott að vinna með honum. Segðu okkur eitthvað skítugt leyndarmál um hann. Ég hef ekkert slæmt um hann að segja en það er mjög fyndið hversu svangur hann er alltaf hreint. Stundum byrjar hann meira að segja að naga á sér puttana ef hann er mjög hungraður. Hann hlýtur að vera með mjög bragðgóða putta. Er líf þitt einn stór söngleikur? Tjáirðu þig einungis í söng? Ég er ekki alveg svo slæm en ég syng ótrúlega mikið. Þegar ég vaska upp og fer í sturtu syng ég alltaf hástöfum, ætli það sé ekki eitthvað tengt vatnshljóðinu bara. Ég get samt ekki sagt að líf mitt sé söngleikur og að ég vakni á morgnana syngjandi: „Oh what a beautiful morning!“ (Söng hún) Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að syngja eða leika? Það er voðalega lítið annað sem ég geri. Ég spila reyndar á píanó hvenær sem ég kemst í það og rifja upp gamla takta. Annars hef ég til dæmis mjög mikinn áhuga á dansi og væri alveg til í að læra dans. Mig langar rosalega að vera góður dansari en því miður er ég ekkert sérstaklega fær á dansgólfinu. Svo hef ég alveg rosalega gaman af að skrifa og hef gert mikið af því alveg frá því ég var krakki. Þegar ég hef tíma finn ég mig knúna til að skrifa hvort sem það er skáldskapur eða einhverjar greinar. Er leiklistin þín mesta ástríða? Tvímælalaust. Tónlistin er þó alltaf skammt undan og þessar tvær greinar fléttast mjög vel saman. Verzlósöngleikirnir voru viss stökkpallur fyrir þig. Var þetta allt planað? Ég man þegar ég var í tónmennt í 6. bekk í grunnskóla og kennarinn sýndi okkur upptöku frá Verzlósýningunni Wake Me Up Before You Gogo og ég ákvað þá, 11 ára gömul, að fara í Verzló og taka þátt í söngleiknum. Það kom aldrei neinn annar skóli til greina. Er ekki skemmtilegra að fá borgað fyrir allt streðið en að vera sjálfboðaliði í Verzló? Að sjálfsögðu, því þetta er ótrúlega mikil vinna. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hversu dugleg við vorum í Verzló að vera í skólanum fyrri part dags og æfa svo kannski til miðnættis marga daga í viku án þess að fá greitt fyrir það. Enginn kvartaði eða bað um pásur, ótrúlegur metnaður. Heldurðu að það sé raunhæft að lifa á leiklistinni einni saman? Ég held að það sé mjög mismunandi og byggist stundum á heppni einni saman. Þetta er líka spurning um að nenna harkinu og að standa í því að koma þér á framfæri og finna verkefni þegar ekkert er að gera. Ég gæti til dæmis alltaf snúið mér að tónlistinni ef engin hlutverk eru á boðstólnum. Heillar líf fátæka listamannsins? Nei, ég segi það ekki. Það heillar mig alveg að búa bara í einhverri villu í Kaliforníu og njóta lífsins. Hitt bara gefur manni svo miklu meira. Þú fórst í prufur núna í vor fyrir leiklistarskóla hérna heima og erlendis. Er ekki undarlegt að þú hafir ekki komist inn miðað við reynslu þína úr leikhúsinu? Ég fór með hálfum hug í prufurnar úti og reyndi bara við einn skóla svo ég bjóst alls ekki við að komast þar inn, því ég hefði getað gefið mig miklu betur í þær prufur. Margir héldu að ég myndi svo rúlla bara inn í Listaháskóla Íslands út af því hversu mörg hlutverk ég hef leikið en ég vissi alltaf að það virkar ekkert þannig. Þetta er þriggja manna dómnefnd og hver hefur sínar skoðanir og sinn smekk svo ekkert er gefið í þessum prufum. Voru þessir skólar ekki að missa af miklu? Ég hugsaði þetta þannig að fyrst ég komst ekki inn væri heimurinn bara að segja mér að þetta væri ekki það rétta fyrir mig á þessu augnabliki. Auðvitað var samt ömurlegt að fá þessa höfnun og mér fannst ég missa allt sjálfstraust fyrst eftir prufurnar. Ætlarðu að reyna aftur við LHÍ eða fara út? Ég veit það ekki alveg. Það er tiltölulega langt í næstu prufur hérna heima svo ég hef nægan tíma til að hugsa mig um hvort ég vilji fara aftur í þær. Ég er samt haldin svo mikilli út- þrá núna að ég gæti vel hugsað mér að reyna að komast inn í einhvern leiklistarskóla eða jafnvel tónlistarskóla í Bandaríkjunum. Finnst þér mikilvægt að mennta þig í leiklistinni eða er reynslan nóg? Mér finnst menntun ekki nóg og mér finnst reynsla ekki nóg heldur. Það þarf að vera bæði til staðar. Hvað er framundan hjá þér í vetur? Ég er að leika í Buddy Holly og svo í leikriti fyrir unglinga í Þjóðleik- húsinu sem er einskonar skemmtifræðsla. Annars veit ég ekkert hvað tekur við. Ég er allavega ekki í skóla því leiklistin á hug minn allan. Í vor hugsaði ég með mér að það væri sniðugast að fara í HÍ og læra eitthvað en ég skoðaði hvert einasta fag, fór yfir allan listann, og það var bara ekkert þar sem kallaði á mig. Ég hefði vel getað farið í ýmislegt því ég er góður námsmaður en ég get ekki ímyndað mér að eitthvað gefi mér jafn mikið og leiklistin gerir. Þú ert í hljómsveit með kærastanum þínum. Já, við stofnuðum nýlega hljómsveitina Akademían. Erum búin að spila á böllum og í einhverjum afmælum. Þetta er gott band þó ég segi sjálf frá og við erum að byrja að vinna í eigin efni. Það er hörkupúl að syngja á balli í tvo tíma en mér finnst þetta ógeðslega gaman og skemmti- leg tilbreyting. Eruð þið nýju Sigga og Grétar? Það gæti bara vel verið nema við erum kannski ekki alveg jafn „cheesy“ og ekkert í danssporunum og þannig. Ætlið þið að taka þátt í Eurovision forkeppninni í ár? Já, strákarnir eru svo klárir og góðir í að semja svo það er vel mögulegt. Mér þætti allavega gaman að taka þátt. Þú hefur tekið þátt áður með lagi eftir pabba þinn, Valgeir Skagfjörð, en komst ekki í lokakeppnina. Hvað klikkaði? Ég veit að ég stóð mig ekki illa og lagið var alls ekki slæmt. Ég var samt í fáránlega erfiðum riðli með Jóhönnu Guðrúnu, Edgari Smára og Heiðu. Ég var alveg auðmjúk gagnvart þessu og gerði bara eins og ég gat. Mamma þín, Guðrún Gunnarsdóttir, er nú Eurovision séní og söngfugl mikill. Gat hún ekki komið að liði? Nei, hún var miklu stressaðri en ég þó hún viðurkenni það ábyggilega ekki enn þann dag í dag. Hún var alveg á nálum fyrir mína hönd en reyndi að fela það. Sagði mér að fá mér Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Ólöf Jara Skagfjörð leikur í söngleiknum Buddy Holly og syngur í hljómsveit með kær- astanum sínum. Hún hefur leiklistina og sönginn í blóðinu en Ólöf Jara er dóttir þeirra Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð. Hún segist ekki vera viðkvæm fyrir spurningum um einkalífið og stefnir á að vinna Eurovision einn daginn. HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldskvikmynd? Moulin Rouge. Kynþokkafyllsti leikarinn? James McAvoy. Það er eitthvað við hann. Hann er ekki þessi týpíski bad boy eða neitt sérstaklega fallegur en ég og systir mín tryllumst þegar hann kemur á skjáinn. Bestu sjónvarpsþættirnir? Friends, Whose Line Is It Anyway? og Grey‘s Anatomy. Mesti veikleikinn? Sætabrauð. Uppáhalds þingmaður? Enginn. Fyrirmynd í lífinu fyrir utan foreldr- ana? Selma Björns. Hver er þín heitasta ósk? Að vinna Eurovision. Hver er verstur, pulsuropi, seríosropi eða lýsisropi? Án efa pulsuropi þó þeir séu allir ógeðslegir. Besta fegurðarleyndarmálið? Ég er ferleg í einhverju svoleiðis, ég set ekki einu sinni á mig krem. Mér finnst samt alltaf fallegast þegar fólk dregur fram það besta við útlit sitt. Ég er stór ste Ég reyndi að snið- ganga verslanir og sjoppur alveg meðan þetta var á forsíðunni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.