Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 15

Monitor - 07.10.2010, Blaðsíða 15
STYRKTARTÓNLEIKAR Sódóma 20:30 Haldnir verða styrktar-tónleikar fyrir Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Fram koma Bartónar – Karlakór Kaffibarsins, Bróðir Svartúlfs, Coral, Hellvar, Jan Mayen, Noise, Valdimar, Vicky og Æla. Miðaverð er 1.000 krónur og renna þær óskiptar til HSS. KVENFÉLAGSKVÖLD Kaffibarinn 22:30 Kvenfélag Kaffibarsins held-ur sitt sjötta kvenfélagskvöld og að þessu sinni eru það Már & Nielsen sem halda stemningunni gangandi. ÓTUKT Venue 23:00 Ótuktarkvöld þar semhljómsveitirnar Lazyblood, Logn, Reykjavík! og Bárujárn koma fram. Aðgangur er ókeypis. föstudag8okt 15FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Monitor fílófaxið KYNNINGARTÓNLEIKAR NÁLARINNAR FM 101,5 Sódóma 20:00 Fram koma Hemúll, Moy,Tamarin/Gunslingers, Caterpillarmen og Logn. Þórhallur Þórhallsson með grín. Aðgangur er ókeypis. NÍUBÍÓ Gallery 46 21:00 Sex stuttmyndir sýndar oglistasýning á staðnum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. AIRWAVES-ÆFING KIMI RECORDS Venue 21:00 Kimi Records býður uppá upphitunartónleika fyrir Airwaves. Fram koma Just Another Snake Cult, Skelkur í bringu og The Heavy Experience. Aðgangur er ókeypis. EYRNAKONFEKT 2010 Austur 21:30 Væntanlegri tónlistarútgáfuverður fagnað og hlýtt verður á nýtt efni frá hljómsveitunum Hairdoctor, Retro Stefson og Bix. Veitingar frá Smirnoff verða einnig í boði. fimmtud7okt SAMSÝNING FRAM- HALDSSKÓLANEMA Gallerí Tukt 16:00 Opnun samsýningarframhaldsskólanema fer fram í Gallerí Tukt á milli 16 og 18. Sýningin er unnin í tengslum við tilraunaáfangann Nýsköpunarmennt og atvinnulíf í grenndar- samfélagi. Sýningin stendur til 23. okt. GALABALL SAMTAKANNA Iðnó 20:00 Samtökin ´78 halda galaballtil fjárölfunar fyrir félagið. Í boði verður þriggja rétta málsverður og skrautleg skemmtiatriði undir borðhaldi og að því loknu tekur við dansleikur. Miðaverð er 9.900 krónur, 7.900 fyrir félagsmenn. ÚTGÁFUPARTÍ DANCE- CENTER RVK Apótekið 22:00 Heljarinnar veisla þar semnýtt dansmyndband DanceC- enter RVK verður frumsýnt. Boðið verður upp á léttar veitingar og dansgleðin verður í fyrirrúmi. SKÍTAMÓRALL Nasa 00:00 Hljómsveitin Skítamórallheldur stórdansleik í tilefni af útkomu tónleikadisksins Ennþá. Aðgangs- eyrir er 999 krónur. laugarda9okt Helgin mín Ég er verkefnastjóri fyrir hádegisviðburðaröð á Kjarvalsstöðum og hún byrjar akkúrat núna á laugardaginn. Þá koma trúðarnir Mr. Clooms og Plong. Þeir eru mjög dularfullir og hafa ekki gefið mikið upp en ég býst við að þetta verði mjög skemmtilegt. Ísgerður Elfa, leikkona Ég er ruglings- legt nafn Hljómsveitin Ég og Múgsefjun spila á Venue á laugardag. „Jú, jú. Þetta nafn hefur valdið misskilningi en það er samt viljandi gert að hafa þetta svona,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Áður kallaði hljómsveitin sig bara Ég en nú eru þeir farnir að segja Hljómsveitin Ég. „Það þarf eiginlega. Annars segir fólk kannski: Hefurðu heyrt í Ég? og þá hugsar fólk: Bíddu, kanntu ekki að tala? Fórstu ekki í skóla?“ segir Róbert sem segir þó að nafninu hafi ekki verið formlega breytt. Þá sé líka betra að googla Hljómsveitin Ég heldur en bara Ég. „Ég prófaði að googla Ég og útkoman var frekar slöpp.“ Hljómsveitin Ég var að gefa út nýja plötu og ber hún nafnið Lúxus upplifun. Þeir halda tónleika á laugardagskvöld á Venue ásamt Múgsefjun en það er hljómsveitin O.D. Avenue sem hitar upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 en húsið opnar hálf- tíma fyrr. Miðaverð er 1.000 krónur. Mynd/Ernir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.