Monitor - 21.10.2010, Side 7
7FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Monitor
Tískuvikan
í París
EGF BIOeffectTM húðdroparnir er
íslenskt fyrirbæri og byltingarkennd
nýjung á snyrtivörumarkaði og
greinilega það sem virkar. Þessir
dropar eru þróaðir á grunni
vísindarannsókna á líffræði
húðarinnar. Droparnir eiga að
sporna gegn öldrun húðarinnar
og stuðla að endurnýjun
húðfrumna, rakagefandi,
gera hana mjúka, stinnari
og frískari. Samkvæmt
reynslusögum hafa
droparnir virkað á
mikinn þurrk í húðinni,
þurra og sprungna
hæla, exem í andliti og
á líkama og hrukkur.
„Salan á BIOeffect™
EGF húðdropunum
hefur verið hreint
ævintýri frá því þeir komu á markað
í vor. Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar og er fyrst og fremst að
þakka virkni húðdropanna og
góðri upplifun fólks á þeim. Sala
á vörunni erlendis er nú þegar
byrjuð og hefur farið vel af
stað, t.d. í Danmörku, Bretlandi
og Póllandi, og við erum að
vinna í markaðssetningu
á húðdropunum um allan
heim í samstarfi við erlenda
dreifingaraðila,“ segir Brynja
Magnúsdóttir, sölustjóri Sif
cosmetics.
Droparnir hafa slegið heldur
betur í gegn. Þeir fást meðal
annars í Hagkaup, Lyfju,
Debenhams, Fríhöfninni,
Reykjavíkur apóteki og á
helstu snyrtistofunum.
EGF húðdroparnir eru undraverk
Alexander Kirchner
24 ára, módel og barþjónn.
Hvar verslar þú fötin þín? Þar sem það
hentar hverju sinni, ef það er eitthvað
sem kallar á mig.
Hvaða litum klæðist þú helst? Ég
klæðist yfirleitt svörtu en auðvitað í
bland við djarfari liti.
Hvað ertu að gera í lífinu um þessar
mundir? Ég er minn eigin herra.
Hver er uppáhaldsflíkin þín?
Members only jakkinn minn,
hann er svartur og hentar við
öll tækifæri. Fer með mér hvert
sem er.
Hvar finnst þér best að vera?
Einhvers staðar í trúnaði á
góðu spjalli.
Hvaða lag geturðu spilað
aftur og aftur? Burial
– Archangel.
Hugtakið tíska? Hræðilegt
hugtak. Þetta er spurning
um að vera samkvæmur
sjálfum sér.
Dekkri litir einkenndu Fashion Week í París. Metal og detailar
voru einnig áberandi hjá hönnuðum eins og Balmain og
Lanvin. Glæsileiki á hönnun John Galliano hefur eflaust ekki
farið framhjá neinum og hefur ákveðinn barrokk fílingur
gripið um sig. Viktor&Rolf blönduðu saman skemmtilegum og
djörfum litum sem kom mjög vel út á einföldum og beinum
sniðum. Næsta sumar verður greinilega skemmtileg blanda.
Alexander klæðist:
66° Norður peysa
16.500 kr.
Dickies buxur
11.500 kr.
66° Norður fóðraður jakki
36.000 kr.
Dickies skór
15.800 kr.
Alexander
er sinn
eigin herra
Allt spurning
um að njóta
V
IN
N
U
F
A
T
A
V
E
R
S
L
U
N
IN
V
ÍR
ALEXANDER FRÝS
EKKI Í ÞESSU
DRESSI FRÁ VÍR
Þykkar og grófar augabrúnir er
alveg málið í vetur ásamt látlausri
og náttúrulegri förðun. Að sögn
Elle tískublaðs hefur þetta sést hjá
hönnuðum á borð við Chloé, Her-
mès, Prada og Vivienne Westwood.
Þar að auki er það merki um sterka
og öfluga konu að vera með þykkar
augabrúnir. Reyndu því frekar að
halda í eðlilegu lögun þína á auga-
brúnunum og notaðu augnhárablý-
ant til að fylla inn í dreifð.
Djarfar augabrúnir í vetur
EKKI REYNA ÞETTA
HEIMA HJÁ YKKUR