Monitor - 21.10.2010, Qupperneq 15
DREKKTU BETUR
Gallery Bar 46
18:00 Langlífasta pub-quiz lands-ins fer fram alla föstudag á
Gallery Bar 46 á Hverfisgötu 46. Þetta er það
380. í röðinni.
LJÓSVAKALJÓÐ
Norræna húsið
20:00 StuttmyndahátíðinLjósvakaljóð er nú haldin
í fimmta sinn. Bestu stuttmyndirnar sem
sendar voru inn í ár verða sýndar klukkan
20 og er aðgangur ókeypis. Klukkan 23 fer
verðlaunaafhending svo fram.
LJÓÐAUPPLESTUR
Venue
20:00 Sjötta alþjóðlega ljóðahátíðNýhils fer fram um helgina
og verður ljóðaupplestur á Venue klukkan 20,
bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Tugir
ljóðskálda koma fram.
ER TVÍKYNHNEIGÐ TÍSKU-
FYRIRBÆRI?
Samtökin 78
21:00 Ingólfur V. Sigurðsson,dósent, flytur erindi sitt, Er
tvíkynhneigið tískufyrirbæri og karlmennska
testesterón? Fyrirlesturinn fer fram í
Regnbogasal Samtakanna 78 við Laugaveg 3.
Aðgangur er ókeypis.
föstudag22okt
23FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Monitor
fílófaxið
POWER HAS A
FRAGRANCE
Listasafn Reykjavíkur
17:00 Gardar Eide Einarssoner einn nafntogaðasti
listamaður sem komið hefur fram á
sjónarsviðið á Norðurlöndum hin síðari
ár. Nú opnar hann sýninguna Power has
a fragrance í Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu. Opnun sýningarinnar fer fram
klukkan 17.
CLASSIC QUIZ
Faktorý
19:30 Pub quiz sem hentarsótsvörtum almúganum.
Tuborg Classic í verðlaun, allir velkomnir og
aðgangur er ókeypis. Fjórir saman í liði.
PARADISE NOW
Mír-salurinn
20:00 Félagið Ísland-Palestína sýnirverðlaunamyndina Paradise
Now í Mír-salnum við Hverfisgötu 105.
Aðgangur er ókeypis.
UPPISTAND Í TJÖRNINNI
Tjarnarbíó
21:00 Uppistandsveisla þarsem fram koma Þórhallur
Þórhallsson, Þórdís Nadia Semichat, Daníel
Geir Mortiz og Pálmi Freyr Hauksson. Leyni-
gestur kvöldsins er Þórhallur Guðmundsson.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
SKUGGSJÁ
Kofi Tómasar frænda
22:00 Hljómsveitin Skuggsjá leikurlistir sínar fyrir gesti Kofans
þetta fimmtudagskvöldið. Tilboð á barnum og
aðgangur ókeypis.
BÍLALEST ÚT ÚR BÆNUM
Fjöruborðið
21:00 Moses Hightower, Jónas Sig-urðsson og Ritvélarnar verða
á veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri.
Miðaverð er 1.500 krónur en miðaverð með
fimmtud21okt
VINÁTTUTÓNLEIKAR
Sódóma Reykjavík
22:30 Pólsk-íslenskir vináttu-tónleikar verða haldnir
á Sódómu og þar stíga á stokk íslenska
hljómsveitin Save the Public og pólsk-
íslenska hljómsveitin Nomader. Miðaverð
er 1.000 krónur.
Í SVÖRTUM FÖTUM
Spot
00:00 Stuðhljómsveitin Ísvörtum fötum heldur
uppi stemningunni á Spot í Kópavogi langt
fram eftir kvöldi.
laugarda23okt
Helgin mín
„Ég mun sjá heilan
helling af stuttmyndum
á Ljósvakaljóðum á
föstudagskvöld, en þar
er ég í dómnefnd.“
Óskar Jónasson
Það er hvort sem er
ekkert í sjónvarpinu
„Ég horfi ekki á sjónvarp, svo það eru eiginlega öll
kvöld sjónvarpslaus hjá mér,“ segir Sigurður Ásgeir
Árnason Olsen, liðsmaður Ultra Mega Technobandsins
Stefáns en hann og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur
hafa staðið fyrir svokölluðum Sjónvarpslausum
fimmtudagskvöldum upp á síðkastið. „Ég er sjálfur
fæddur 1989 þannig að það var nú fyrir mína daga sem
sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin voru. En miðað við
hvernig hefur gengið hjá okkur þá held ég að það væri
alveg hægt að taka þau upp aftur,“ segir hann. „Ég held
að fólk horfi hvort sem er ekki svo mikið á sjónvarp
lengur, fari bara á Youtube eða eitthvað!“
Sjónvarpslausa fimmtudagskvöldið verður einkar
veglegt að þessu sinni en þar koma fram trúbadorinn
Arnar Ólafsson, krúttsprengjurnar í Pascal Pinon og
rafbandið Elevator. Þá munu grínistarnir í Mið-Íslandi
einnig koma fram en aðgangseyrir á allt heila klabbið
er einungis 1.000 krónur. Hefst fjörið klukkan 19 í
Slippsalnum – Nema Forum við Mýrargötu 2.
Intersp
ort Bíl
dshöfð
a / Sím
i: 585
7220
OPIÐ:
Mánud
aga - f
östuda
ga 10
- 19.
Lauga
rdaga
10 - 18
. Sunn
udaga
12 - 18
.
!
"
"
#
$$
SJÓNVARPSLAUST
FIMMTUDAGSKVÖLD
Slippsalurinn – Nema Forum
Fimmtudagur kl. 19:00