Monitor - 18.11.2010, Page 4

Monitor - 18.11.2010, Page 4
INGA LIND 1. Haukur Morthens. 2. 1958. 3. Gunnar Þórðarson. 4. Ég hef ekki hugmynd um það. 5. Eiríkur Hauksson. 6. Ætli það sé ekki bara New Jersey. 7. Gylfa Ægissyni. 8. Syngjandi sveittir. 9. Þetta veit ég ekki. 10. Neverland. 11. Ég á að vita þetta því vinur minn er bassaleikari, en ég geri það ekki. 12. Pass. 13. Jet Black Joe. 14. Ég er ekki með þetta. 15. Helgi Björnsson. 16. Tja tja tja. 17. Var það ekki bara Sinfó? 1. Hver samdi lagið Ó borg mín borg? 2. Hvaða ár fæddist Madonna? 3. Hver var „heilinn“ á bak við Lummurnar? 4. Með hvaða bandi gerði Svala Björgvins lagið Was that all it was? 5. Hver söng um Gaggó Vest? 6. Frá hvaða fylki er Bruce Springsteen? 7. Með hverjum eru Rúnar Þór og Megas í tríóinu GRM? 8. Hvað heitir fyrsta plata Sálarinnar? 9. Hvaða band sigraði Músíktilraunir í ár? 10. Hvaða búgarð keypti Michael Jackson 1988? 11. Með hvaða bandi spilar Flea á bassa? 12. Í hvaða hljómsveit er trúbadorinn Svavar Knútur? 13. You Ain‘t There er plata með...? 14. Hvaða grínisti sló í gegn með laginu King Tut? 15. Hver söng Sem lindin tær sumarið 2010? 16. Nýr tónlistarþáttur hóf nýlega göngu sína á ÍNN. Hann heitir Rokk... og hvað? 17. Með hvaða hljómsveit spilar Hjaltalín á plötunni Alpanon? 4 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 POPPPUNKTUR fræga og fallega fólksins Tobba Marinós og Inga Lind mætast í undanúrslitum. TOBBA MARINÓS 1. Haukur Morthens. 2. Hún er fædd 1958. 3. Gunnar Þórðarson. 4. Þetta var á einhverjum Reif disknum og hljómsveitin var Scope. 5. Eiríkur Hauksson. 6. Springfield, djók. 7. Gylfa Ægis. 8. Sálin eða bara Jón. 9. Ég bara veit það ekki. 10. Neverland. 11. Ég giska bara á Red Hot Chili Peppers. 12. Hárbandið. 13. Ég skýt bara á Q. 14. Bara Ali G eða eitthvað. 15. Sálin bara. 16. Ég segi Rokk og ról. 17. Sinfó. Vel heppnaðir tónleikar Barða Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, hélt vel heppnaða tónleika í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Best of Bang Gang. Barði tók þar öll sín bestu lög og naut liðsinnis margra af betri söngvurum landsins. Tónleikarnir enduðu á því að Barði fékk alla hersinguna á svið til að syngja lagið Summer Wine eftir Lee Hazlewood. Daníel Ágúst, Haukur Heiðar, Katrína úr Mammút og fleiri hófu upp raust sína og sungu eftir textablaði. Poppkóngurinn Páll Óskar, sem hafði átt frábæra frammistöðu þegar hann tók lagið Sacred Things skömmu áður, virtist vera sá eini sem kunni textann við Summer Wine og söng lagið af mikilli innlifun. Það er komið gos! Gosþambarar hafa ástæðu til að kætast því nýr íslenskur gosdrykkur er væntanlegur á markað innan skamms. Drykkurinn verður kynntur fyrir landsmönnum á næstu dögum, en fregnir Monitor herma að um sé að ræða drykk í anda Súkkó og Ískóla. Samkvæmt gosnjósnurum Monitor verða umbúðir nýja drykkjarins í óhefðbundnari kantinum, en ætlunin er að framleiða margar mismunandi umbúðir svo að ólíklegt verði að hver maður fái sömu umbúðirnar tvisvar. Myndir af Íslendingum munu prýða umbúðirnar og var ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson fenginn til að skjóta fyrstu umbúðasyrpuna. 9 RÉTT 12 RÉTT Verðugur andstæðingur Hún á heiður skilinn fyrir þetta. Þetta var ógeðslega skemmtileg og Inga Lind er verðugur andstæðingur að tapa fyrir. Ég ryðguð eftir útgáfupartýið í gærkvöldi sem hefur áhrif svo Inga Lind verður að kaupa bókina mína. NÝJA POPPPUNKTSSPILIÐ ER VÆNTANLEGT Í VERSLANIR Í NÓVEMBER. TOBBA MARINÓS ER DOTTIN ÚR LEIK Þetta skelfir mig Ég er heppin kona og kannski veit ég meira en ég hélt. Ég þarf að fara að lesa mér meira til um allt þetta nýja fyrir úrslitin. Þetta skelfir mig, ég er óttaslegin að vera komin svona langt. Hægt að streyma tónlist beint í símann „Þetta er alveg ótrúlega sniðugt,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins D3 sem sér um tónlistarvefinn Tónlist.is. Vefurinn var lengi vel eini tón- listarvefurinn á Íslandi og býður nú upp á margar skemmtilegar nýjungar fyrir notendur síðunnar. Hægt hefur verið að streyma tónlist af netinu í gegnum síðuna allt frá stofnun fyrirtækisins en nú er boðið upp á nýjung í þeim efnum. „Hugmyndin er sú að bjóða áskrifendum upp á að geta streymt tónlist í gegnum netið í fleiri tæki en eingöngu tölvu,“ útskýrir Betti, eins og hann er oftast kallaður. „Nú þegar er hægt að streyma tónlist.is í iPhone, iPod Touch og iPad og þar sem Android stýrikerfið frá Google er á mikilli uppleið höfum við útbúið sér app fyrir það,“ segir Betti, en þeir sem eiga Android síma geta nýtt sér þjónustuna. Veglegar útgáfur í boði Skemmtileg viðbót hefur einnig rutt sér til rúms hjá Tónlist.is en með hinum ýmsu útgáfum fylgir nú aukaefni. „Hjálmarnir komu með þá hugmynd að láta upptöku frá útgáfutónleikunum þeirra fylgja með plötunni,“ segir Betti. „Þetta hefur verið mjög vinsælt og vakið mikla lukku,“ bætir hann við en einnig er hægt að kaupa tónleikaupp- tökuna eina og sér á spottprís. „Sniglabandið og Baggalútur eru líka með tónleikaupptökur inni á vefnum og svo bjóðum við líka upp á aukalög með íslenskum plötum,“ segir Betti en Dikta og Ourlives buðu einmitt upp á slíkt í fyrra. „Við ætlum okkur að gera meira af þessu, bjóða upp á eitthvað meira en þú færð með einhverju ólöglegu niðurhali,“ segir Betti og vonast til að fólk hætti ólöglegu niðurhali. „Fólk sem gerir kröfur til útgáfa og gæða streymir af netinu.“ Tónlist.is býður notendum sínum upp á að nota android tækni til að hlusta á tónlist af netinu. TÓNLIST.IS Í TÖLUM Vefurinn var stofnaður árið 2003. Notendur voru 17.037 í síðustu viku. Notendur á árinu eru orðnir 351.072. 5.302.048 lög eru í boði á vefnum. 525.148 plötur eru í boði á vefnum. 329.599 listamenn eru skráðir hjá tónlist.is. 80.096 skráðir notendur. 600 íslensk tónlistarmyndbönd eru inni á BETTI ER EKKI HRIFINN AF ÓLÖGLEGU NIÐURHALI Forritið (kallað appið hjá nördum) er sett upp með því að ...fara á android market. ...skanna inn strikamerkið sem er hér til vinstri. Eftir það geturðu hlustað á alla lagalista, skoðað vinsælustu lögin, séð hvað er nýtt og hefur því aðgang að yfir 5 milljónum laga. Ósköp einfalt! FYRIR TÆKNIHEFTA INGA LIND ER KOMIN Í ÚRSLITIN Svör:1.HaukurMorthens,2.1958,3.GunnarÞórðarson,4.Scope,5.EiríkurHauksson,6.NewJersey,7.GylfaÆgissyni,8. Syngjandisveittir,9.Ofmonstersandmen,10.Neverland,11.RedHotChiliPeppers,12.Hraun,13.JetBlackJoe,14.Steve Hér hefur reynslan og aldurinn greinilega komið Ingu Lind yfir, en Tobba stóð sig samt vel. Þá er það ljóst að Inga Lind og Sveppi keppa til úrslita í næstu viku og best að drífa sig að fara að setja saman níðþunga keppni. Mynd/Kristinn

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.