Monitor - 18.11.2010, Page 6

Monitor - 18.11.2010, Page 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Nú er snjórinn farin n að láta sjá sig og bíða margir spenntir efti r að komast í fjöllin . Þeir sem þora hvorki á s kíði né snjóbretti gæ tu látið sér nægja að sitja í skálanum og fá sér heitt kakó eða skella sér á gömlu góðu rassa þotuna til að taka þátt í gle ðinni. Monitor talaði við snjóbretta snillingana Hildi Sif og Hlyn H elga um bretti og bestu brek kurnar. Allir í brekkurnar! Best að renna sér í miklum púðursnjó Hlynur Helgi Hallgrímsson, 23 ára. Hvenær byrjaðirðu að fara á snjóbretti? Þegar ég var svona 18 eða 19 ára. Hversu fær snjóbrettakappi ertu á skalanum 1-10? Ætli ég sé ekki svona 4. Hvar finnst þér skemmtilegast að renna þér? Ég hef aldrei farið á snjóbretti á Íslandi en ég hef farið í Noregi, á Ítalíu og í Austurríki. Það var skemmtilegast í Austurríki. Af hverju? Það var mikið púður og besta færið þar. Kanntu einhver trikk? Nei, ég get ekki sagt það. Ég kann að reyna en þau hafa aldrei heppnast. Er þetta ekki bara stórhættulegt? Nei, en þú þarft samt að vera frekar góður til að slasa þig ekki. Hefurðu einhvern tímann slasað þig á snjóbretti? Ekkert alvarlega. Bara einhverjir marblettir hér og þar. Kæmi til greina að skipta yfir í skíði? Alls ekki. Ég æfði einu sinni skíði í hálft ár þegar ég var tíu ára en snjóbrettin eru bara miklu skemmti- legri. Þú ert miklu frjálsari í fjöllunum á bretti en á skíðum. Kann alveg einhver trikk Hildur Sif Jónsdóttir, 23 ára. Hvenær byrjaðirðu að fara á snjóbretti? Svona 12 eða 13 ára. Hversu fær snjóbretta- gella ertu á skalanum 1-10? Ég er alveg 7 eða 8. Hvar finnst þér skemmti- legast að renna þér? Á Ítalíu. Ég hef farið nokkrum sinnum þangað. Hérna heima er Hlíðarfjall best því þar eru bestu brettabrekkurnar, góðar lyftur og minnstu raðirnar. Af hverju? Erlendis eru svæðin miklu stærri, betri lyftur og lengri brekkur. Maður er fljótur upp og lengi niður sem er náttúrulega skemmtilegast. Kanntu einhver trikk? Já, ég kann alveg einhver trikk en engin til að tala um kannski. Er þetta ekki bara stórhættulegt? Ekki ef maður passar sig vel. Hefurðu einhvern tímann slasað þig á snjóbretti? Nei, ég hef aldrei verið svo óheppin. Kæmi til greina að skipta yfir í skíði? Ég var á skíðum áður og svo prófaði ég bretti og það er miklu meira fjör. Það er miklu fleira hægt að gera á bretti en skíðum. Húfa 3.490 kr. Brettaúlpa 39.990 kr. Brettabuxur 26.990 kr. Brettaskór 33.990 kr. Undirpeysa 9.990 kr. Brettaskór 27.990 kr. Brettabuxur 23.990 kr. Brettaúlpa 39.990 kr. Undirpeysa 8.990 kr. Húfa 3.490 kr. HILDUR OG HLYNUR DRESSUÐU SIG UPP Í INTERSPORT FÖTIN ERU ÚR INTERSPORT Mynd/Allan

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.