Monitor - 18.11.2010, Side 14

Monitor - 18.11.2010, Side 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Á hvaða tungumálum eru textarnir ykkar? U Þeir eru á ensku, íslensku og svo er Kimba á algöru leynitungumáli sem enginn í hljómsveitinni veit af. L Ég komst reyndar að innihaldi textans með því að fara á Google Translate en það er samt leyndarmál. U Svo er til dæmis lagið Mama Angola á latínu. Mama Angola og Papa Thule eru foreldrar okkar. Á fyrstu plötunni vorum við að leika okkur með franska orðabók og matseðla á veitingastöðum í París við textagerðina. Retro Stefson hafa spilað mikið í útlöndum og þið eruð á leiðinni til Kanada á næstunni. Stefnið þið á heimsfrægð? L Já, það mætti kannski segja það. Við erum búin að vera að spila hér á landi í 5 ár og það er oft sama fólkið sem kemur á tónleikana okkar. U Ég kann bara svona fimm brandara til að segja á tónleikum svo það er alltaf gaman að spila fyrir nýtt fólk, þó við sjáum ekki endilega fram á að græða mikla peninga erlendis. L Ég vona að við getum verið sem mest úti því okkur finnst ekkert skemmtilegra en að ferðast. U Þá eru allir svo einbeittir að hljómsveitinni og Logi ekki á leiðinni í próf. Fylgir frægðinni mikil kvenhylli? L Nei, ég myndi nú ekki segja það. (Blaðamaður biður strákana að vera ekki of hógværir.) L Ég hef reyndar tekið eftir því að í haust fengum við mikið af vinabeiðnum á Facebook frá mjög ungum stelpum. U Mjög ungum. L Þetta eru stelpur sem eru kannski busar í mennta- skóla. U Eða bara busar í Hagaskóla, þetta er ótrúlegt. L Unnsteinn á náttúrulega kærustu, ekki ég. U Já, ég tek ekki mikið eftir þessu. Ég tók samt eftir því að ég fékk meiri athygli á menntaskólaballi sem ég var að spila á í gærkvöldi en á sama ballinu fyrir ári síðan. Er aðdáendunum að fjölga? U Já, senan er að stækka einhvern veginn. Fyrst voru það bara krakkar í MH sem hlustuðu á tónlistina okkar en það er að breytast. Eftir að við komum fram í skets hjá Steinda Jr. var allt í einu allt annað fólk, eins og til dæmis hnakkar, sem fíla tónlistina okkar. L Það er allt öðruvísi fólk sem mun hlusta á nýju plötuna okkar en þá fyrstu. Ef Retro Stefson fer í vaskinn, kæmi þá til greina að opna raftækjaverslunina Bræðurnir Stefánsson í samkeppni við Bræðurna Ormsson? L Já, hún myndi selja ódýrar tónlistargræjur. Lífið er orðið grátt og fólk byrjað í lögfræði. Svo förum við inn í stofu og þar er Logi hágrátandi í örmum annars lögregluþjóns.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.