Monitor - 18.11.2010, Page 18

Monitor - 18.11.2010, Page 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 „Hverju klæðast striplingar á „casual friday“?“ -Höfundur óþekktur. Sushi klárlega uppáhalds máltíðin enda hollt og hrikalega gott! Skrallað í London og ekkert snobb Elskar ódýrar fatabúllur María Jonný er 23 ára Hafnfirðingur sem stundar nám við Háskólann á Akureyri, en þar er hún á öðru ári í sálfræði. María er alltaf smart í tauinu og verslar fötin sín helst í utanlandsferðum, en hún reynir að komast erlendis 1-3 sinnum á ári. „Ég elska ódýrar búllur þar sem leynast flott föt inn á milli, eins og Forever21 og Charlotte Russe, sem er við fyrsta augnlit í rauninni mikil skinkubúð.“ Búðin er hins vegar greinilega ekki öll þar sem hún er séð, þar sem María myndi ekki flokkast sem skinka. Einnig er American Apparel í miklu uppáhaldi hjá Maríu en henni var boðið starf þar þegar hún var eitt sinn í Boston. „Ég er ekkert snobbuð þegar kemur að fatakaupum. Mér er sama hvort flíkin sé úr Target, Wal-Mart eða H&M – bara svo lengi sem hún er falleg og á ásættanlegu verði,“ segir María. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana? Það sem er uppáhalds er „Dancing on my own - Robyn“ og svo eitt 10 ára barn sem heitir Willow Smith sem syngur lagið Whip my hair og er snilld. Hvar finnst þér best að borða þegar þú kemur til Reykjavíkur? „Líklegast er það brunch á Vegamótum. En mér finnst langbest að borða á sushistað hérna á Akureyri sem heitir RUB23 og er með uuugeðslega gott sushi og allskonar,“ segir María að lokum. Hlustar á remix lög af youtube fyrir djammið Antoine Fons er 26 ára ungur maður, menntaður leikari frá leiklistarskólanum Rose Bruford í London. Honum finnst skemmtilegast að fara í útilegur á sumrin og ganga á fjöll, enda er um að ræða þrælflottan dreng. „Mér finnst ótrúlega gaman að fara út á lífið í London og í Sydney,“ segir Antoine en hann var einmitt að ferðast um Ástralíu nú fyrir stuttu. Antoine ferðast mikið og því óhætt að segja að hann sé veraldarvanur. „Mér finnst ótrúlega næs að slappa af í sundi með vinum og vandamönnum t.d. eftir langa næturvakt í 101 Reykjavík,“ segir Antoine sem er duglegur að stunda skemmtistaði bæjarins, en hann fer mest á Prikið og Kaffibarinn þegar hann fer út á lífið. Skemmtilegast er að skralla í London og Sydney. Antoine verslar fötin sín aðallega erlendis. „Ég versla oftast þar, það er eiginlega uppáhaldsbúðin mín,“ segir hann en London kallar hann sitt annað heimili. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana? „Ég fer oft á Youtube og finn þar allskonar remix sem mér finnst skemmtilegt að hlusta á.“ Hvar finnst þér best að snæða góða máltíð í Reykjavík? „Mér finnst best að borða á Sushitrain af því að það er gott og vinur minn á staðinn, en annars borða ég örugglega oftast á American Style þó ég reyni nú að hafa hollustuna í fyrirrúmi,“ segir Antoine. Stíllinn talaði við Maríu Jonný Sæmunds-dóttur og Antoine Fonsog fékk að sjá hvaða dress þaumyndu velja sér fyrir skólann ogdjammið, og hverjar uppá-haldsflíkurnar þeirra eru.María og Antoine eru alveg með þetta. stíllinn SKÓR: KEYPTIR Í CHARLOTTE RUSSE Í BOSTON BUXUR: KEYPTAR Í SÖMU BÚÐ BOLUR: FOREVER21 KÁPA OG KLÚTUR: AMERICAN APPAREL BOLUR: AFENDS (WELLINGTON) BUXUR: LEE SKÓR: CONVERSE SKÓR: CHARLOTTE RUSSE LEGGINGS: H&M SKYRTA: ÚR FOREVER21 SLAUFA: H&M SKÓR: DEBENHAMS FYRIR 100 ÁRUM GALLASTUTTBUXUR: VINTAGE LEVI’S TIGER BOLUR: ÚR H&M OG LEÐURJAKKI ÚR H&M UPPÁHALDS SKÓLA OUTFIT ÚT Á LÍFIÐ BOLUR: TOP MAN Í LONDON BUXUR: CHEAP MONDAY Í KRONKRON SKÓR: ZARA MEN PEYSA: TOP MAN Í SYDNEY BUXUR: MAO Í GALLERÍ 17 SKÓR: ADIDAS ÚT Á LÍFIÐ SKÓLA OUTFIT UPPÁHALDS Myndir/Ernir

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.