Monitor - 18.11.2010, Page 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010
Kvikmyndin Ég elska
allt sem Paul Thomas
Anderson hefur gert.
Ég horfði nýlega á á
Magnolia aftur og komst
að því að það er hans besta mynd. Svo
er líka fáránlegt að gæinn hafi bara
verið 28 ára þegar hann gerði hana.
Sjónvarpsþátturinn Eini þátturinn
sem ég hef nennt að
fylgjast með undanfarið
er The Event. Hann
fyllir upp í ákveðið
24-tómarúm, jafnvel þó
það sé enginn Jack Bauer á svæðinu
heldur bara eitthvað væmið par. Svarti
forsetinn er samt á sínum stað, sem
veitir ákveðið öryggi.
Bókin Síðasta bók sem ég las var
Votlendi eftir hina þýsku Carlottu
Roche. Segir í stuttu máli frá 18 ára
stelpu sem er á sjúkrahúsi eftir að
hafa farið sér að voða við að raka á sér
rassgatið. Frekar stefnulaus og hálf
tilgangslaus saga en frásagnarstíllinn
er oft leiftrandi.
Platan Það eru fáar plöt-
ur sem mér þykir jafn
vænt um og I Can Hear
the Heart Beating as
One með Yo la tengo. Það
er alltaf hægt að leita til hennar,
hvort sem maður vill ljúfsárt
melódrama eða graða partítónlist.
Lætur mér líða vel.
Vefsíðan Ég heimsæki enga síðu jafn
oft og Flickmylife.com. Sú síða og
Baggalútur.is eru eina brjóstsbirt-
an í íslenskri samfélagsumræðu.
Staðurinn Ósushi-
lestin í Iðuhúsinu
er minn uppáhalds
staður og ef ég
mætti velja væri ég
þar öllum stundum. Ég veit
ekki um betri byrjun á góðu
kvöldi en að kíkja þangað
og gúffa í mig nokkrum
bitum og skola þeim niður
með svalandi bjór/hvít-
víni. Hljómar kannski
væmið en mér er sama.
Síðast en ekki síst
» Steinþór Helgi, umboðsmaður Hjaltalín, fílar:
LOKAPRÓFIÐ
| 18. nóvember 2010 |
skólinn