Skólablaðið - 01.03.1980, Side 7
"Hve langt er þessi pláneta frá sólinni?"
spurði Vamp ogllék manni og setti á drottn-
inguna.
"Sú þriðja," sagði skipstjórinn og drap
manninn. "Hún nefnist "Jörðin" í skrám okkar.
Skermurinn sýndi enn óreglúlegar grjót-
hrúgur og endalausa, brúna sléttuna sem teygð-
ist út í óreglulegan sjóndeildarhringinn.
Engar borgir eða mannvirki, engin merki um
hugsandi líf.
"Förum nokkra hringi í viðbót og hættum
svo," endurtók skipstjórinn þunglyndislega.
Þeir sögðu ekki meira því Vamp vann hrók.
Skpstjóranum fannst alltaf hann vera betri
leikmaður en Vamp, en hann gerði fljótfærnis-
villur og Vamp notfærði sér það óheiðarlega
mikið, fannst honum. Þannig var það nú. Þegar
aðeins voru nokkrir leikir eftir í endalokin
voru þeir truflaðir af skerandi blístri. Skips-
tölvan hafði fundið merki um menningu. öþolin-
móðúr ýtti skipstjórinn á takka og stöðvaði
blístrið, aðeins innrauði lampinn blikkaði
reiðilega áfram.
Þeir spiluðu nokkrar skákir í viðbót.
"Hefurðu fengið nóg?" spurði Vamp og
leyndi illa ánægju sinni. Skipstjórinn sam-
þykkti og stundi.
Mynd birtist á skerminum og þeir sáu
stóran, ryðgaðan málmskrokk sem var hálf-
grafinn í sandinn.
"Farartæki til að ferðast í gegnum
plánetuhvolfið," sagði Vamp.
"Menning á öðru stigi eða minna." Það
virtist sem þessar kringumstæður veittu skip-
stjóranum einhverja illgjarna ánægju. "Frum-
stæð menning og þar af leiðandi útdauð."
"Eigum við að líta á farið?"
En skipstjórinn neitaði. Rannsókn dauðra
menninga var ekki þeirra viðfangsefni. Til
þess voru rottuveiðararnir í Vísindaakademí-
unni.
"En hvað ef við finnum viti bornar verur
þarna?"
Skipstjórinn hristi höfuðið.
"Farið lenti í árekstri og hefur verið
tómt lengi. Þú getur skoðað það ef þú ert
forvitinn en við förum strax og þú ert búinn."
Það var stór, straumlínulaga málmbútur.
Vamp gat hvorki séð inngönguleið né op.
Á allar hliðar var aðeins óbrotinn málmgljáinn
litlaus af ásókn támans. Þá tók hann eftir
víðri, svartri sprungu sem virtist skera allan
bolinn í tvennt. Vamp renndi sér inn.
Nokkrum sekúndum seinna synti hrædd fiska-
torfa út um sprunguna og safnaðist saman í
skjóli við bolinn. Þeir tóku ekki frekar eftir
þrýstingi vatnsins en kærulausir íbúar yfir-
borðsins tækju eftir loftþrýstingum. Það eina
sem fann e.t.v. fyrir geysilegum þrýstingnum
var dauður kafbátsskrokkurinn.
I góða stund hékk! hvíta blaðran yfir hálf-
fCldum málmskrokkum fyrir neðan. Það sást
ekki í Vamp lengur. Þegar hann kom út að lokum
dreifðust fiskarnir, sem höfðu safnast í
kringum sprunguna, x allar attir.
Blaðran byrjaði að hreyfast og jók hraðann
þar til hún hvarf yfir sjóndeildarhringinn.
"Nokkuð áhugavert?" spurði skipstjórinn,
meira af kurteisi en forvitni.
Vamp hristi höfuðið. "Skipið var af
frumstæðri gerð, notaði orku frá rafhlöðum og
söfnurum. Ástæðan fyrir slysinu er ekki sjáan-
leg."
"Skiptir það einhverju máli?"
"Nei, auðvitað ekki....."
"Við komum til að hafa viðskipti," sagði
FÓNÝTI
EFTIR
RNORE.Í GORQOVSKÍ 1 .
O