Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 15

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 15
Finnski rithöfundurinn, arkítektinn og hug- myndafræðingurinn Reima PietilS, sem af mörgum er talinn sá núlifandi finnskra arkítekta er komist næst því að teljast arftaki meistarans Aaltos, hefur í ritum sínum og kenningum gagnrýnt miskunn arlaust skuggahliðarnar á „nútíma"-byggihgarlist og skipulagi og þau fjölmörgu vandamál sem al- þjóðastíll 6. og 7. áratugar hafur haft í fðr með sér. Fyrir fáeinum árum birtist grein í Les- bók Morgunblaðsins um PietilS asamt tilvitnunum í rit hcns og myndum af helst verkum hans. Pietiia segir m.a.: „Við getum ekki stöðugt brotið niður og byggt upp á nýtt, við verðum að koma okkur saman um að stærst hlutinn fái að standa því að maður- inn þarfnast stöðuleika og öryggis. Það er stað- reynd að ef borg er illa byggð þá færast mistökin áfram. Hver kynslóð á að byggja eins vel og vitur lega og mögulegt er." Sem vænta má á fjöldaframleiðsla mannlegs umhverfis ekki upp á pallborðið hjá Pietila. Tæknin er því aðeins til góðs að henni sé beitt í þágu skynseminnar, að maðurinn sé herra hennar, en ekki þræll. Einnig verður Pietila txðrætt um hlutverk arkítektsins sem tengiliðar milli hins tæknilega annars vegar og hins „ekki tæknilega" hins vegar: „Alls staðar í hinum iðnþróuðu löndum rekst maður á sálfræðileg vandamál sem eininga- húsabyggingar hafa í för með sér, - allt of ein- hæf byggingarhverfi, - andleg fátækrahverfi. Sí- felld endurtekning er engin gleði fyrir augað. Einingasamsetning er og verður samsetning bar sem| einingin yfirgnæfir og verður að vandamáli. Jafn- vel þótt reynd séu ýmis tilbrigði, svo sem að hafa svalirnar misjafnlega inndregnar, verður árangurinn samt sem áður hinn sami, of einfaldur og áhorfandinn sér tilraunina á augabragði og áhrifin eru þar með afgreidd. Tæknin ein getur samt sem áður hvorki stefnt þróuninni til hins verra né hins betra. Tækninni örlagaríkari er hugsunarhátturinn að baki henni. Hvar á arkitekt- úrinn heima, á tæknihliðinni eða á þeirri sem lýtur að rannsóknum á manninum og þörfum hans? Það er eins og hann hiki við. að taka afgerandi skref, - vill í hvorugar búðirnar fara endanlega'.' Það væri í sjálfu sér einföld og auðveld lausn að skella allri skuldinn á skipuleggjendur og arkítekta og láta þá bera ábyrgðina á hrakför- um íslenzkrar byggingarlistar síðustu 30 - 40 ár. Margir mætir menn, sem fjallað hafa um íslenzka „Strandhús" i Kópavogi. Arkítekt: Högna Siguréardóttir. o

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.