Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 16

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 16
húsagerð á opinberum vettvangi, hafa fallið í þessa gryfju, en hins vegar sézt yfir að leita að rotum meinsins. Auðvitað eru misjafnir sauðir í mörgu fé, - það á raunar við um allar stéttir þjóðfélagsins. En sannleikurinn er þvx miður sá að ^fOQtaðir arkítektar teikna og hanna aðeins brot af því er hér rís sem byggingar sökum þess að löggjöfin veitir ýmsum stéttum tæknimanna réttindi til húsateiknunar þótt þeir hafi litla sem enga skipulagslega,- hvað þá fagurfræðilega- menntun hlotið. En sú sorgarsaga verður ekki rak- in hér, enda væri hún efni í margar blaðagreinar. Þó að arkítektar kunni að bera ábyrgð á einhverjum af þeim mörgu meinum 'sem hrjá íslenzka byggingarlist þá eiga þeir einpig heiðurinn af því sem best hefur verið gert á síðustu árum. Þau verk færa bjartsýnum mönnum heim sanninn um að svo vel sé hægt að gera, svo langt sé hægt að ná, svona góður geti árangur orðið sl_hugurinn heill 2g_YÍlíí 2g hæfileikar til. Hörður Agústsson segir svo m.a. í grein er hann ritar í tímaritið Birting árið 1960: „Hvers vegna hafa hinir gáfuðustu íslenzku arkítektar ekki mótað umhverfi okkar meira en raun ber vitni? Orsakirnar tel- ég einkum vera tvær: í fyrsta lagi að aðhald það, sem húsameist- arar fá erlendis af sterkri sögulegri hefð ásamt hinni almennu skólun og ögun fyrir tilstilli sýn- inga, menntastofnana, tímarita o.fl., fyrirfinnst ekki hérlendis. í öðru lagi tel ég að orsökin sé sá óeðlilegi stríðs- og hernámsgróði, sem yfir Island og íslendinga hefur flætt síðastliðin 20 ár, og sú spilling og upplausn í þjóðfélaginu sem í kjölfar gullsins hafa siglt. Útibú Landsbanka íslands á Akranesi. Arkæitektar: ðmar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall. Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjub-jarklaustri. Arkítektar: Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Ekki má þó skella allri skuldinni á ís- lenzka arkítekta einvörðungu, húsagerðarlist er ekki síður afsprengi heillar þjóðar en fárra manna. Við eigum öll nokkurn hlut að máli, en aðallega þó þeir, sem við teljum til forystu í þjóðmálum." Áhrif stríðsgróðahugmyndarinnar og hins ruglaða verðmætaskyns hermangarans hvíla enn í dag sem mara á íslenzku menningar og' þjóðlífi, - einnig og ekki hvað sízt á byggingarlistinni. Mat almennings á arkítektúr og öðrum listgreinum er oft og tíðum brenglað og margir eru blindir á gildi listræns og vel hannaðs umhverfis. Margir lifa í þeirri trú að arkítektúr sé í því fólginn að byggja með sem allra mestum íburði og til- kostnaði og kalla það því sóun og bruðl þegar sér fróðum mönnum er falin hönnun opinberra mann- virkja. En mér er spurn: Ef þe'ir menn, sem sér- menntaðir eru í öllu því er varðar húsbyggingar, vita ekki hvernig best er að byggja og hagkvæmast - hverjir vita það þá? Lífsgæða- og samkeppniskapphlaup seinni ára hefur ásamt verðbólgunni aukið enn á rótleysið og ringulreiðina sem stríðsgróðinn skildi eftir sig. Á meðan slík skálmöld ríkir hér á landi er lítil von til þess að hér rísi heilbrigð byggða- menning. Við erum m.ö.o. komin að kjarna meins-' ins, því, þegar annarleg sjónarmið eru látin marka stefnuna í menningarmálum, mælistika her- mangarans er lögð á listræn verðmæti, fyrir- greiðslupólitík og kunningsskapur látin ráða við úthlutun opinberra verkefna, þröngsýni, vanþekk- ing og fordómar halda áfram að einkenna afstöðu almennings til byggingarlistar, - öllu bví sem Jón Haraldsson arkítekt hefur réttilega nefnt „mengun menningar". o

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.