Austri - 15.12.1964, Page 4

Austri - 15.12.1964, Page 4
4 AUSTRI Jólin 1964 AÐ ER þriðjudagurinn 11. ágúst 1964. Yfir Búlands- nesinu hvílir léttlæg þoka, líkust grisjaðri baðmull. Hér og þar brjótasf sólargeislar gegnum grisjuna og varpa einkennilegri birtu á úlfgráa tilveruna. Við þekkjum þetta fyrirbrigði vei, ssm fædd erum og fóstruð hér eystra, þetta einkennilega veðurlag, þegar náttúran öll lítur út, sem hún væri séð gegnum mött gleraugu, og þokuflókarnir skríða með jörðu, og virðast jafn- vel stundum ætla upp í mann og ofan í. A Djúpavogi eru verkamennirn- ir í uppfyllingunni, að koma úr morgunkaffinu, koma labbandi einn og einn og totta pípustúfinn sinn. Niðri við bryggjuhausinn liggur virðulegur farkostur, Mýrdæling- ur, þjálfaður af áratuga giímu- brögðii.n Ægisdætra. Hann liggur þarna í blíðalogninu og þenur rokkinn, púar upp um reykrörið, líkt og heimspekilegur prófessor rppáhalds pípuna sína. Á þi.fari Mýrdinlings hafa átta mannverur komið sér fyrir. Sum- ir sitja á lestarlúgunni, aðrir standa og rabba, eða horfa út í b'.áinn. ,,Sleppa“, segir kapteinn- inn, Siefán Aðalsteinsson, og Helgi Jónrson í Rjóðri, se.m er hinn hluti áhafnarinnar losar tóin af bryggjupelunum og stekkur um borð. Og brátt skríður Mýrdælingur i.t úr liöfninni og tekur stefnu til hafs. En liverjir eru þessir átta, oem standa eítirvæntingarfullir á þ lfarinu, ýrist takandi í nefið, tottandi pípu, ellegar hvorugt? Hér er á ferðinni Þjóðminja- vörður, dr. Kristján Eidjárn. Hann hefur nú loksins getað gef- ið sér tíma til að heimsækja Suð- Austurlandið, þann hluta fóstur- jarðarinnar, sem einna helzt er kenndur við Papana, þessa um- íæddu laumufarþega íslenzkrar 1 jóðarsögu. Förinni er í dag heitið til Pap- cyjar, en þar segir íslendingabók, að hinir írsku einsetumenn hafi hafzt við, er norrænir menn komu hingað til lands. 1 för imeð þjóðminjaverði hafa slegizt nokkrir áhugamenn. um sögu og líf liðinna kynslóða, og skal þá fyrst nefna þau hjón Sigríði og Birgi Thorlarius, ráðu- neytisstjóra í Menntamálaráðu- neytinu. Birgir er þarna á æsku- slóðum, en hann er fæddur og uppalinn á Búlandsnesi, sonur Ragnhildar og Ólafs læknis Thorlaeiusar. Djúpavogsmenn eru þarna fjórir: Séra Trausti Péturs- son prófastur, sonur hans Trausti Pétur, Valgeir Vilhjálmsson kenn- ari og Ingimar Sveinsson, skóla- stjóri. Loks eru og tveir Eskfirð- ingar, séra Jón Hnefill Aðalsteins- son, og sá, er þetta ritar. Eftir því sem bátnum irniðar til hafs, þeim mun þykkari verður þokan. Það er sannarlega ekki út- lit fyrir, að hið fagra Papeyjar- útsýni opnist leiðangursmönnum þennan dag. Ef til vill eru þetta gjörningar. Kannski Pöpunum blessuðum sé ekkert um þetta grúsk. Ef til vill eiga þeir ein- hverju að á veðurgerðarstofnun himnaföðurins, og hafa getað sent okkur þessa blessaða þoku, frekar en ekki neitt. En Mýrdæ’.ingur kærir sig koll- cttan. Þeir Stefán rata til Papeyj- ar sjálfsagt jafnt í svefni og vöku. Þeir þekkja þstta, eins og for- ustuærin kvíagötuna. Þokan skipt- ir þá engu máli. En þegar komið er út undir ey breytist skyndilega litur á lofti, við siglum út úr þokunni og inn í sólfagran heim. Framundan blasir við Papeyjan, ásamt smá- eyjum sínum, iðandi af lí.fi, iðja- græn á lit. Það er haldið inn á Áttlrings- vog. Að vísu liggur Selavogurinn nær bænum, er það er háfjara og þegar þannig er ástatt er hætta, á, að báturinn taki niðri, og á- stæðulaust að tefla farkosti okk- ar þannig í tvísýnu. Etelán leggur stefni bátsins upp að klettisnefi innst í voginum og leiðanguriLnenn hafa sig í skynd- ingu á land. Þá bakkar Mýrdæl- ingur aftur út á voginn, þar sem honum er lagt við ból, en skip- verjar róa á skektu í land. Og nú er gönguför fyrir hönd- um, yfir eyjuna þvera. Við göngum í halarófu eftir ævagömlu garðbroti. Sú göngu- braut endist okkur yfir mestalla'r mýrarnar, allt heimundir bæ, en þegar við komum í sjónmál við bæjarhúsin sjáum við hvar bóndi kernur á móti okkur, beinvaxinn. og vörpulegur á velli, og leiðir Svandísi litlu dótturdóttur sína við hönd. Það verða fagnaðarfundir, því Papeyjarfólk kann að fagna gest- um sínum á þann hátt, að þeim ókunna finnst sem þar sé hann gamalgróinn og í hópi vina. Flestir hafa nýlega verið búnir að drekka sitt imorgunkaffi, elleg- ar snæða enn voldugri árbít, áður en út í eyju var haldið, svo svang- ir eru menn í hópnum ekki. „En kaffi drekkið þið nú gott fólk, áður en þið haldið af stað“, segir Gústav bóndi. Maldað er í móinn, en bóndi afgreiðir málið á sinn hátt með því, að skírskota til þess, að hér í Papey sé hann hús- bóndi, hvað sem aðrir séu annars staðar. Biðin eftir kaffinu er örstutt, en á meðan sitja menn í hlað- varpanum og sleikja sólskinið. Þokan er nú horfin með öllu, og hið fegursta útsýni til lands, allt sunnan frá Horni og norður til Gerpis. Neðan við snúrustaurinn situr Kristján Eldjárn og færir talandi dagbók inn á rafhlöðusegulband. Snöggvast hvarflar það að cnér, hvort ,,handritadeilur“ framtíðar- innar kunni ekki einmitt að snú- ast um segrlbandsspólur, fullt eias og ritað mál. En látum komandi ------in umwmumiBlSsmSKMrXtiaJLiEJjM E F T I R Krisfján Ingólfsson —.............. ............. kynslóðum eftir að fá botn í það. Kaffið reyndist vera veizla, með í jcmapönnukökum og tilheyrandi, sem enginn hafði ístöðu í sér að sporna gegn. Þegar staðið var upp frá fcorðum í Papeyjarstofu, var fólk því vel búið undir vi:- '.idalegt rinnsóknarlabb, nema eilítiö þyngru, en æskilegt mátti tslja. —o— Gústav og Svandís s'ógust í förina með leiðangursmönnum, en lieima í eldaskála sátu skipsLnenn og hjöluðu við heimakonur. Bóndi leggur til, að við höldum fyrst í norðaustur, en fylgjui.-n eyj unni slcan suður með. Á göngu okkar í norðaustur lendum við enn upp á gamalt garðlag, sem að LT.estu er þó sigið í jörðu og l verfur með öllu á pörtum. Ýms- ar getgátur koma upp hverju hiut- verki garður þessi hafi á sínum tlma þjónað, en hann liggur frá Selavogi til Höfðavíkur, svo til teinlínis, milli suðvestur og norð- austurátta. Eigi skal hér miklum getum leitt að hinu upprunalega hlut- verki, enda erfitt nokkuð um það sð segja, en ekki þætti mér óeðli- legt, að einhvern tíma kynni að hafa verið tvíbýli í eyjunni og löndum skipt með garðinum þeim arna. Þjóðminjavörður er orðinn ánægður með veðrið, okkur hefur tekizt að leysa hina fornu, aust- firzku konungsdóttur, þokuna, úr álögum og nú er sól yfir legi og láði. Það sem helzt skyggir á gleð- ina er hitinn. Flestir höfðu búið sig að heiman um morguninn í eamræmi við kólguna á Djúpavogi. Nú í mollunni eru þau skjólföt úrelt orðin og menn taka að kasta klæðum til efra, svo sem siðgæð- ishugmyndir nútímans telja hæfu til. Þegar yfir þvera eyjuna er komið, verður fyrir okkur Sölva- eyði, en það er höfði um það bil 10 metra hár. I liöfðanuiiu að sunnanverðu er veggjarhleðsla. Eftir stendur einungis annar lang- veggurlnn og að því er virðist fcálf fcreidd gaf a. Hitt hefur hrun- ið úr höfðanum og í urðina fyrir neðan. Eldjárn vildi fátt eitt um aldur þessara veggjabrota segja, en lét þó á sér skilja, að þau gætu ver- ið allgömul. Gústav bóndi sagði hinsvegar, að hann hefði iöngum haf'; þ:.5 á tilfinningunni, að þau Vciru meo því elzta sem finna mætti af mannvirkjum þar í eynni. . 0 Suður með strönd Á tanga einum í Eldriðavikum. austast á eyjunni eru greinilegar rústir, og allmiklar um sig. Ekk- ert var staðnæmzt þar í þetta skipt.ð, en væntanlega verður það gert síðar. Því verður ekki neitað, að hóp- rrinn beið þess með nokkurri eft- irvæntingu að kz< ra a5 Papatóft- r:.:, sem svo eru nefndar. Dr.nski íornfræðingurinn Daniel Bruun hafði stungið þar niður skóflu á sinum tíma, þ. e. a. s. einhvern tíma krlngum aldamótin síðustu, en orðið frá að hverfa sakir tíma,- skorts. Papatætturnar eru í lágum hól austan til á eyjunni, ein er þeirra stærst og reyndist við skyndiimæl- ingu vera á lengd 17 skref séra Jóns Hnefils, sem er í hópi stærri manna. Bruun hafði á sínum tíma graf- ið þ;:rna tvær holur, en einskis orðið vísari. Gkkar hópur gat ekki minni verið og gróf líka tvær hol- ur, en hafði eigi fremur eiindi sem erfiði. Engan veginn er það útilokað, að eitthvað kynni að finnast þarna ef tætturnar allar yrðu grafnar upp, en enn sem komið er hefur ekkert fundizt, sem' bent gæti til þess að þarna hafi verið mannabústaður. Holurnar sem við grófum voru nokkuð djúpar, það djúpar, að við komumst niður á sjávarmöl. Auðvitað mátti þarna, kenna ýmis jarðefnalög, en ekkert þeirrar tegundar, að ætla mætti það imannvistarlag. En hvernig er þá örnefnið til komið —- Papatættur? Svarið getur verið á tvo vegu, þar sem enn liggja engar sannanir fyrir hvað húsa þarna hefur ver- ið, né he’.dur hvenær þau hafa verið reist. Hugsum okkur fyrst, að örnefn- ið hafi við rök að styðjast. Þá er það sögulega rétt og eðlilegt. En segjum síðan, að örnefnið sé rangt, með öðrum orðum, að í húsum þeim er þarna stóðu áður, hafi aldrei búið Papar. Hvað þá? Þá imætti hugsa sér sköpun pp- I leii að liðnum iímum i

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.