Austri - 15.12.1964, Side 8

Austri - 15.12.1964, Side 8
8 AUSTRI Jólin 1964. JÓHANN EíiILSSON: Öskudagurinn 1964 Eins og venja er til var ösku- dagurinn haldinn heilagur i Mjóa- fjarðarbarna- iskólanum. Ég vaknaði jjklukkan hálf níu |og fór að klæða imig og fékk mér að drekka. Þegar ég hafði lokið því fór ég út með töskuna. Éig slöngvaði henni á bakið og settist svo á bak mínum reiðskjóta. Svo kom Bjössi á sínum og við þeyst- um af stað áleiðis í skólann. Það var heitt í veðri þó febr- úar væri. Við Bjössi urðum fyrst- ir eins og ævinlega! Þegar við opnuðum dyrnar í ganginum og snyrtiherberginu gaus svo mikill hiti á móti okkur, að við vorum rétt bráðnaðir. Allar hurðir og gluggar voru nú opnaðir upp á gátt. Brátt var mesti hitinn rok- inn út og þá var lokað. Þessi tími, sem nú fór í hönd, var reikningstími. Það voru skriiaðir tveir verzlunarreikning- ar fyrri helming tímans, en svo reiknaði Helga í huganum til tímaloka, en við hin hlustuðum á. Vilhjálmi fannst við vera agaleg- ir aumingjar, að láta stelpuna snúa á okkur. Éig gleymdi að geta þess, að V. H. koim með ösku í poka, ber- andi á bakinu í löngum spotta ofan frá Brekku. Þá var komið frí og við fórum út að leika okkur. Það var langt og ágætt frí og við fórum í fel- ingaleik. — Þeir Gísli og Vil- hjálmur löbbuðu út veg, en stoppuðu við lækinn fyrir utan skólann og röbbuðu saman nokkra stund. Svo kom Vilhjálm- ur og þá byrjaði annar tími á þessum1 eina öskudegi á þessu ári 1964. Það var bæði Mannabeina- fræði og Eðlisfræði. 1 beinafræð- inni var rætt um öll bein, sem í líkama mannsins felast! En í Eðlisfræðinni höfðu stelpurnar það gott og lásu í bókum eða geispuðu hver sem betur gat á meðan við karlmennirnir ræddum um rafala og hvað það gæti verið agalegt að fá í sig rafstraum. Svo var aftur komið frí og við fórum í felingaleik eins og áður. Við Bjösi áttum tveir að liggja á, en allar stelpurnar að fela sig. Þær náðu ok'kur aldrei og gáfust seinast upp og löbbuðu inn veg og við hjóluðum á eftir þeim. Þær hlupu inn að Konráðsgrunni og upp á símastaurana, sem þar liggja. Svo kom Vilhjálmur í skóladyrnar og kallaði í okkur. Þegar við vorum komin inn og búin að blása mestu mæðinni, var farið að flytja kvæði. Þegar við vorum öll búin að lesa og síðan að tala saman um stöðuna og lesturinn, var hver og einn látinn fara aftur upp að púlti og flytja þar eitt eða tvö erindi með mikl- um alvarleika og tilburðum. Nú var kolminn matur og við héldum af stað heim. En Vilhjálm- ur sagði okkur að koma út að Brekku á eftir. •— Ég fékk „búddara"1) til miðdags. Og þeg- ar ég var búinn að éta, fór ég strax út. Eftir nokkra stund kom Bjössi og fórum við þá að halda af stað út að Brekku. Stúlkurnar fóru veginn, en við Bjössi efri leiðina. Uppi á Höfðanum sáum við, að einhverjir höfðu gert eitt- hvað þar neðan undir garðinum. Stelpurnar stóðu masandi úti í dyrum, þegar við komum. En Vil- sæmilega lin innar. Vorum við þá ikomin nokkuð inn fyrir sjálfa Gjána, alveg inn undir á. Það gekk vel að komast upp þá stalla, sem eftir voru. Þarna veltum við stórum steini. Hann gerði mikil og djúp för í snjóinn og sáum við, að þar mundi alveg upplagt að komast niður. Þegar við komum upp fyrir klettaklungrið, sáum við nokkuð langt til allra handa. Fyrir sunn- an var dalurinn, fjörðurinn og Reykir, að austan Teitatindur og Þrælatindur, norðan við var fjall, seim1 heitir Snjófjall. Sáum við það aldrei allt vegna þokunn- ar. Norðan við það er Flanninn. Nú þegar við höfðum setið þarna nokkra stund og horft á fjöllin og lengd Austdalsins, stóð- um við upp og h’.upum sömu leið til ba'ka, en gáfum okkur þó tíma, til að bæta fáeinum steinum í vörðubrotin á leið okkar. Hvað eftir annað fylltum við stígvélin af snjó á fönnunum, en reyndum að tæma þau jafnharðan. Það gekk prýðilega að komast niður klettana í Neðri-Gjánni. Við Sex ungir höfundar segja frá Sf hjálmur var að tala í símann. Hann var nokkuð lengi að því, og þegar hann loksins kom var klukkan að verða hálf tvö. — Hann var með broddstaf í hendi og hafði brett gráum ullarsökkum utanyfir buxurnar, en var annars á sínum góðu hlaupaskóm. Svo var nú gengið af stað. Stelpurnar fóru úr úlpunum strax niðri á túni og sögðust ætla að skilja þær eftir eða láta Vil- hjálm bera þær. En hann sagði, að þær gætu haldið á þeim sjálf- ar. Þegar við komum upp fyrir girðinguna fórum við Bjössi úr peisunum. En Vilhjálmur skalf eins og strá í vindi innan í ullar- reifi sinu, þétt reimuðu saman. En brátt þoldi hann þó ekki við í úlpunni og hneppti henni frá sér. Það bar nú ekki til tíðinda lengi vel. Við stefndum upp dal- inn. Vorum við Bjössi á undan, svo Jóhanna, en hin einhvers stað- ar á eftir. Þarna uppi í dalnum var rigning, svo við fórum í peis- ur okkar og úlpur. En brátt hætti nú samt að rigna. Þegar við komum að snjófönn- inni fyrir neðan Neðri-Gjána, kom skipun frá Vilhjálmi, sem enn var niðri í miðri brekku ásamt tveim eða þrem stelpum: Nemið staðar! — Við staðnæmd- umst og veltuim af stað tveimur steinum, sem þó rúlluðu lítið. Nú var Vilhjálmur kominn og við lögðum á fönnina. Fór hann fyrstur og gerði för imeð hælun- um, en ég kom síðastur með broddstafinn og hugðist gæta þess, að enginn hrapaði niður. En brátt var orðið svo hart, að Vil- hjálmur markaði varla, og sáum við þá að það mundi verða vont að komast niður aftur, ef við gætum ekki búið til sæmileg för. Snerum við því frá og löbbuðum inn með fönninni, sem reyndist 1) Saltaður bútungur. Við höfum unnið saman nokkra vetur og þau Ieyfðu mér að birta frásagnir þessar í jólablaði Austra. — Jóhanna, Anna og Björn skráðu sínar 9 ára, liin nokkru eldri. Myndirnar tók Sigfús Vilhjálmsson. Anna og Arnfríður voru í ræðustóli (fluttu kvæði) þegar Ijósmyndarinn smellti af. Við óskum lesendum opnunnar gleðilegra jóla. V.H. fjallseggin og þar í Efri-Gjáin og dálítill klettahöfði þar fyrir fram- an, en að vestan Ekrutindurinn og Rákin, þar sem Sigurður á Höfðabrekku hrapaði með hesta tvo og drápust báðir hestarnir, en hann slapp ómeiddur. Það voru miklir svellblóstrar þarna uppi. Við stefndum í norð- austur, eða þar um bil, fyrir ut- an klettana, sem Efri-Gjáin er í, og ætluðum að líta þann mikla fjörð, Seyðisfjörð. Hér var fjalls- raninn lægri og við komumst upp á Eggina og sáum þá strax fjöll að norðanverðu í Seyðisfirði. Það var súld og þoka þarna uppi og vont s'kyggni. Þarna var hálfgerður sandur en þó fáeinir steinar á stangli, ennfremur nokkrar hálfhrundar vörður. Við tókum nú til fótanna og hlupum í einum spretti norður þangað, sem fer að halla niður 1 Aust- dalinn. Þar biðum við eftir Vil- hjálmi, sem hafði dregizt nokkuð afturúr og kom nú hlaupandi og þokan á hælunum á honum. Hann settist hjá okkur og fór að segja okkur nöfnin á fjöllunum í Seyð- isfirði. Það fjall, sem við sáum lengst í burtu, heitir Skælingur og er norðan við Loðmundarfjörð- inn. Á milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar heitir Brimnesfjall og þar undir stóð bærinn Brimnes, sem brann nú fyrir skemmstu. Austan við Austdalinn er Sauð- fellið og á bak við það sáum við í Skálanesheiðina nokkuð langt í burtu. Alveg upp undir rótum hæstu fjallanna til vinstri sáum við klett, sem mig minnir að heiti Einbúi. Suðaustan við hann er Hesteyrarskarðið, en það sáum við ekki fyrir þoku. Lengra frá er Snjófellsskarð og eitt mikið fundum þarna í klettaskoru einn kjálka úr hestum Sigurðar. Var hann orðinn mjög veðraður. Við hlupum svo niður þar sem steinn- inn hafði sporað snjóinn. Vil- hjálmur var rétt dottinn á hlið- ina ofan í drullufor, en slapp þó að mestu leyti. Nú tóku allir til fótanna og hlupu niður næstu snjófönn og að stórum steini. Þarna þurfti enn að tæma skó- tauið. Þarna var stór, flatur steinn ekki langt fyrir utan og sagði Vilhjálmur að hann héti Veizlusteinn síðan einhverjar ame- rískar stúlkur hefðu verið kvadd- ar þarna. Ferðin gekk greitt niður dal- inn. í dalsbrúninni var nokkuð hörð fönn. Fyrst fóru þær Adda og Jóa og fóru gætilega og gekk vel. Þá fór ég og studdi mig við broddstafinn og slapp alveg klakklaust. Svo kom Bjössi. Hanri vissi auðsjáanlega ekki að fönn- in var svona hörð, stökk út á hana og fór beint á rassgatið og húrraði niður á mikilli ferð. Hon- um tókst þó að stoppa sig áður en hann væri kominn aila leið niður í Mýrarbotn. Næst kom Helga, líka á mikilli ferð, og stanzaði ég hana. Svo kom Anna siðust eins og flugvél og stoppaði ég hana lí'ka. En þá sló hún hausnum við snjófönnina. Það var þó betra en að dralla niður alla brekkuna. Bar nú ekki til tíðinda og urðum við öll samferða niður túnið á Brekku. Og þegar við vorum komin heim á hlað var 'klukkan kort gengin fimm, höfð- um við verið mjög rösk í þessari reisu. Við heilsuðum nú húsmæðrun- um, þeim Margréti og Kristínu, sem höfðu verið að þeyta rjóma

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.