Austri - 15.12.1964, Síða 10
10
AUSTRI
Jólin 1964.
og hræra krem mestallan daginn.
Við, ferðalangarnir, fórum inn
í baðherbergið og þvoðum af okk-
ur ferðarykið, og sumir höfðu
sokkaskipti. Síðan var setzt und-
ir borð, drukkið kakó og imjólk og
étnar tvær rjómatertur, ein krem-
terta og slatti af smákökum og
furstakökum. Ég þurfti að færa
beltið um ein þrjú göt meðan á
drykkjunni stóð. Litli Bjössi var
kominn þarna í hófið líka og sat
hann úti í rólu þegar við komum
af fjallinu.
Þegar við höfðum drukkið okk-
ur allt of södd fór Anna að
„ganga imenntaveginn“. Gekk
henni það prýðilega. Þá kom Fúsi
og átti að láta hann gera slíkt
hið sama. En hann lét ekki plata
sig út í það fyrirtæki. Svo var
farið í pantaleik og síðan í blind-
ings’.eik uppi á lofti. En þá var
líka þessi ágæti dagur búinn.
Vesturbæingar þökkuðu nú fyr-
ir sig og stikuðu heim á leið.
Einn varð vondur á leiðinni og
lagðist niður. Var honum hótað,
að hann skildi verða skilinn eftir.
En þá var hann fljótur að spretta
á fætur og úr því gekk það nú
ágætlega að komast heim.
Öskudagurinn liðinn og kemur
ekki aftur á þessu ári.
(Heimastíll, febr. ’64).
------ ^ ---------
ARNFRIÐUR HANSDÓTTIR:
Tannviðgerð og
páskaegg
Það var mikiðl
að gera é mið-|
vikudaginn. Uml
hádegi fórum viði
Sigga að smala.J
Við fórum upp ;|
Gilsárdal og útl
á Hafnardals-|
brúnir og voruml
orðnar þreyttar.
Við reyndum að komast úr spor-
unum en lítið gekk. Við fundum
fjörutíu kindur, en svo illa fór, að
nokkrar týndust og aðeins tuttugu
og níu komust heim.
Óli var búinn að hýsa það, sem
heima var, og beið okkar við
Grundarhúsið. Við sögðumst vera
orðnar mjög þreyttar. En hann
sagði bara: sei, sei, helzt held ég
þið séuð þreyttar sem nuddið
saman tánum alla leiðina! Og allt
í einu segir Óli svo: Jæja, greyin
mín, ég þarf að skamma ýkkur
dálítið! En við sögðum honum að
elska friðinn og strjúka á sér
kviðinn. Síðan hýstum við féð og
gáfum því.
Við Sigga ætluðum til Norð-
fjarðar daginn eftir. Og um
kvöldið fórum við að taka okkur
til.
Fyrst byrjuðum við að strauja.
En meðan jámið var að hitna
setti ég í hárið á Siggu. Það
gekk ekki vel, hún hljóðaði af
sársauka, því ég hárreitti hana
r.vo imikið. Svo fórum við að
strauja og það gekk jafn illa og
annað þetta kvöld.
Óli sat í bekknum og tísti í
honum hláturinn. Svo stökk hann
á fætur og sagðist ætla að strauja
slæðurnar okkar, sótti vatn og
jós í þær og slétti þær svo eins og
alvöru straukona.
Margt fleira þurfti að gera 05
var 'kl. orðin hálf tvö þegar við
fórum að sofa.
Svo daginn eftir fórum við á
fætur kl. 7. Var þá fyrst að leita
að ferðatösku. Við fundum strax
tvær. En önnur var of lítil og hin
of stór! Okkur fannst þó betra
að taka þá minni, enda komum
við í hana tveim rjómaflöskum og
tveim bréfum, sem átti að pósta,
og það var nú líka allur farang-
urinn.
Við vorum tilbúnar kl. 8 og þá
kom ,,Guðrún“ yfir fjörðinn. Bát-
urinn þurfti aftur norður yfir.
Þar voru teknir mjólkurbrúsar og
fleira og síðan lagt á stað suður.
Ferðin gekk nú vel eins og við
mátti búast.
Þegar við komum upp úr bátn-
um fórum við upp í kaupfélag.
Sigga keypti sér skó. En ég fór
upp á kontór og tók út 500 krón-
ur. Svo fórum við að leita að
húsi Óla tannlæknis, því ætlunin
var að fá gert við tennurnar.
Hittum við konu á gangi sem vís-
aði okkur á það. Önnur kona kom
til dyra, þegar við hringdum dyra-
bjöllunni. Hún segir okkur að
gera svo vel og setjast inn.
Þegar við vorum búnar að bíða
svaka lengi heyrðum við imikið
skvaldur inni á lækningastofunni.
Og í því bili opnast dyrnar, og
út kemur þessi líká rosa slöttúlf-
urinn, sem reyndist þó bara á að
sjá myndarmaður. Á eftir honum
kom Óli tannlæknir. Hann segir
við okkur: Mjófirðingar, ósköp
eru þeir daufir í dálkinn!
Og svo spurði hann hvora hann
ætti að taka fyrst. Við héldum,
að það væri nú sama. En hann
sagðist vera vanur að taka þá
yngri fyrst. Stóð ég þá á fætur
og fór úr úlpunni og gekk inn.
Hann sagði mér að setjast í stól-
inn og gerði ég það. Svo byrjaði
hann að bora tennurnar í ;mér,
en sagði síðan, að ég skyldi koma
aftur kl. 1. Síðan fór Sigga inn
og kláraði hann alveg að gera við
hennar tennur.
Eftir þetta fórum við að verzla.
Ég þorði nú lítið að kaupa, því
ég átti eftir að borga tannvið-
gerðina, en Sigga keypti sér
margt og mikið.
Við fórum svo til Óla á eftir
matinn. Og þetta sem við þurft-
um að borga honum voru 610
krónur, það var eins og fyrir
tveim vel stóruim páskaeggjum!
Næst var að fara út í Bakka-
búð að kaupa myndaramma. Og
þar sáum við einmitt töluvert
stór páskaegg svo við fórum upp
á kaupfélagskontór og tókum út
400 krónur hvor. Fórum svo aft-
ur út á Bakka og keyptum tvö
stór „egg“. Björn lét okkur hafa
kassa undir þau svo þau brotn-
uðu ekki.
Úti á götu hittum við Steinu,
sem er á símstöðinni. Hún bauð
okkur heim í kaffi, en miðdag
borðuðum við í Holti hjá Ólöfu.
Nú var klukkan orðin fimm og
þá átti báturinn að fara. En það
var beðið eftir manni, svo við
notuðum tímann og fórum enn
upp í Kaupfélag, keyptum okkur
sína peysuna hvor og ég fékk
mér líka buxur.
Okkur leizt ekki vel á að fara
um borð, því það var svo mikil
fjara að við urðum að stökkva
niður á stýrishúsið.
Það var orðið dimmt þegar við
komum heim, en Óli kominn á
klappir með ljós.
Honum varð að orði þegar hann
sá öll páskaeggin, tvö stór og tvö
lítil: Jæja, greyin mín, það er
gagn að þið farið ekki oft ti!
Norðfjarðar.
Daginn eftir opnuðum við Sigga
Htlu ,,eggin“ og voru málshætt-
irnir í þeim svona:
Fleira þarf í dansinn en fagra
skó, og Sveltur sitjandi kráka, en
Uiúgandi fær!
(Heimastíll, apríl ’64).
JÓHANNA GÍSLADÓTTIR:
Kindur jarma í
kofunum
Það er gaman
koma í fjár-
Það eru
heimaaln-
ingar síðan í
fyrra, allt giimbr-
Þær heita
óa, Bogga og
Stebba.
Þegar maður
'kemUr inn stekkur Bogga alltaf
upp í garðann.
Það er ein svört kind heima,
sem við köllum Svörtukibbu ijótu.
Það er oft gaman að stríða henni
dálítið, þegar hún fer inn í kjall-
ara að ná sér í mat eða kartöfl-
ur eða annað góðgæti.
Einu sinni vorum við Helga að
stríða henni. Þá kom ég eitthvað
nálægt henni og hún stangaði mig
um koll en ég bara hló að henni.
Þá varð Svartakibba ljóta aga-
lega reið.
UMHVERFI SKÓLANS
Kringum skólann, það er fjara
fyrir neðan, vegur fyrir ofan, og
uppi á túninu er völlur. Þar er
gras, og fyrir utan og innan er
líka gras. Uppi á vellinum fer
maður í leiki: Slagbolta, risaleik,
knattspyrnu, stórfiskaleik og
margt fleira.
Það er brött brekka fyrir ofan
völlinn. Þegar snjór er rennum
við okkur á skiðurn niður brékk-
una. Það er mjög gaman. Þar er
iíka verið á sleðum þegar hart
er.
Sitt hvoru meginn við skólann
eru lækir. Hjá okkur eru tveir
boltar. Þeir lenda oft í lækinn
fyrir utan, en sjaldan í innri læk-
inn.
Það er sjór fram undan skólan-
um. Nú er hann næstum sléttur,
en stundum1 er hann úfinn og
grettur!
Það eru oft fuglar hér undan,
skarfar og teistur og hávellur og
stundum lómar. Og máfar fljúga
líka oft framhjá.
Skólinn er hvítmálaður. En
göturnar eru allar ein forarleðja,
lækir og svell. — Það er agalega
gaman að hjóla, en það er bara
ekkert gott, því hjólin sökkva
svo djúpt að maður keim'st ekkert
áfram.
(Tímastílar des. ‘63)
'------ dk -------
HELGA JÓNSDÖTTIR:
Það var um nótt
Við stelpurn-1
ar, Anna, Jóa ogi
Adda, voruml
búnar að ákveðai
að flengja alla í|
Mjóafirði. — Ogl
við Adda vorumi
staðráðnar í þvíl
að sofna allsl
ekki um nótt-*
ina, því við ætluðum af stað kl.
3. En Jóa lét sér nægja að binda
band í stóru tána á sér og lét
hún bandið lafa út um gluggann.
Svo áttum við Adda að toga 1
bandið, þegar þar að kærni.
É|g fór að lesa í Njálu þangað
til klukan hálf tólf. En þá voru
ljósin slökkt. Ég reyndi að halda
mér vakandi sem allra lengst og
hálfpartinn sat uppi í rúminu, og
var nú orðin anzi syfjuð. En
klukkan eitt lagðist ég þó niður
og steinsofnaði.
Eftir æðitíma vaknaði ég aftur
og leit á klukkuna, var hún þá
hálf þrjú. Þá læddist ég niður
með fötin. 1 eldhúsinu rak ég
löppina í stól og gerði það allmik-
inn hávaða svo ég hélt að allir
hefðu vaknað, en svo var þó ekki.
Ég fór nú út og inn að Eyri
og inn í nýja húsið og svo inn
til Öddu, en sú, sem ætlaði ekki
að sofna, steinsvaf. É|g vakti hana
auðvitað og hún klæddi sig í
snatri og við fótum út og fundum.
okkur spýtur, fórum svo út að
Höfðabrekku og toguðum í spott-
ann, sem hékk út um gluggann.
þangað til hann slitnaði. Þá fór-
um við upp fyrir hús og biðum
þar lengi, lengi, en aldrei kom
Jóa.
Við örkuðum nú upp að Brekku.
Lappi gelti ekki neitt og við fór-
um upp á loft og læddumst inn
og Adda opnaði dyrnar hjá Önnu
svo við sæum til og flengdum
ekki Margréti. Þegar við vorum
búnar að flengja Vilhjálm ræki-
lega, fórum við inn til Önnu imeð-
an hún var að klæða sig og fór-
um svo allar að hitta Pál og
Fúsa. — Páll sagði, þegar við
flengdum hann: Ja, hvert þó í
logandi!
Þegar við vorum búnar að
þessu öllu saman fórum við inn í
þorp að flengja þar.
Á Höfðabrekku flengdum við
Hjala. Hann sagði imargt ljótt. En
þegar við vorum að fara út kom
Hrefna og bað okkur að bíða eft-