Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 7

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 7
JÓLIN 1967 AUSTRI 7 VIÐ JÖKULSÁ á Breiða- merkursandi blasir við augum stórfengleg mynd og tíguleg þeirra andstæðu nátt- úruafla, sem móta landið, og tákn þeirrar orku, er skapar og tortímir. I norðri er mynd þess, hvernig jarðeldar fyrir þúsundum ára hafa hlaðið ,upp tindinn og hvernig skriðjöklar sverfa fjöllin, bera fram björg og ýta upp mal- aröldum. I suðri er úthafið, sem neytir reginorku við brimsorfna strönd og hleður þar upp sand- rjfi. Það er kunnugt, að Jökulsá hefur runnið á þessum slóðum frá upphafi Islands byggðar. Hún skipti löndum milli landnáms- mannanna Hrollaugs á Breiðabóls- stað og Þórðar illuga að Fjalli. Jökulsá er stuttur tengiliður milli jökuls og sævar. En hún hefur að bakhjalli voldugan ork-u- gjafa og vægðarlausan og mun jafnan hafa verið eitt af hinum stærstu og erfiðustu vatnsföllum hér á landi. Um það eru ýmsar frásagnir. Fyrir 211 árum ferðuðust Egg- ert Ólafsson og Bjarni Pálsson um SkaftafeUssýslu. Þeir lýsa Jökulsá m. a. þannig: „Áður en við sáum sjálfa ána, sáum við hvernig straumöldurnar risu á henni úr allmikilli fjarlægð. Ef hún nær kvið á hestum fellur hún yfir þá. Þess vegna farast bæði menn og hestar oft í henni. Af þessum sökum er hún talin meðal hinna mestu og mannskæð- ustu vatnsfalla á Islandi. Verst er þó, að vöðin eru svo óstöðug að menn verða að snúa sífelldlega við úti í ánni. Þegar farið er yfir Jökulsá eru klyfjarnar bundnar svo hátt upp sem unnt er á á- burðarhestunum og þess er vand- lega gætt, þar sem vatnið er dýpzt, að be'ta hestinum skáhallt í strauminn". Þegar liðin voru 38 ár frá því að Eggert og Bjarni ferðuðust um Skaftafellssýslu, lá leið Sveins Pálssonar yfir Jökulsá, en : hann var eins og kunnugt er bæði læknir og náttúrufræðingur. Jök- ulsá kom Sveini þannig fyrir augu: „Ferðin gekk gre'ðlega, unz við komum að Jökulsá, sem er ægi- legt vatnsfall og leit út fyrir að vera ófær með öllu, bæði sakir vatnsmagns og vegna þess, að hún féll í einum streng til sjávar án þess að sk'pta sér, og ekki sízt vegna jaka, sem berast fram eða velta með totninum, en fljóta ekki sem venjulegur ís. Þeir sjást því ekki, en heyrast skarka á botninum. Brimöldur hafsins dun- uðu hástöfum gegn straumþunga árinnar rétt hjá okkur. Er ég hafði haidið hitamælinum i ánni í 15 mínútur, sýndi hann 1%°R“. Á öndverðri 19. öld ferðaðist enskur maður, Ebeneser Hender- son, víða um ísland. Hann lýsir för sinni yfir Jökulsá m. a. á þessa leið: „Ólmur niðurinn í ánni og öld- urnar, sem á henni risu færðu okkur fulla sönnun fyrir því, að hún væri ekki hætt að vera til og að hún væri ennþá eins tryllt og hættuleg og hún hafði nokkru sinni verið. Því meir sem við nálguöumst hana, þeim mun ægi- legri sýnd;st hún. Við riðum spöl- korn niður með ánni og með því að ekki var um annað að velja, lögðum við út í hana. Leiðsögu- maðurinn reið fremstur með sína löngu vatnastöng til þess að kanna botninn. Á eftir honum fór fyigdarmaður minn með klyfja- Eftir Pól Þorsteinsson hestana, en ég fór síðastur. Þeg- ar vatnið hafði ekki lengur ó- hindraða framrás undir kviði l hestanna, reið það eins og garður upp með síðunni, og var straum- urinn svo óður, að þá var sem hann mundi sópa öllu með sér. Með því að hestur leiðsögumanns- ins var ekki traustur, lá nærri, að straumurinn hrifi hann með sér og klyfjahestarnir snerust í straumnum. Minn hestur var sá sterkasti, og þar sem hann fann, að straumþunginn ætlaði að verða honum um megn, kastaði hann síðunni upp í hann, svo að minnstu munaði, að ég hrykki af baki. Lagðist hann þannig, af slíkri skyndingu, að ég óttaðist, að straumurinn hefði kippt fót- unum undan honum. En ég varð þess skjótt vís, að eðlishvöt hafði sagt honum, að hann skyldi leggj- ast af öllum þunga sínum upp i strauminn. Eg le;taði því jafn- vægis sem bezt ég gat og sat milli vonar og ótta, þar til hann hafði skilað mér upp á bakkann hinum meg;n. En ekki vorum við hér með úr allri hættu. Við áttum enn eftir að ríða nokkra ála, sem naumast voru öllu ótrylltari en sá, er við höfðum nú farið yfjr. Og ekki var ég fyrir tveim mín- útum kominn upp á einn bakkann, þegar jakabákn, að minnsta kosti | þrjátíu fet á hvorn veg, barst hjá með ómótstæðilegu afli. Froðan á óðri ánni, urgið í grjótinu, þar sem það snerist saman á botnin- um og jakamergðin, þegar þeir námu staðar á björgum í farveg- inum og vatnið tók að belja yfir þá í tryllingi — allt þrýsti þetta þeim myndum inn í hugann, sem aldrei geta máðst út“. Þorleifur Jónsson í Hólum, fyrrum alþingismaður, skrásetti m. a. þetta um Jökulsá: „Straumurinn er afar þungur, ísruðningur og smájökulkögglar geta komið þá og þegar, og svo er nepjan, að hestarnir geta orðið PálJ Þorsteinsson. ioppnir af kulda, ef lengi er ver- ið í henni. Ýmsar sagnir eru um hrakninga í Jökulsá: Eitt sinn fyrir nrfðja síðustu öld, þegar Öræfalestir voru að koma úr kaupstaðarferð af Djúpavogi, fengu þeir ána svo vonda, að þeir voru að svalka í henni frá því kl. 9 til kl. 3 eða í 6 klukkustundir. Misstu þeir í ána 17 hestburði, en gátu þó að lokum fiskað allt upp nema af 3 hestum. Stúlka fór af hesti, en varð þó bjargað við ill- an leik. Einn hestur fórst alveg. Af þessu má sjá, að það var eng- inn gamanleikur að þreyta v,ið Jökulsá. Jafnvel var sagt, að kunnugir hestar færu að skjálfa, þegar þeir nálguðust ána“. Fyrir um það bil 90 árum, þeg- ar Jökuisá var að verða ferða- mönnum ofurefli, var það ráð tekið að leggja hestfæra slóð yfir jökulinn fyrir ofan upptök árinn- ar. Var sá háttur hafður á um 60 ára tímabil. Þetta krafðist mikill- ar útsjónar og stöðugs eftirlits, sökum sífelldra breytinga á jökl- inum. Þegar jökullinn tók að eyðast og áin gróf sig niður í einn farveg, Framhald á 11. síðu. Brúin og ferjurnar. Bíl ekið út á hílaferjnna. — Ljósm. Snorri Snorrason, 13 ára.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.