SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Qupperneq 33
16. janúar 2011 33 Fólk með geðraskanir hefur löngum búið við fordóma og félagslega skömm ísamfélaginu. Fjölmiðlar hafa átt sinn þátt í að viðhalda og endurskapa staðal-ímyndir um þessa sjúkdóma og enn er mikið verk að vinna enda þótt umræð-an sé í dag opnari og upplýstari en áður. Í Sunnudagsmogganum í dag hefur göngu sína greinaflokkur eftir Unni H. Jóhannsdóttur blaðamann, þar sem hún veltir fyrir sér birtingarmyndum geðraskana og fólks með geðraskanir í fjölmiðlum, bæði al- mennt og í Morgunblaðinu á tímabilinu 1993 til 2008. Í þessari fyrstu grein sinni, af þremur, vitnar Unnur meðal annars til alþjóðlegrar rannsóknar um fordóma gagnvart geðrænum vandamálum, sem Íslendingar tóku þátt í. „Í rannsókninni fengu þátttak- endur þrjár persónulýsingar, ein persónan var með þunglyndi, önnur með geðklofa og sú þriðja með astma,“ skrifar Unnur. „Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að um 20% voru ófús að vera nágrannar þess sem var með geðklofa, 10% þess sem var þung- lyndur en aðeins 3,7% þess sem var með astma. Niðurstöðurnar benda til þess að al- menningur hérlendis vilji mun meiri félagslega fjarlægð gagnvart einstaklingnum með geðræn vandamál.“ Það er sannarlega verk að vinna og vonandi verður greinaflokkur Unnar þarft innlegg í umræðuna. Ekki er hægt að ætlast til að fólk skilji það sem það þekkir ekki. Manneskjan lætur sig gjarnan dreyma um eilíft líf. Í fróðlegu samtali við Karl Blöndal í blaðinu í dag varar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við þessum draumum með eftirfarandi röksemdum: „Ef við fyndum einhverja stórkostlega aðferð til að gera okkur eilíf, sem gæti gert það að verkum að við myndum ekki deyja af neinum þeim sjúkdómum sem til eru í dag eða af þeirri elli sem við þekkjum í dag, gætum gert þetta með einni sprautu sem allir í heiminum fengju, yrði það til þess að mannskepnan myndi deyja út. Ástæðan er sú að umhverfið er alltaf að breytast og við þurfum að breyt- ast með því. Við breytumst með umhverfinu með því að eignast afkvæmi. Við erum hönnuð á þann hátt að við sem einstaklingar verðum að deyja til þess að búa til pláss fyrir þá sem aðlagast umhverfinu betur – til að við deyjum ekki út.“ Upplyfting er aldrei brýnni en í svartasta skammdeginu. Þess vegna er gott að hafa jól- in, áramótin og „strákana okkar“ sem fasta punkta í tilverunni á þessum árstíma. Fátt er betur til þess fallið að sameina þessa þjóð en karlalandsliðið okkar í handbolta og ljóst að fólk mun sitja sem límt við skjáinn næstu tvær vikurnar eða svo meðan heimsmeistara- mótið í Svíþjóð stendur yfir. Sunnudagsmogginn sendir strákunum góða strauma. Fleira fólk en „strákarnir okkar“ hefur tekið að sér það hlutverk að ylja þjóðinni á undanförnum árum og misserum, tveir slíkir gleðigjafar láta ljós sitt skína í Sunnudags- mogganum í dag, leikararnir Gunnar Helgason og Ólafur Darri Ólafsson. Í samtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur kveðst Gunnar í sínu lífi hafa tekið einarða stöðu með húmornum. „Ég held að það sé skemmtilegra þannig. Það eru nógu margir í hinu. Það hefur aldrei þótt eins fínt að vera húmormegin og fýlumegin, sem er mjög skrýtið. Ég er reyndar þannig gerður að ef það er alvarlegt atriði í leikriti sem ég leikstýri þá finnst mér að eitthvað fyndið verði að gerast fljótlega á eftir eða inni í dramanu miðju. Langbest er ef áhorfendur hlæja með tárin í augunum,“ segir hann. Vonandi á hér við hið fornkveðna, að hláturinn lengi lífið. Þó ekki um of. Geðraskanir og gleðigjafar „Það er [ ] jafn líklegt [ ] og ef ein- hverjum tækist að gera Mafíuna að Fjölskylduhjálp Ítalíu.“ Guðbjörn Guðbjörnsson, fyrrverandi sjálfstæð- ismaður, er að stofna nýjan flokk og telur ekki lík- legt að hægt sé að leiða Sjálfstæðisflokkinn til betri vegar. „Ég held að næstu áratugi verði mjög mikill kostur að vera hóflega einangraður.“ Alfreð Gíslason handboltaþjálfari telur Ísland alls ekki eiga að ganga í ESB. „Við vorum ekki algjörir asnar.“ Birgir Björnsson um fyrsta íslenska landsliðið í handbolta sem fór á HM 1958. „Í gegnum tíðina hafa sum liðin ekki þolað að mæta Ís- landi því við gef- umst aldrei upp.“ Sigfús Sigurðsson fyrr- verandi landsliðsmaður. „Birting skjala WikiLeaks afhjúpar innihaldsleysi diplómatískra sam- skipta. Ísland á að hætta að senda hóp sendiráðsmanna til útlanda til þess m.a. að tala við útlenda embætt- ismenn.“ Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins. „Við grátum ekkert að það sé lokað vegna snjókomu. Við söfnum þá bara í snjóbaukinn okkar.“ Guðmundur K. Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. „Ég verð að viðurkenna að ég sakna Evu Maríu. Ekki síst vegna þess að það var svo auð- velt að draga hana með sér í Kringluna að skoða föt. Gummi hefur aðeins minni áhuga á því.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir Söngvakeppni RÚV með Guðmundi Gunnarssyni sem tekur sæti Evu Maríu Jóns- dóttur. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal samkomuhús og hefur nokkuð til síns máls). Þjóð- in er nauðbeygð til að „njóta“ þjónustu RÚV, líka sá hluti hennar sem daglega ofbýður fréttaleg mis- notkun stofnunarinnar og fullkomið stjórnleysi í þeim efnum. Svo eru dagblöð sem er troðið inn í lúgur manna nema þeir lími á hurðir sínar yfirlýs- ingar um að þeir vilji ekki fá þar inn ruslpóst af neinu tagi. Undantekningarlaust virðast þessi skilaboð vera túlkuð svo að menn vilji ekki Frétta- blaðið. Það má efalaust finna einhver rök fyrir því að hið opinbera þurfi að gæta með valdi sínu varn- arlausra. Áskriftarfjölmiðlar eru skoðaðir af þeim sem borga fyrir að fá þá til sín og ef þeim líkar illa til lengdar hvernig fjölmiðill stendur sig eiga þeir uppsagnarvopnið til að verja sig með. Meira að segja gat ríkisfjölmiðillinn RÚV staðið fyrir uppá- komum þegar skipt var um stjórnendur í einkafyr- irtæki og komið á framfæri í miklum hugaræsingi í aðalfréttatíma lítt dulbúnum hvatningum um að fólk segði upp viðskiptum sínum við einkafyr- irtækið og birti klukkustundum saman það síma- númer sem menn ættu að hringja í færu þeir að hvatningu ríkisstofnunarinnar. Útvarpsstjóri hefur sjálfsagt verið svo upptekinn af því að hlaupa í skarðið fyrir hinar útvarpsþulurnar að hann hefur enn ekki mátt vera að því að kynna sér hina for- kastanlegu framgöngu, hvað þá að biðjast afsök- unar á henni. Ef einhverja réttlætingu má finna fyrir ritskoð- unarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar hlýtur hún því að snúa eingöngu að þeim fjölmiðlum þar sem neytendur þess sem frá „fjölmiðlaþjónustuveit- endunum“ kemur eiga ekkert val og geta litla björg sér veitt. Og svo vill til að það eru hinir þrælspilltu bankar Arion banki og Landsbanki Íslands, sem standa undir öðrum þætti þessarar starfsemi og ríkið sjálft hinni. Þannig að þar eru hæg heimatök- in og hið sérstaka ritskoðunarfrumvarp ætti því að vera með öllu óþarft. Morgunblaðið/RAX Hálka og hríð í Kópavogi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.