SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Side 37

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Side 37
fjöldanum heldur að lesa sér til og vita um hvað málin snerust, ég hefði t.d. aldrei lesið æviminningar DeGaulles ef ekki væri fyrir þennan tíma,“ segir Dominique og brosir í kampinn. Þrír rauðir punktar En þessi tími vísaði líka leið Dominique til Íslands þar sem hún átti eftir að setjast að til frambúðar. Innan landafræðideild- arinnar var mjög sterkur andi og nemend- urnir héldu mikið hópinn. Deildin hafði löngum verið þekkt fyrir bon vivant- andrúmsloft eða lífsgleði og voru skoð- unar- og vettvangsferðir um héruð Frakklands, þar sem heimsóknir á vínbari og til vínbænda voru tíðar. Upp úr árinu 1968 breyttist viðhorfið til margra pró- fessora, sem unga fólkinu þótti vera risa- eðlur, og út frá því ákvað hópur nemenda að taka sig saman og skrifa lokaritgerðir sínar á stað þar sem þau yrðu ekki með prófessorana á bakinu. Í miðju Atlantshafi var lítil eyja þar sem þrjú eldfjöll voru merkt inn á með rauðum punktum. Hugsuðu nemendurnir með sér að varla færu kennararnir að þvælast þangað og lagði hópurinn af stað til Íslands árið 1969. Upp úr því lauk Dominique meist- araritgerð sinni en ákvað að koma aftur til landsins ári seinna og ljúka einnig við doktorsverkefni sitt. Á þeim tíma hóf hún störf í franska sendiráðinu og fór að læra íslensku smám saman, að hluta til í há- skólanum en mestmengis með því að tala við fólkið. Hún kynntist manninum sín- um árið 1974 og segir hann vera besta kennarann upp á það að gera að hann leiðrétti sig ennþá og haldi sér við efnið. Tungumálið almikilvægast „Ef þú ætlar að vera búsett í einhverju landi er þetta það sem þú leggur fram til samfélagsins. Ég verð alltaf Frakki því ég ólst upp í Frakklandi við franska menn- ingu síðan ég var smábarn en ég hef alveg tileinkað mér að vera Íslendingur þegar ég er innan um þá og tungumálið er þar al- mikilvægast. Með tungumálinu skiptumst við á skoðunum og upplýsingum og ef þú getur það ekki þá ertu utan við. Það er bara engin undantekning þar á. Ég sagði gjarnan við fólk í kringum mig að ég talaði ekki ensku svo það yrði að tala frönsku eða íslensku og mætti þá mikilli velvild og aðstoð fólks. Annars man ég að ég gerði skemmtilegar skyssur og var mjög skap- andi, bjó til orð og hvaðeina,“ segir Dom- inique og brosir að minningunni. Þau Dominique og Jón eiga tvö börn sem Dominique hefur ætíð talað frönsku við. Hún sendi þau gjarnan með skilaboð á frönsku til pabba síns sem þau urðu að þýða og afhenda honum á íslensku þar sem hann skildi ekki frönsku og þannig var fundin leið til að læra í gegnum leik. Varð betri Íslendingur Fjölskyldan bjó síðan í tæp 10 ár í Dan- mörku og Noregi þar sem Dominique starfaði hjá franska sendiráðinu. Hún segir að dvölin ytra hafi gefið sér tækifæri til að verða betri Íslendingur og hún hafi snúið til baka með mun víðari sýn á hlutina eftir að hafa upplifað mannlífið í nágranna- löndum okkar. Í Danmörku varð vínáhugi Dominique að alvöru og varð upphaf þess starfs sem hún hefur byggt upp í dag. „Mér var tekið fagnandi þar sem ég hlyti að vita allt um vín en á þessum tíma var mikill áhugi á víni í Danmörku og lang- mest af víninu á markaðnum franskt. Ég hef alltaf haft áhuga á víni og hugsa að hann hafi kviknað upp úr skoðunarferð- unum í háskólanum. Þá sá ég hvað þessi heimur var gefandi og sérstaklega þessi persónulegu tengsl við víngerðarmenn, sem mér fannst mjög heillandi. Annars var ég ekki vön mikilli víndrykkju frá Frakk- landi. Við krakkarnir fengum jú vín út í vatnið rétt til að lita það en það var að- allega vegna þess hve vatnið var vont. Þegar ég kom fyrst til Íslands var mikill munur á þeirri vínmenningu sem ég hafði vanist í Frakklandi og ekki ýkja mikil meðvitund um hvað gott vín var. En í Danmörku má síðan segja að þessi ráð- gjafarheimur hafi opnast en þá var ég drif- in með í kynningar og vínklúbba. Í Noregi hélt ég áfram á sömu braut og var virki- lega farið að langa til að starfa á þessum vettvangi,“ segir Dominique. Frakkar sváfu á verðinum Við heimkomuna til Íslands fór hún að skipuleggja sælkeraviku með Hótel Holti þar sem vín og matur var parað saman. Þá komu matreiðslumenn sérstaklega í heimsókn af þessu tilefni og vín frá þeirra heimahéraði voru valin. Þar með var grunnurinn lagður og eftir að hafa starfað hjá Terra Nova við skipulagningu ferða til Frakklands, meðal annars vínsmökk- unarferða, og hjá víninnflutningsfyrirtæki var Dominique á eigin vegum og fannst rökrétt leið að halda áfram sjálf. Hún stofnaði því Vínskólann árið 2006. Út frá þessu berst talið að því að frönsk víngerð hefur átt nokkuð undir högg að sækja síð- astliðin ár. Dominique segir að á þeim tíma sem hún bjó í Danmörku hafi ein- faldlega ekki borist þangað vín frá Chile, Argentínu eða Ástralíu. Evrópa var sterk- ust í víngerð og Frakkland tróndi þar á toppnum. Þegar vín byrjaði síðan að koma annars staðar frá hafi Frakkar sofið á verðinum enda tekið vinsældum vínsins sem sjálfsögðum hlut fram að því. Hún segir að áður hafi orðið vart við hroka í Frakklandi en það sé ekki lengur og vín- gerðin hafi líka breyst. Bordeaux sé nú t.d. farið að auglýsa meira hversu neyt- endavænt vínið þeirra sé. Neytendur séu líka farnir að átta sig á því að ef vín er ódýrt sé það oftast iðnaðarframleiðsla og þar með fái fólk ekki sömu gæði. Að þessu leyti segir Dominique að vínáhuginn og Slow Food fari vel saman. Þar sé mik- ilvægast að maturinn sé góð ur, hreinn og heiðarlega upprunninn, rétt eins og vínið. Tai chi og matseld Ætla mætti að fátt annað kæmist að hjá Dominique en vínið en hún segir það fjarri. Hún iðki tai chi og hafi mikinn áhuga á listum og tónlist, sem hún sökkvi sér djúpt ofan í. Þá hefur hún almennt mikinn áhuga á menningu Mið- Austurlanda og arabalandanna. Hún hefur unnið með Jóhönnu Kristjónsdóttur og situr með henni í stjórn félags Jóhönnu, Vináttu- og menningarfélagi Mið- Austurlanda. Þá fer Dominique oft á ráð- stefnur og fór nú í október á Slow Food- ráðstefnu á Ítalíu þar sem Ísland tók í fyrsta sinn þátt. Þar voru allir þeir sem vinna eftir hugmyndafræði Slow Food viðstaddir og afurðir þeirra til sýnis. Þá hefur Dominique séð um að semja spurn- ingar fyrir Norðurlandamót vínþjóna sem nú er nýlega afstaðið í Norræna húsinu. Auk þess er Dominique ekki eingöngu mikil vínáhugamanneskja heldur er hún líka liðtæk við eldamennsku og var í sum- ar matselja hjá Eymundi sem stundar líf- ræna ræktun í Vallanesi. Hún segir dvölina hafa verið mikla sálarhreinsun og í tæpan mánuð eldaði hún nærri eingöngu úr því sem framleitt var á staðnum. Að lokum leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort Dominique fái einhvern tímann heimþrá en hún segir að svo sé ekki. Hún hafi fyrir löngu ákveðið að bera frekar ræturnar innra með sér. Hún sé jafnglöð þegar hún sé í Frakklandi og hagi sér eins og Par- ísarbúi í metróinu, á Íslandi, í Chile eða Marokkó. Svo lengi sem hún sé innan um vini sína og læri eitthvað nýtt af þeim eða umhverfi sínu. Morgunblaðið/Ernir ’ Ég verð alltaf Frakki því ég ólst upp í Frakklandi við franska menningu síðan ég var smábarn en ég hef al- veg tileinkað mér að vera Íslendingur þegar ég er innan um þá og tungu- málið er þar almikilvæg- ast. Með tungumálinu skiptumst við á skoðunum og upplýsingum og ef þú getur það ekki þá ertu utan við. Það er bara engin undantekning þar á.“ Þessi mynd tók bróðir Dominique af henni í París áður en hún lagði upp í Íslandsförina. 16. janúar 2011 37 1 Flest iðnaðarframleidd vín sem kosta innan við 1500 kr eru langódýrust í framleiðslu og ætla má að víngerðamenn hafi stytt sér leið og notað fleiri aukefni en ella. 2 Veljið frekar ódýrari vín frá góðum, þekktum framleið- anda því hann vinnur öll vínin sín vandlega 3 Bestu kaupin í dag eru í verðflokki 1700-2200 kr, bætið frekar við 2 til 300 krónum og veljið úr þessum verðflokki, það margborgar sig 4 Kassavín geta sum verið ágæt en velja ber vín sem eru sett á kassa hjá framleiðandanum en ekki milliaðila. Þannig eru gæðin á víninu betri og haldast lengur. Að velja vín, verð og gæði Dominique segir að þekking þeirra sem sótt hafi námskeið hjá sér sé farin að skila sér. Henni finnst að sér hafi tekist áætlunarverk sitt að breyta vínmenn- ingu Íslendinga. Árið 2007 var Dom- inique með fleiri nemendur en vínskól- inn í Bordeaux. Áhuginn hljóti því að hafa smitað út frá sér. Dominique býð- ur nú í auknum mæli námskeið í sam- starfi við Ostabúðina þar sem paraður er saman matur og vín. Þá koma einnig erlendir víngerðarmenn í heimsókn á námskeiðin. Hún segir starfið mjög gef- andi en það eina sem sé sárt sé hvern- ig skattalögin hafi einmitt öfug áhrif á þá vínmenningu sem hún hafi reynt að byggja upp. Íslendingurinn sé í eðli sínu bon vivant sælkeri, en um leið og hann hafi aðeins aðgang að lélegum vínum verði honum í raun sama hvað hann drekki. Þetta gangi þvert á það sem hún hafi reynt að byggja upp og þó að vínverð sé kannski ekki forgangsatriði sé mikilvægt að halda áfram að byggja upp þá jákvæðu vínmenningu sem nú sé þegar blómstrandi á Íslandi. Fleiri en í Bordeaux

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.