SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 38
38 16. janúar 2011 Smæð mannsins andspænis náttúrunni og reginöflum hennarsást vel í Kröflugosinu um jólaleytið 1975. Guðmundur Gunn-laugsson og Gunnar Smith, lögregluþjónar frá Húsavík, voru ágosvakt. Traust varðstaða þótti nauðsynleg við þessar að- stæður. „Margir bendla Húsavíkur-Jón við þetta uppátæki,“ sagði Gunnar lögregluþjónn í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann gosið ekki ýkja kraftmikið og að sumra dómi var það þunnur þrettándi, eins og komist var að orði. Sama mátti raunar segja um nokkur þeirra gosa sem í kjölfarið komu. Þau voru tilþrifalítil og smá á almennan mæli- kvarða náttúruhamfara sé miðað við t.d. þau gos sem eru næst okkur í tíma. Alls urðu eldgosin á Kröflusvæðinu níu talsins. Síðast gaus við Kröflu í september 1984. Það gos stóð í tvær vikur og varð raunar það „mesta og glæsilegasta“ eins og Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur segir í bókinni Eldgos 1913-2004. Þá runnu fram 24 ferkílómetrar af helluhrauni og lýsti af allt að 70 metra háum kvikustrókum fyrstu gosdagana.Lögregluþjónarnir Guðmundur Gunnlaugsson og Gunnar Smith á gosvaktinni við Leirhnjúk árið 1975. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Myndasafnið 23.12.1975 Níu gos á jafn- mörgum árum Norsku bræðurnir Petter og Marios Varner, sem reka fata-verslunarkeðjuna Dressmann, komust í heimsfréttirnar ívikunni þegar gert var heyrinkunnugt að þeir hefðu ráðiðbresku rokksveitina The Rolling Stones til að markaðssetja fyrir sig föt. Íslenskir fjölmiðlar hafa stokkið á þessa frétt eins og gaupa á dádýr enda hvorir tveggju þjóðinni kærir, Rollingarnir og Dress- mennirnir. Með Dressmönnunum er auðvitað átt við hinn vörpulega hóp manna sem oft í viku líð- ur yfir skjái landsmanna (þegar mikið liggur við í hægagangi) auglýsandi klæðnað frá versluninni. Hvað verður um þessa ágætu menn? Missa þeir nú vinnuna þegar Mick Jagger og félagar eru komnir upp á dekk? Ég sá að Egill Helgason hafði af þessu áhyggjur í vik- unni og á næsta borði hér í Hádegismóum átti kona vont með að einbeita sér. „Ég vil ekki að þeir hverfi af skjánum,“ sagði hún. Það var angistartónn í röddinni. Ósagt skal látið hvernig Rollingarnir taka sig út í fötum frá Dressmann en hermt er að menn á sjö- tugsaldri finni þar sitthvað við sitt hæfi. Þá verður spennandi að sjá hvort þeir spila í „slow motion“ í fötunum. Persónulega bíð ég með öndina í hálsinum eftir því hvort aug- lýsingin, þar sem Dressmennirnir rísa eins og dáleiddir hálfguðir upp úr hafinu, verði endurgerð með Rollingunum. Keith Richards er alltént ekki óvanur því að koma úr djúpinu. Þokkagyðja snýr aftur Ekki var það minni frétt á föstudag þegar upplýst var að gyðja allra gyðja, Marilyn Monroe, hygði á endurkomu á hvíta tjaldið, 49 árum eftir andlátið. Fyrir þessari mergjuðu endur- komu stendur maður að nafni Jamie Salter en hann keypti á dög- unum réttinn á nafni Monroe og öllu því myndefni sem að henni snýr fyrir milljónir sterlingspunda. Seljandinn var Anna Stras- Rollingarnir dressuðu sig upp (eða niður), ein mesta kynbomba allra tíma snýr aftur á hvíta tjaldið og Kirk Douglas yngdist um áratug. Vikan var að vanda viðburðarík hjá fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Hvers vegna vill Lindsay Lohan líkjast Marilyn Monroe? Hvers vegna vill Lady Gaga líkjast Marilyn Monroe? Mick Jagger í essinu sínu. Ætli mún- deringin sé keypt í Dressmann? Marilyn Monroe, munúðarfull að vanda. Rollingarnir dressaðir upp Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.