Monitor - 13.01.2011, Page 5

Monitor - 13.01.2011, Page 5
5FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Monitor Á HVAÐ MYNDIRÐU HLUSTA? Land og synir voru ein heitasta hljómsveit landsins og hugðust fara í víking í Bandaríkjunum undir nafninu Shooting Blanks. Skítamórall var á toppi ferilsins en lag ársins á Hlustendaverðlaunum FM var Orginal með Sálinni. Írafár var að komast á kortið með laginu Hvar er ég og allt lék í lyndi í Buttercup. Um sama leyti komu Blink 182 fram með lagið All the small things. Lífið virtist brosa við söngkonunni Aliyah sem vann MTV- verðlaunin fyrir myndbandið við Try again, einungis ári áður en hún lést í flugslysi. Destiny‘s Child voru nýbúnar að slá í gegn með Say my name og Britney var enn ung og saklaus. Þá hét J.Lo enn bara Jennifer Lopez og var nýlega búin að færa sig úr kvikmyndaleik yfir í tónlistarbransann. BIRGITTA VAR AÐAL- TRENDSETTERINN Á MEÐAN DESTINY’S CHILD VAR FJÓREYKI NÝJASTA TÆKNI Á þessum tíma var hver að verða síðastur að eignast gemsa og Nokia 5110 var sá allra vinsælasti, enda hægt að fara í Snake og kaupa hulstur í alls konar litum. Þeir sem voru ofursvalir voru hins vegar búnir að selja 5110 símann og komnir með Nokia 3210. Örfáir mæltu sér enn mót við klukkuna á Lækjartorgi. EINNIG VAR HÆGT AÐ FÁ NOKIA MEÐ SKÍFU OG SNÚRU ALLT ER HVERFULT, LÍKA ÁSTIN OG BUTTERCUP STRÁKARNIR Í LANDI OG SONUM VORU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.