Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 3
Editor dicit
Kæri nemandi, nú hefur þú í höndunum nýjasta tölu-
blað Skólablaðsins. Það má segja að það sé með hefð-
bundnu sniði í ár. Það má líka segja að það sé ekki með
hefðbundnu sniði í ár. Það er svo margt sem má segja.
Best er að þú lesandi sjálfur dæmir hvort blaðið sé, hefð-
bundið eða ekki. Við í ritnefnd erum hins vegar stoltir af
þessu afkvæmi okkar sem við höfum verið að baslast við
að koma af okkur undanfarna mánuði. í þetta blað hefur
farið ómælt magn af blóði, tárum og svita. Passaðu þig
bara að blotna ekki og mundu að fara varlega með blaðið.
(Okkur þykir vænt um það.)
í þetta blað höfum við reynt að troða sem mestu af áhuga-
verðum greinum, skemmtilegum og uppbyggilegum smá-
sögum og mannbætandi ljóðum. Við höfum reynt að skera
við nögl leiðinlegt og mannskemmandi efni og vonum að
niðurstaðan reynist þér kærkomin lesning, en þó ekki
þægileg. Það er of víðtekið viðhorf að blöð sem þessi skuli
vera þægileg aflesningar, að þau komi ekki við mann, vekji
mann ekki til umhugsunar, heldur reynist ókrefjandi
dægrastytting. Þetta er alrangt, hlutverk Skólablaðsins
hlýtur að vera að vekja nemendur til umhugsunsar, um-
hugsunar um málefni líðandi stundar, umhugsunar um
fortíðina og umhugsunar um hvað framtíðin ber í skauti
sér.
Þegar flestir líta til fortíðar fyllast þeir einskonar brjál-
æði. "Hysterískri nostalgiu" Oslökkvandi þorsta í liðna
tíma. Það fólk sem svona er komið fyrir má sjá á hverju
götuhorni klætt í síðar mussur, með "Peace" merki um
hálsin og sandala á fótum. Sorgleg dæmi um öfugsnúna
túlkun fornra gilda. Með þessu er ég á engan hátt að for-
dæma fortíðina, hingað til hefur okkur tekist að sigla á
milli skers og báru en við verðum að muna að fortíðin er
liðin og kemur ekki aftur. Það sem gildir nú er að líta til
framtíðar og veita vandamálum nútímans athyggli.
Flestir nútildags líða í gegnum lífið á rósrauðu skýi, horfa
fram hjá því sem er óþægilegt, taka kannski rétt eftir því
í sjónhendingu en afskrifa það svo sem eitthvað sem kem-
ur þeim ekki við. En vandamálin eru þarna til að glíma
við þau ekki til að líta framhjá þeim, þannig vaxa þau ein-
ungis og verða með tíð og tíma óleysanleg. Hér er bæði
um að ræða einstaklingsvandamál, samfélagsvandamál og
alheimsvandamál. Einstaklings vandinn fellst aðallega í
fyrrnefndum veruleikaflótta og þægindasýki, fortíðar róm-
antík og vangetu til að horfast í augu við vandamál sam-
tímans. Samfélagsvandamálin felast aðallega í sjúklegri
peningadýrkun og mannúðarlausri markaðshyggju þar
sem öllu, sem má kallast manngildi, er fórnað á altari
mammons. Við verðum að átta okkur á því að það er fólk
sem býr í þessum heimi, ekki peningar. Fólk býr ekki í
rándýrum skrúðhýsum, nærist ekki á fjöldaframleiddu
rusli og lifir ekki í germenguðu umhverfi, jafnvel þótt það
sé hægt að græða á því. Tími er til kominn að hætt sé að
spyrja: "Er hægt að græða á því?" áður en nokkuð er gert.
Við erum menn ekki númer í hagskýrslum.
Þetta er þitt vandamál, mitt vandamál, vandamál okkar
allra. Ekki eitthvað sem hægt er að fleygja í misvitra pólít-
íkusa og segja: "Hér eru vandamál, leysiði þau." Stjórn-
málamenn eru yfirleitt þeir sem síst eru hæfir til að stjórna
og leysa úr vandamálum. Þú og Ég, við getum breytt þessu.
Það munar um hverja rödd sem rís upp gegn því mann-
fjandsamlega samfélagi sem þrúgar okkur og segir: ''Ég er
mannvera. Ég þrífst ekki lengur, nú er kominn tími til að
breyta."
Það sem þarf að breyta eru þau gildi sem víðast hvar eru
viðtekin sem sjálfsög í hinum vestræna heimi. Að hamingj-
an felist í örbylgjuofni, Soda stream tæki og Clariol fóta-
nudd tæki. Peningar boða enga hamingju. En þeir sem
telja hamingjuna í krónum og aurum geta ekkert hugsað
sér verra en að missa peningana. Já, hvað væri líflð ef þú
gætir ekki þrælað tíu tíma á dag til að hafa efni á alls
kyns gerfi þörfum? Svo sem bílum, sjónvörpum, tölvum
og Stúdentsprófi. Þessi gildi eru að þrúga okkur.
Allt sem þarf er hugarfarsbreyting. Framtíðin felst ekki
í áframhaldandi rányrkju á óendurnýjanlegar áuðlindir
þessa heims með gróða að sjónarmiði. Framtíðin hlýtur
að felast í skynsamlegu líferni allra jarðarbúa og hjálp við
náungan, að takast á við vandamálin.
Þá fyrst getum við horft stolt til framtíðar og sagt hér
erum við menn og konur jarðarinnar.
Daníel Freyr Jónsson
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!