Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 12
Hafnfirskt kvenfólk
(Raunasaga)
Margt hefur verið talað og skrifað um kvenfólk í gegnum
aldirnar. Miklir hugsuðir hafa brotið heilann um konuna
og fáir nokkurn tíma komist að niðurstöðu. (Enn færri að
réttri niðurstöðu.) Þykk rit hafa verið skrifuð, um feitar
konur og grannar konur, um heimskar konur og gáfaðar
konur. Nú loks þessi grein um hafnfirskar konur.
Svo er mál með vexti að nokkrir vinir greinarhöfundar
hafa lent all- grimmilega í klónum á hafnfirsku kvenn-
fólki. Þetta byrjaði allt nógu sakleysislega. Greinarhöfund-
ur (héðan í frá kallaður ég.) var ásamt nokkrum vinum
sínum að aka niður Laugaveginn.
Við höfðum verið á balli og vorum á heimleið, okkur
leiddist nokkuð og ákváðum að fara niður í bæ og líta á
rúntinn áður en haldið yrði heim. Við vorum í ágætis skapi
og einn vinur minn (sem við skulum kalla Pétur.) skrúfaði
niður rúðu og fór að öskra út: "Ce la nature." Þetta dró
athygli tveggja stúlkna að okkur. Þær gengu að bílnum,
og spurðu flissandi hvort það væri pláss fyrir tvo. (Sem
það var reyndar ekki.) Við buðum þær velkomnar að stíga
inn. Þannig byrjaði það, nógu sakleysislegt svo sem.
Innan stundar var farið að fara vel á með okkur og við
ákváðum að líta heim til Péturs, sem býr einn í íbúð. Þar
var flippað vel fram eftir kvöldi, meðal annars spilaður
veiðimaður. Svo glatt var á hjalla að Ingvaldur, sem býr
við hliðina á Pétri kom yfir og tók þátt í gleðskapnum.
Þegar líða tók að morgni ætluðu stúlkurnar að hringja á
leigubíl en af prúðmennsku og riddaraskap bauðst ég til
að aka þeim heim, Þorgrímur kom með svo ég þyrfti ekki
að vera einn á leiðinni til baka. í bílnum kom svo í ljós
að þær voru Hafnfirðingar. Þá þegar setti svolítinn óhug
að mér og Þorra, því góðvinur okkar Eyjólfur (kallaður
Eyjó.) hafði þá áður lent í klónum á hafnfirskri stúlku, og
komið illa út úr þeim samskiptum. Benjamín vinur okkar
hefur svipaða sögu að segja, einu sinni átti hann í samskipt-
um við hafnfirska stúlku, en það fór allt út um þúfur.
Benni er nú með prýðis stúlku úr Breiðholtinu. En sem
sagt okkur Þorra varð frekar bilt við og kannski að það
sé ástæðan fyrir því að hvorugur okkar lenti í þeim leið-
inda atburðum sem áttu eftir að fylgja þessu afdrifaríka
kvöldi.
Þegar til Hafnarfjarðar kom vildu stúlkurnar óðar og
uppvægar fá símanúmer, mitt og Þorra. Við vorum tregir
til, en á endanum urðum við að láta undan og stúlkurnar
yfirgáfu bíhnn sigri hrósandi. Við Þorri vorum svolítið
eftir okkur og ókum um í þó nokkum tíma, stefnulaust,
örvinglaðir og óvissir um eigin framtíð.
Svo leið og beið, vikurnar liðu og ekkert heyrðist frá feigð-
ardísunum úr Hafnarfirði. Ég var farinn að halda að þær
hefðu týnt númerunum og fagnaði því að kvöldið forðum
hefði ekki dregið meiri dilk á eftir sér. Ég fagnaði of fijótt.
Einn daginn þegar ég kom heim biðu mín skilaboð hjá
símanum. "Það hringdi stúlka, 5????." Fimm, það er í Hafn-
arfirði. Eg fann skyndilega til verkjar, ég fékk aðsvif og
leið á allan hátt illa. í örvæntingu hringdi ég til Þorra. Það
hafði líka verið hringt til hans og líkt og ég hafði hann
ekki verið heima. Þess í stað hafði móðir hans tekið niður
svo til samhljóða skilaboð. Við töluðum saman í smá tíma
og á meðan á samtalinu stóð kom móðir Þorra heim. Það
kom upp úr kafinu að hún hafði gefið stúlkunni í símanum
upp númer Skafta, vinar okkar. Ég hringdi í Skafta. Nei,
hann var ekki heima. í hann hafði hringt stúlka, þau höfðu
talað saman í smá tíma og síðan hafði hann yfirgefið hú-
sið. Hans síðustu orð sem frjáls maður höfðu verið: "Ég
ætla að skreppa í bíó."
Á þeirri stundu greip mig viss óhugur, ég fékk á tilfming-
una að það væri orðið of seint að afstýra þessu. Darraðar-
dansinn var byrjaður.
Næst heyrði ég í Skafta heima hjá Pétri daginn eftir. Þar
sem Pétur býr í eigin íbúð, vill það oft verða þannig að
söfnumst þar saman um helgar og þannig var það einnig
þennan laugardags eftirmiðdag. Við sátum allir og vorum
að tala um örlög Skafta þegar bjallan hringdi, djúp og ógn-
vekjandi þögn tók við af skvaldrinu. Pétur stóð upp og
svaraði kallinu, það var Skafti. Við vorum ekki vissir um
hvað við ættum að segja. Hvað hafði gerst? Hversu langt
hafði það gengið? Var enn tími til að afstýra þessari ógæfu?
Hvað svo sem hver hafði verið að hugsa fyrir sig kom
næsta yfirlýsing hans eins og reiðarslag yfir hópinn. Hann
og sú hafnfirska (sem við skulum kalla Árnýu.) voru byrj-
uð saman. Nú var allt búið, ólánið var riðið yfir og allt sem
við gátum vonað var að það myndi vara stutt og reynast
skárra en við áttum von á. Já, við vissum svo sannarlega
ekki, hverju við áttum von á.
Stuttu seinna var haldið partý til að fagna heitskap
Skafta og Árnýar. Okkur var auðvitað öllum boðið. Ég
fann mér hins vegar ástæðu til að mæta ekki og missti af
þeim orsökum af atburðum kvöldsins. í framhaldi af þessu
fylgdi tímabil tíðra heimboða og alltaf fann ég mér ástæðu
til að mæta ekki.
Svo ber það við einn daginn þegar ég er á gangi í Vestur-
bænum, ég var víst á leið heim frá Einari vini mínum, að
ég sé Pétur hinu megin við götuna og við hlið hans stend-
ur stúlka. Ég kalla til þeirra og rölti mér yfir götuna. Er
ég nálgast sé ég að þau haldast í hendur og eftir því sem
ég nálgast meir og meir verður mér það ljóst að hún er
hafnfirsk. Ekki spyrja hvernig ég gerði mér grein fyrir
því, en það sást utan á henni, það beinlínis lak af henni
hafnfirskan. Ég trúði varla mínum eigin augum.
Ég settist á bekk sem þarna var, þetta var strætó stoppi-
stöð, og sá svart. Ég lokaði umhverfið úti og sat þarna
stjarfur. "Hvað hafði gerst? Hví var heimurinn að hrynja
í mola í kringum mig?" Þegar ég rankaði við mér sátu þau
á bekknum við hliðina á mér og Pétur var að lýsa því
hvernig hann og Guðdís, höfðu hist í partýi í Hafnarfirðin-
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!