Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 22
Er Guð til? (Hver veit, kannski.) Það þurfa allir eitthvað að trúa á, hvort sem það er Guð, vísindin eða einhver flölgyðistrú. Það sem skiptir máli, er að allir menn, og öll trúarbrögð, eiga eitt sameigin- legt, siðgæðisvitund. Vissulega er siðgæðisvitundin mi- sjöfn, sum trúarbrögð réttlæta ofbeldi. Hitt er svo annað mál að öll trúarbrögð, líka vísindin, skilja á milli góðs og ills, aðhyllast það góða en fordæma það vonda. En ekki einu sinni það að hið góða sé rétt getum við verið viss um. Nú aðhyllist þið flest kristni, þið dýrkið frelsið og hræðist ofsatrúnna. En það er ekki kristni. Sá hugsunarháttur kom þegar kristnin fór að missa tökin á mönnunum. Kristnin bældi einstaklingin en efldi hópmeðvitundina. En er það rétt, eða er hitt rangt? Þið óttist Múhameðstrú (íslam) ein- mitt vegna trúarofsans og hópmeðvitundarinnar, sem einn- ig kristni ýtir undir. Og við vitum ekki hvort er rétt, ekki einu sinni hvort fjölgyðistrú sé röng. Hvað segir fyrsta boðorðið? Ég er drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa. Aðra guði? Jesú Krist, heilagan anda og Satan. En sýnir kristni ekki Satan sem illan guð? Þarna er kristni í mótsögn við sjálfa sig. Guð er algóður og Satan er andstæða hans. En í fjölgyðistrú er góður guð og vondur guð! Og hvað er eitt í þessum heimi? Ekkert! Hví þá Guð? Enn er þetta nokkuð sem við vitum ekki. Við dýrkum frelsið og einstaklinginn, erum hrædd við Múhameðstrúarmenn sem bera trú sína út með sverðinu. Því við samþykkjum ekki ofbeldi líkt og Múhameðstrúar- menn og Gyðingar. (Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.) En kristnin réttlætir ofbeldi, því úr munnum englanna stóðu sverð (tákn ofbeldis) og mótmælir því um leið. (Réttu hinn vangann.) Aftur er kristni í mótsögn við sjálfa sig og við vitum ekki hvað er rétt. Við dýrkum frelsið og einstaklinginn. Þetta vildi Guð ekki, því Guð bannaði okkur að éta af skilningstrénu, en ormurinn freistaði okkar. Áhrif Satans? Fyrir skilning höfum við öðlast allt sem við höfum. Samt dýrkum við Guð en fordæmum Satan. Siðgæðið segir okkur að Guð sé góður en Satan vondur og að gott sé rétt. Samt sýnir Guð mannlega lesti. Öfund, reiði og hégóma. Þetta er vont. En er guð þá mannlegur? í kristni má lesa að Guð sé langt yfir okkur hafinn. Samt drekkir hann heiminum og brennir borgir, allt út af því að fólk trúir ekki á hann. Enn er kristni í mótsögn við sjálfa sig. Eru önnur trúarbrögð betri? Skynsemi okkar og siðgæði segir ekki. En þessir eiginleikar eru sprottnirt af afneitun kristninnar og samt varðveita þeir hana. Því önnur trúar- brögð leyfa ofbeldi, kúgun og hidurvitni, sem við sam- þykkjum ekki. En fyrst kristni er svona í mótsögn við sjálfa sig og Guð samræmist ekki skoðunum okkar, er hann þá til? Kristnin er rituð í gegnum margar aldir. Hver þáttur lýsir þeim anda er ríkti á hverjum tíma. Þessvegna er kristni í mót- sögn við sjálfa sig. (Mismunandi skoðanir ritara.) Síðustu 2000 ár hefur kirkjan hamlað eðlilegri þróun trúarinnar. Kristnin samræmist ekki lengur tíðarandanum. Önnur trúarbrögð halda tíðarandanum föstum. Fáar eru í stöð- ugri endurskoðun eftir því sem samfélagið breytist. En hvað af þessu er rétt? Það vitum við ekki. Ekki einu sinni hvort rétt sé rétt eða rangt. En ef trúin á að samræmast tíðarandanum, er þá Guð til? Er hann ekki bara hugarfóst- ur mannanna? Trúin er Ópíum fólksins og allir trúa á eitt- hvað. Hvort Guð sé skapaður af mönnum, eða menn af Guði skiptir ekki öllu. Hann er jafnraunverulegur fyrir það. Hvað þá með fjölgyðistrú, er hún raunveruleg? Alveg eins. Hvort hefur Guð margar hliðar, eða eru margir guðir? Við vitum ekki, en ekkert annað er eitt. Það skiptir heldur engu máli. Það er t’ruin sem skiptir máli, ekki á hvað. Kristnin, og flest önnur trúarbrögð, sýnir konuna sem vonda. Freistaði ekki Eva Adams með eplinu, með skiln- ingnum? Á skilningnum byggjum við siðgæðið. En gaf konan okkur þá ekki siðgæðið, er hún ekki bjargvættur okkar? En freistaði ekki Satan konunnar? Hefði farið eitt- hvað öðruvísi, hefði hann freistað Adams? Hefði Adam ekki líka fallið í freistni og gefið Evu eplið? Það er þá ekki konan sem er vond, ekki karlinn, heldur Satan, því hann gaf okkur skilninginn og siðgæðið. En er það vont? Er Satan þá bjargvættur okkar, eða sá vondi, og skiptir það máli? Væri menn betur staddir sem dýr í Eden, án skilnings? Það er það sem Guð ætlaði okkur. Enn vitum við ekki hvað er rétt. Enn er kristnin í mótsögn við sjálfa sig. Því hún réttlætir verk Satans með því að hylla sið- gæði og skynsemi, sem allt er sprottið af skilningi. Hvað ef Múhameðstrúarmenn bera út trú sína yfir Evr- ópu? Þeirra trú er í mótsögn við okkar, sem er trúleysi. Hvaða trúarbrögð aðhylltust þær þjóðir sem Múhameðs- trúarmenn gerðu "ræetttrúaðar" til að byrja með? Kristni, Gyðingdóm og ijölgyðistrú. Þær þjóðir sættu sig við nýju trúnna. Myndum við ekki gera það einnig þegar á liði? Trú okkar nú á skynsemi og siðgæði segir, nei aldrei og réttlæt- ir notkun ofbeldis til að sporna gegn því. Þá er jafvel sið- gæðið í mótsögn við sjálft sig. Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófí þá hef ég gert eitthvað vitlaust!

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.