Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 7
Mynd 4.
Fyrsta spurningin er náttúrulega óþörf. Auðvitað
skemmtum við okkur. Hvenær? Strax í kvöld. Þá fyrst
kemur stór spurning, svarið við henni byggir á svarinu
við næstu spurningu: "Hvernig ættum við að skemmta
okkur?" Þá er best að athuga þrennt; "Á ég pening, vil ég
fara á fyllerí og er ég í hreinum nærbuxum?" Þeim sem
ekki eru í hreinum nærbuxum vil ég ráðleggja að skipta
um áður en þeir fara út að skemmta sér. (sjá mynd eitt).
Án peninga:Ef þú kemst einnig að því að þú eigir ekki
peninga, þarf það ekki endilega að þýða að þú getir ekki
farið út að skemmta þér. Að vísu er ekki mælt með kráar-
ferðum og áfengisneyslu en margt er hægt að gera annað.
Fyrst skal upp telja heita lækinn. Fyrir utanbæjarfólk
skal bent á að heiti lækurinn rennur út í skerjafjörð fyrir
enda flugbrautar fjögur. Heiti lækurinn hefur sér það til
gildis að það kostar ekkert ofaní og ef þú ert í hreinum
nærbuxum er aldrei að vita hvað getur orðið úr kvöldinu.
Heiti lækurinn býður ekki upp á neina þjónustu en hóp-
ferðir vina og para eru vinsælar. Þarna er hægt að liggja
eins lengi og hver vill, óhætt er að taka með sér veitingar
og heimspekilegar umræður í anda Snorra Sturlusonar eru
vel við hæfi. (sjá mynd 2).
Fyrir pör: Ef um er að ræða kvöldstund með kær-
ustunni, kærastanum, hafa tveir staðir á Seltjarnarnesi
ótvíræða forystu, Þetta eru Grótta og útsýnisstaðurinn við
golfvöllinn. Sumum finnast þessir staðir einum of vanaleg-
ir og má benda þeim á Sundahöfn eða Miðnesheiði. Ef
áætlunin er að fara upp á Miðnesheiði getur verið gaman
að taka með myndavélar og sterka kíkja og má þá búast
við innliti frá Bandarískum hermönnum. Á árum áður
stunduðu stúlkur þetta án þess að taka kærastann með,
en með því er ekki mælt. (sjá mynd 3).
Með peningum: Ef svarið við spurningunni um peningana
er hins vegar jákvætt fjölgar valmöguleikum gífurlega. Þá
er spurningin aftur á móti, er verið að fara út með kær-
ustunni, kærastanum, eða vinunum.
Kærustupörum gæti þótt gaman að fara saman út að
borða. Skal bent á Hornið sem indælis stað, rómantískan
Mynd 5.
Mynd 6.
Mynd 7.
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!