SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 18
18 3. apríl 2011 A fland er eitt þeirra hugtaka, sem urðu töm á tungu í kring- um bankahrunið, og hljómar eins og Hvergiland úr Pétri Pan, nema það veitir ekki fyrirheit um ei- lífa æsku, heldur ómældan auð í öruggu skjóli. Aflandið er þó alveg örugglega til, þótt erfitt sé að festa hendur á því, og er frekt til fjörsins. Það á sér aðsetur víða um heim, á eyjum á Ermarsundi og í Kar- íbahafinu. Ein þeirra er Tortóla. Það er undanþegið lögum og reglum og veitir skjól fyrirtækjum og einstaklingum. Í því skjóli þrifust íslenskir athafnamenn í að- draganda bankahrunsins. Þetta kerfi er notað til að komast hjá því að borga skatt og þar eru bæði þróunarlönd og iðnríki hlunnfarin. Kerfið er þvottavél fyrir illa fengið fé, hvort sem það er mafíusamtaka eða kókaínbaróna. Og voldugustu ríki heims standa aðgerðarlaus hjá. Íslenskir útrásarvíkingar og bankamenn athöfn- uðu sig í aflandsnetinu og nú reynir sér- stakur saksóknari að rekja slóð pening- anna í þessu svartholi. Aflandið er efni bókarinnar Treasure Islands, Tax Havens and the Men Who Stole the World eða Fjársjóðaeyjarnar, Skattaskjól og menn- irnir sem stálu heiminum eftir blaða- manninn Nicholas Shaxson. Helmingur heimsviðskipta um skattaskjól „Rúmlega helmingurinn af viðskiptum í heiminum fer, að minnsta kosti á pappír, í gegnum skattaskjól,“ skrifar Shaxson í bókinni. „Rúmlega helmingur allra eigna banka og þriðjungur beinnar erlendrar fjárfestingar fjölþjóðafyrirtækja fer af- landsleiðina. Um 85 af hundraði alþjóð- legrar bankastarfsemi og verðbréfaútgáfu fara fram á hinum svokallaða Evrómark- aði, landlausu aflandssvæði [...]. AGS komst þeirri niðurstöðu 2010 að á sam- anlögðum efnahagsreikningum fjármála- miðstöðva á smáeyjum væru 18 billjónir dollara [18.000.000.000.000 dollarar] - upphæð sem nemur þriðjungi heims- framleiðslunnar. Sjóðurinn bætti við að sennilega væri það vanmat.“ Í heiminum eru um 60 leyndar- lögsögur, sem Shaxson skiptir í fjóra flokka. Til evrópskra skattaskjóla heyra Sviss, Lúxemborg og Holland. Síðan er hið breska kerfi. Þungamiðja þess er í City í London. Í þriðja lagi er áhrifasvæði, sem tengist Bandaríkjunum. Í fjórða flokknum eru undantekningar á borð við Sómalíu og Úrúgvæ. Ísland hefði kannski bæst í hann hefðu draumar ótiltekinna manna um fjármálamiðstöð hér ræst. Aflandsformúlan er í raun og veru ein- föld. Hagnaður fyrirtækja verður til í afla- ndinu, skuldir og tap þar sem hin raun- verulega starfsemi þeirra fer fram. Það kann að vera einfalt að segja að hér sé um að ræða mál, sem einfaldlega lúti lög- málum frjálsrar samkeppni - í þessu til- felli frjálsrar samkeppni í skattheimtu - en eins og Shaxson bendir á skekkir aflandið myndina. Það segir líka sína sögu þegar aflandseyjar undanskilja eigin borgara fríðindum aflandsins. Fyrirtæki í aflandsskjóli nota innviði þess lands, sem þau starfa í, en leggja ekkert af mörkum til uppbyggingar þeirra eða viðhalds. Þess utan eru alþjóðleg fyr- irtæki vegna skattleysis í betri aðstöðu en fyrirtæki, sem ekki eru í alþjóðlegum rekstri og geta ekki flutt flytja fjármagn fram og til baka til að komast undan skatti. Aflandskerfið á uppruna sinn hvorki að rekja til eyja í Karabíska hafinu né Sviss, heldur til London. Shaxson rekur hvernig nýtt veldi tók við þegar sól breska heims- veldisins hneig til viðar. Þegar fjármála- hverfið í London missti þau ítök, sem höfðu fylgt nýlendum um allan heim hélt það velli með því að breyta sér í „afla- ndseyju“. Ákveðnar efasemdir ríktu um þetta fyrirkomulag í breska stjórnkerfinu, en Englandsbanki átti stóran þátt í að slá á þær. Hugarfarið kemur fram í minn- isblaði úr Englandsbanka frá 1963: „Hversu mikið sem okkur kann að mis- líka vafasamt fé getum við ekki verið í al- þjóðlegri bankastarfsemi og neitað að taka við peningum.“ Til varð hinn svokallaði „evrómark- aður“ þar sem „evródollarar“ flæddu um. Þetta fyrirbæri hefur verið kallað af- drifaríkasta fjármálauppfinning frá til- komu peningaseðilsins, en er þó til- tölulega lítt kannað. Hinn eftirlitslausi evrómarkaður þýddi að þar áttu ekki við þær reglur, sem fjár- málastofnanir þurfa allajafna að lúta, meðal annars um eigið fé. Peningafyr- irtæki gátu því farið út á ystu nöf og lengra án eftirlits. „Það er ekki fyrr en á fjörunni að sést hver var að synda alls- ber,“ sagði fjárfestirinn Warren Buffet eitt sinn. Og þá er of seint að bregðast við. Ein af rökum Englandsbanka fyrir því að vilja ekki regluverk fyrir þennan markað eru að „það myndi þýða við- urkenningu á ábyrgð“, eins og sagði í einu minnisblaði bankans. Þegar bandarískir bankar urðu at- kvæðamiklir á þessum markaði á sjöunda áratugnum vildu bandarísk stjórnvöld reyna að koma á þá böndum, en fengu enga aðstoð frá Bretum. „Mig gildir einu þótt Citibank sé að reyna að komast und- an bandarískum reglum í London,“ hefur Shaxson eftir embættismanni Englands- banka. „Ég hefði ekki sérstakan áhuga á að vita það.“ Shaxson lýsir því hvernig aflandskerfi breska fjármálaveldisins í kringum City í London er í þremur lögum. Í innri lög- unum tvö eru staðir í tengslum við bresku krúnuna, Jersey, Guernsey og Mön, tengdar lendur á borð við Cayman-eyjar og bresku Jómfrúreyjarnar. Í ysta laginu eru síðan skjól á borð við hong Kong, sem lúta ekki beinni stjórn Breta, en hafa sterk söguleg og viðvarandi tengsl við Bretland og fjármálamiðstöðina í City í London. Grípur fé eins og köngulóarvefur skordýr Aflandsnetið gerir að verkum að breska fjármálaveldið teygir sig um allan heim og nær yfir öll tímabelti og nær því til fjár- magnsflæðis í heiminum „líkt og köngulóarvefur nær skordýrum á leið hjá“, skrifar Shaxson: „Í öðru lagi gerir þessi breski köngulóarvefur City kleift að blanda sér í viðskipti, sem kynnu að vera bönnuð á Bretlandi, að því gefnu að fjar- lægðin sé nægileg til að fjármálamenn- irnir í London geti með sennilegum hætti neitað að hafa gert neitt rangt“. Ermarsundseyjarnar eru í raun undir stjórn Breta og njóta stuðnings þeirra, en eru þó nógu sjálfstæðar til að Bretar geti yppt öxlum og sagt að þeir geti ekkert gert þegar önnur lönd kvarta undan mis- notkun þessara skjóla. En ógagnsæi ríkir ekki bara á stöðum á borð við Cayman-eyjar. Aflandið er einn- ig í Bandaríkjunum sjálfum. Í Bandaríkjunum reyndu stjórnvöld að koma í veg fyrir að hægt væri að koma peningum út úr landi og þar með undan skatti, en sú barátta gekk illa og rann að lokum út í sandinn. Talið var að árið 2009 lægju bandarísk fyrirtæki með þúsund milljarða dollarða í ósköttuðum hagnaði utan landsteinanna. Bandarískir fjármálamenn vildu ekki sitja í spennitreyju laga og reglna á meðan útlendir keppinautar mökuðu krókinn. Þeir vildu líka geta tekið við peningum hvaðanæva að og fengu reglum breytt þannig að þeir gætu það án þess að þurfa að gefa upp. Með þrýstingi komu þeir til leiðar að Bandaríkin urðu upp úr 1980 urðu stærsta skattaskjól heims. Frægt er þegar Barack Obama, Banda- ríkjaforseti, gagnrýndi Ugland House á Cayman-eyjum fyrir að hýsa yfir 12 þús- und fyriræki. „Það er annað hvort stærsta bygging eða mesta skattabrella á skrá,“ sagði Obama. Anthony Travers, yfirmað- ur fjármálaeftirlits Cayman-eyja, svaraði því til að Obama væri nær að beina at- hyglinni að Delaware. „Skrifstofa ein við 1209 Orange-stræti í Wilmington hýsir samanlagt 217.000 fyrirtæki,“ sagði hann. Shaxson er þeirrar skoðunar að und- anfarna áratugi hafi engin efnahagsleg stórtíðindi átt sér stað, sem ekki tengdust aflandskerfinu með einhverjum hætti. Fátækt í Afríku verði ekki skilin án þess að átta sig á þætti aflandskerfisins. Eins og Shaxson orðar það þá gerði kerfið tvennt í einu, það hjálpaði „glæpa- samtökum að líkja eftir lögmætum fyr- irtækjum og hvatti lögmæt fyrirtæki til þess að hegða sér meira eins og glæpa- samtök“. Kenning Shaxsons er sú að aflandsfyr- irkomulagið valdi ómetanlegu tjóni. „Hver sem þú ert, hvar sem þú býrð, þá hefur þetta áhrif á þig,“ skrifar hann. „Aflandið er á næstu grösum. Það grefur undan kjörnum stjórnvöldum, þynnir út skattstofninn og spillir stjórnmálamönn- unum. Það heldur uppi víðtæku glæpa- hagkerfi og býr til nýja yfirstétt við- skipta- og fjármálavalds, sem ekki þarf að standa nein reikningsskil … Hinir fáu munu þvo stígvél sín í kampavíni á með- an við hin heyjum lífsbaráttuna við að- stæður þar sem ójafnréttið eykst.“ Auður í aflandsskjóli Á fjársjóðaeyjum nútímans leita auðmenn og fjölþjóðleg fyrirtæki skjóls fyrir skatti. Skuld- irnar og tapið eru skráð í skattlandi, en gróðinn í aflandi. Þetta fyrirkomulag er á kostnað allra ríkja heims, jafnt þróunarlanda sem iðnríkja, en það þrífst með velþóknun voldugustu ríkja heims og á viðgang sinn ekki síst að þakka Englands- banka. Karl Blöndal kbl@mbl.is Höfuðstöðvar Englandsbanka, breska seðlabankans, í London. „Hversu mikið sem okkur kann að mislíka vafasamt fé getum við ekki verið í alþjóðlegri bankastarfsemi og neitað að taka við pen- ingum,“ segir í gömlu minnisblaði frá bankanum, sem hefur ávallt viljað láta peningaskjól aflandsnetsins í friði.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.