SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 11
3. apríl 2011 11 S öngspíran leið um sviðið eins og slanga. Hold- og klæðalítil. Brýndi raustina eins og sjálft lífið væri í húfi. Fámennt var í Laug- ardalshöllinni en góðmennt þetta síðsum- arskvöld árið 1991, þegar nýjasta undrið í málmheimum, Skid Row, stakk þar við stafni. „Ekki rekur mig minni til að hafa séð aðra eins almenna stemningu á tón- leikum hér á landi,“ sagði Árni Matthías- son í umsögn sinni um tónleikana í Morg- unblaðinu. Og ekki þurfti Bakkus að kynda undir mannskapnum en sam- kvæmt heimildum Árna fundust aðeins níu áfengisílát eftir tónleikana „sem getur ekki talist mikið þar sem hátt í 3.000 rokkþyrstir unglingar koma saman til að skemmta sér“. En hvað varð um téða söngspíru þeirra Skid Row-manna, kvennaljómann mikla Sebastian Bach? Bach, sem skírður var Sebastian Philip Bierk, fæddist árið 1968 og óx úr grasi í Kanada í hópi átta systkina. Faðir hans var listmálarinn David Bierk og hvatti hann börn sín óspart til að gefa sig sköpuninni á vald. Þrír bræðra Bachs hafa fetað í fótspor föður síns í listinni, einn bræðranna er ljósmyndari og systirin, Dylan Bierk, starfar sem leikkona. Þá náði enn einn bróðirinn Zac Bierk talsverðum frama sem markvörður í NHL-deildinni í íshokkíi. Uppgötvaður í brúðkaupi Liðsmenn Skid Row, sem eru frá New Jer- sey, heyrðu Bach fyrst syngja í brúðkaupi og töldu hann á að ganga til liðs við sig. Frumburður sveitarinnar, sem bar nafn hennar, kom út árið 1989 og féll í frjóa jörð. Þar gat að heyra lög á borð við Youth Gone Wild og kraftballöðurnar I Rem- ember You og 18 & Life. Næsta plata, Slave to the Grind, kom út tveimur árum síðar og gekk ennþá betur, fór alla leið á topp bandaríska breiðskífulistans. Orð Árna Matthíassonar í téðri umsögn voru skrifuð inn í þessa stemningu en hann sagði að Skid Row væri „óneitanlega með fjórum fremstu þungarokkssveitum heims í dag“. Þá gekk grönsið á land og málmsenunni var tímabundið snúið á hvolf. Þegar Skid Row reyndi næst fyrir sér með plötu, Subhuman Race 1995, hafði áhugi rokk- elskra dvínað verulega. Ári síðar hrökkl- aðist Bach úr sveitinni eftir að hafa orðið á þau mistök að bóka hana sem upphit- unarband fyrir hina goðsagnakenndu glyssveit Kiss. Hinir meðlimir Skid Row voru sammála um að sveitin væri of stór til að hita upp fyrir aðra. „Maður er aldrei of stór til að hita upp fyrir Kiss,“ svaraði Bach um hæl og kvaddi með kurt og pí. Örlögin eru kaldhæðin skepna og fjórum árum síðar þáði Skid Row einmitt þetta gigg – að hita upp fyrir Kiss. Söngleikir og veruleikaþættir Allar götur síðan hann yfirgaf Skid Row hefur Bach starfrækt málmband í eigin nafni en afrek þess koma hvergi fram á skjálftamælum. Hann kom til álita sem söngvari Slash-sveitarinnar Velvet Revol- ver fyrir nokkrum árum en gaf það frá sér vegna vináttu sinnar við hatursmann Slash, W. Axl Rose. Þeir félagar hafa ein- mitt túrað dálítið saman undanfarin miss- eri. Bach hefur líka reynt fyrir sér í Broad- way-söngleikjum, meðal annars Jeckyll & Hyde, þar sem hann fékk prýðilega dóma. Þátttaka hans í uppfærslu á Jesus Christ Superstar fékk hins vegar snubbóttan endi þegar Bach var látinn taka pokann sinn vegna dívískra tilburða. Hann hefur líka komið fram í ýmsum veruleikaþáttum gegnum árin, á VH1 og víðar, auk þess að leika m.a. gestahlutverk í sjónvarpsþætt- inum Gilmore Girls. Bach kynntist eiginkonu sinni, Mariu Bierk, þegar hann var nítján ára og eiga þau þrjú börn. Synina London og Paris, sem hefur reynt fyrir sér sem trymbill í þrasssveit, og dótturina Sebastiönu. Maria hefur fylgt Bach gegnum súrt og sætt (fór m.a. mikinn í veruleikaþættinum I Mar- ried Sebastian Bach) eða þar til á liðnu ári að þau skildu að borði og sæng. Síðustu fregnir úr herbúðum Bachs herma að lög- skilnaður bíði þeirra á þessu ári. Stelpur, kappinn er sumsé á lausu! orri@mbl.is Hvað varð um ... Sebastian Bach Heldur hefur kappinn þrútnað á vangann. Sebastian Bach þótti með snoppufríðari mönnum á Skid Row-árunum. Dagskrá og skráning á www.sa.is AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2011 FIMMTUDAGINN 7. APRÍL Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.