SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 19
3. apríl 2011 19 Reuters Aflandsnetið er í þremur lögum og miðjan í City í London. Hong Kong er í ysta lagi hins ógagnsæja breska aflandsnets. Road Town á eynni Tortóla þar sem peningar eiga griðastað. St. Peters Port á skattaskjólinu Guernsey á Ermarsundi. Falið fé yfirstéttar og skuldabyrðar almennings Fátækt í Afríku er nátengd skjóli aflandsnetsins. Samtökin Hnattræn fjármálaheilindi (Global Financial Integrity) birtu skýrslu um ólöglegt fjárstreymi út úr Afríku í mars í fyrra. Niðurstaða hennar er að milli 1970 og 2008 var „ólöglegt flæði fjár úr Afríku varlega metið um 854 milljarðar dollara. Heildarflæði ólöglegra fjármuna gæti verið 1,8 billjónir doll- ara.“ Nicholas Shaxson, höfundur Treasure Islands, telur að upphæðirnar séu mun hærri. Hann segir að þróunarríkin hafi tapað allt að billjón dollurum í ólöglegu útflæði fjár aðeins á árinu 2006. Fyrir hvern einn dollara, sem barst í erlenda að- stoð, hurfu tíu. Massachusetts-háskóli í Amherst gerði skýrslu árið 2008 þar sem fjármagnsflótti frá 40 Afríkuríkjum á árunum 1970 til 2004 er kannaður. Þar er talað um 607 milljarða dollara á þessu tímabili. Á sama tímabili hafi erlendar skuldir þess- ara landa verið 227 milljarðar dollara. Afríka sé því í plús gagnvart umheiminum og erlendar eignir langt umfram skuldirnar. Málið er hins vegar að „einkaeignir sunn- anverðrar Afríku eru í eigu þröngs, hlutfallslega auðugs hluta íbúanna, en almenningur ber byrðarnar af erlendum skuldum í gegnum ríkisstjórnir sínar“. Jim Henry, sem eitt sinn var yfirhagfræðingur hjá fjár- málaráðgjafarfyrirtækinu McKinsey, lýsir því í bókinni Blood Bankers hvernig aflandskerfið hefur farið með þróun- arlöndin. Fyrst lánuðu bankarnir þessum löndum mun meira en þau gátu tekið upp í framleiðslu, síðan kenndu þeir yf- irstéttunum á staðnum hvernig þær gætu rænt auðnum, fal- ið hann, þvegið hann og laumað honum út úr landi. Síðan hjálpaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bönkunum að þrýsta á þessi lönd að borga af lánum sínum en eiga ella yfir höfði sér að verða fjárhagslega kæfð, segir Henry. Samkvæmt út- reikningum hans hvarf að minnsta kosti helmingur þess fjár, sem skuldsettustu löndin fengu að láni, beint úr landi aftur undir borðið. Skuldir þriðja heimsins voru nánast þær sömu og eignirnar, sem yfirstéttir þessara landa höfðu safnað saman í Bandaríkjunum og öðrum skattaskjólum. Í upphafi tíunda áratugarins var nógu mikið flóttafé í Evrópu og Bandaríkjunum til að borga af öllum skuldum þróunarríkj- anna með hóflegri skattheimtu. ELDRI BORGARA FERÐ Ævintýraferð til Ilulissat (Jakobshavn) 25. – 28. júní. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig er hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is eða hopadeild@flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 53 85 8 02 .2 01 1 GRÆNLAND Nuuk IIulissat Narsarsuaq Reykjavík Ittoqqortoormiit Kulusuk

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.